is / en / dk

Haustútgáfa Skólavörðunnar er komin út. Hvetjum alla félaga til að sökkva sér í lestur. 

Annað tölublað Skólavörðunnar 2019 er komið út. Í blaðinu er að finna fjölbreytt efni um skóla- og menntamál, viðtöl, úttektir og aðsendar greinar.

Dreifing Skólavörðunnar í alla skóla landsins er hafin en einnig má lesa Skólavörðuna í vefútgáfu

Meðal efnis í haustútgáfunni er:

  • Sigurbjörn Örn Hreiðarsson íþróttakennari er Félaginn
  • Skarðshlíðarskóli sóttur heim – Litagleði og húsgögn á hjólum
  • Starfsfólk ber ábyrgð á eigin heilsu – viðtal við dr. Ingibjörgu Jónsdóttur. 
  • Leggja mat á styrkleika og þekkingu erlendra nemenda – viðtal við Kristrúnu Sigurjónsdóttur og Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur. 
  • Hjörtu kennara slá meira og meira í takt – viðtal við Sigrúnu Grendal, formann Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum
  • Skrifað fyrir skúffuna – Auður Jónsdóttir rithöfundur var á Skólamálaþingi KÍ
  • Stolt fagstétt – Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara, skrifar um ferð stjórnar FF til Skotlands
  • Kennarar, kjölfestan í menntakerfinu – Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ, skrifar um starfsþróun kennara. 

Þá eru verðlaunasögurnar úr Smásagnakeppni KÍ 2019 birtar í Skólavörðunni og fastir liðir; krossgátan, pallborðið og Steinunn mælir með eru á sínum stað. 

Lesið blaðið hér. 

 

 

Tengt efni