Félag þýzkukennara
Sumarnámskeið Félags þýzkukennara verður haldið frá 13. - 14. ágúst kl. 9 - 6. Yfirskrift námskeiðsins er "Bring Your Own Device" (BYOD) und "Workflow" - Den eigenen Unterricht unterstützen mit digitalen Medien. Kennari er Axel Krommer. Hér má lesa nánar um námskeið og skrá sig: 
Þann 7. maí fór fram Uppskeruhátíð þýskunema. Þar voru veitt bókaverðlaun og viðurkenningarskjöl fyrir góðan árangur í Þýskuþraut, sem haldin var 27. febrúar síðastliðinn og Stuttmyndakeppni Þýskukennarafélagsins. Arndís Ósk Magnúsdóttir, Framhaldsskólanum Austur-Skaftafellssýslu var í 1. sæti í Þýskuþraut. Í 2. sæti var Anton Björn Helgason, nemandi í  Menntaskólanum í Reykjavík og í 3. sæti var Melkorka Gunborg Briansdóttir, nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð. Alls tóku 97 nemendur víðs vegar að af landinu þátt í Þýskuþrautinni, sem haldin var í 28. sinn. Í Stuttmyndakeppnina bárust 5 myndir. Í fyrsta sæti var mynd eftir nemendur frá Menntaskólanum við Laugarvatn, Das kleine Haus. Bjartur Karlsson, Gunnar Karl Gunnarsson, Jens Thi...
Aðalfundur Félags þýskukennara fór fram þann 23. mars síðastliðinn og framhaldsaðalfundur þann 26. apríl. Á þessum fundum var m.a. mynduð ný stjórn. Stjórnin er nú skipuð Vesku Andreu Jónsdóttur formanni, Margréti Kristínu Jónsdóttur varaformanni, Hörpu Sveinsdóttur, Þórunni Elínu Pétursdóttur, Svavari Braga Jónssyni og varamönnunum Ástu Emilsdóttur og Söru Níelsdóttur. Fráfarandi eru Solveig Þórðardóttir, Guðný María Höskuldsdóttir og Oddný Sverrisdóttir. Eru þeim þökkuð góð störf í þágu félagsins. 
Þórdís T. Þórarinsdóttir skrifaði um alþjóðlega ráðstefnu þýskukennara í Skólavörðuna. Greinina má lesa hér:
Á næsta ári verða sex endurmenntunarnámskeið fyrir þýskukennara á vegum Bundesminiserium für Bildung í Austurríki. Hægt er að sækja um Erasmus + styrk vegna námskeiðanna.
Þriðjudaginn 28. nóvember verður Angelika Theis frá Goethe Institut með námskeið fyrir þýskukennara, þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðið verður í Veröld, herbergi V008, frá kl. 15:30 - 18:00. Yfirskriftin er: Erfinderland Deutschland og verður unnið með það  í kennslu á öllum getustigum. Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. document.getElementById('cloakf0231b43d0f6583025461f26efc633bb').innerHTML = ''; var prefix = 'ma' + 'il' + 'to'; var path = 'hr' + 'ef' + '='; var addyf0231b43d0f6583025461f26efc633bb = 'angelika.theis' + '@'; addyf0231b43d0f6583025461f26efc633bb = addyf0231b43d0f6583025461f26efc633bb + 'goeth...
Fimmtudaginn 12. október næstkomandi ætla félagsmenn að hittast á Stúdentakjallaranum kl. 17 til að bera saman bækur sínar, í orðsins fyllstu merkingu. Ætlunin er að ræða og skoða kennslubækur, því er ágætt að koma með eintak með sér. 
Framhaldsaðalfundur og örráðstefna  STÍL 12. JANÚAR 2017 kl 17:00  Bjarmalandi í MS   Dagskrá 1. Útgáfa Málfríðar: rafræn eða á pappír? Ritnefnd Málfríðar kynnir útgáfumálin 2. Gengið til atkvæða  Framhaldsaðalfundi slitið.   3. Sköpun í tungumálanámi: Ásta Henriksen     Ásta Henriksen hefur kennt ensku við Verzlunarskóla Íslands í rúma tvo áratugi og hefur lengi haft áhuga á því að efla þátt sköpunar í sinni kennslu. Fyrirlesturinn byggir á rannsókn hennar, sem er hluti af rannsókninni Starfshættir í framhaldsskólum á vegum Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf nokkurra tungumálakennara í framhaldsskólum til skapandi kennsluhátta. ...
Viljum minna á jólagleði félagsins sem fer fram laugardaginn þann 3. desember á aðsetri sendiherra Þýskalands að Túngötu 18, 101 Reykjavík. Hvet alla til að mæta og komast í jólaskap saman og gæða sér á léttum veitingum. Sjáumst þá :) 
Viljum minna á næsta kennslubóka/þýskufund á föstudaginn 18. nóvember á Loftinu í Austurstræti 9. Við munum hittast kl. 17 og ræða ýmis skemmtieg málefni tengd þýskunni og kennslu. Síðast var góð mæting og gaman væri ef það yrði aftur góð mæting í þetta skipti Hlökkum til að sjá sem flesta. Endilega sendið mér línu eða komment á FB ef þið sjáið ykkur fært á að mæta Solveig