is / en / dk

Haustútgáfa Skólavörðunnar er komin út, stútfull af áhugaverðu efni um skóla- og menntamál. Við hvetjum alla félaga til að lesa Skólavörðuna. 

Annað tölublað Skólavörðunnar 2018 er komið út. Í blaðinu er að finna fjölbreytt efni um skóla- og menntamál, viðtöl, úttektir og aðsendar greinar. Dreifing Skólavörðunnar í alla skóla landsins er hafin en einnig má lesa Skólavörðuna í vefútgáfu og þá verða stakar greinar birtar á vef Skólavörðunnar næstu vikurnar. Skólavarðan hefur fengið svolitla andlitslyftingu og eru nýir og breyttir efnisþættir eru í blaðinu. 

Njótið vel!

Skólavarðan Haust 2018 2. tbl.

Skólavarðan í pdf-formi


 

Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni: 

Samvinna er lykillinn að öllu saman

Kolbrún Þ. Pálsdóttir tók í sumar við starfi forseta Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Hún segir að samvinna allra hagsmunaaðila sé lykillinn að því að efla menntakerfið og fjölga kennaranemum. „Námið þarf að vera aðlaðandi og áhugavert,“ segir Kolbrún í afar áhugaverðu viðtali. 

Nemendur áhugasamir um menningararfinn

Lífsblómið nefnist sýning um fullveldi Íslands sem sjöttu bekkingum grunnskóla býðst að sækja. Safnkennari frá Árnastofnun tekur á móti nemendum og leggur hann áherslu á handritahluta sýningarinnar. Nemendur fá að spreyta sig við skriftir með tilskornum fjöðurstaf og heimalöguðu jurtableki á sérverkað bókfell. 

Væntingar félagsmanna eru mikil áskorun

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, og Hjördís Albertsdóttir, varaformaður Félags grunnskólakennara, segja frá hvað á daga þeirra hefur drifið fyrstu mánuðina í Kennarahúsinu. Annir hafa verið miklar frá fyrsta degi. Þær vilja vekja kennara til vitundar um mikilvægi kennarastarfsins. 

Kennarar leiða vernd íslenskra tungu

Sjálfstæði nemenda er í hávegum haft á nýrri námsbraut í Tækniskólanum. Hefðbundnir fyrirlestrar eru fáir og nemendur þreyta ekki próf. Nanna Traustadóttir verkefnastjóri segir kennslufyrirkomulagið talsverða áskorun fyrir kennara. 

Stétt sérkennara að deyja út

Árni Helgason, skólastjóri Klettaskóla, hefur unnið með börnum með sérþarfir í ríflega 35 ár. Hann segir stöðugt unnið að því að innleiða nýja tækni nemendum til hagsbóta. Einnig er unnið að innleiðingu atferlisþjálfunar og félagsfærni í skólanum. 

 

 

 

 
 

Tengt efni