is / en / dk

15. Maí 2018

Fyrsta tölublað Skólavörðunnar 2018 er komið út. Skólavörðunni verður dreift til félaga KÍ á næstu dögum en ritið má einnig lesa í vefútgáfu á vef Kennarasambandsins. Þá er minnt á vef Skólavörðunnar en þar munu stakar greinar úr blaðinu birtast á næstu vikum. 

Meðal þess sem fjallað er um í Skólavörðunni má nefna starfsþróun kennara, leiðsagnarmat, náttúrufræðimenntun fyrir grunnskólakennara, Okkar mál í Fellahverfi, þing KÍ, Instagram og verkefni Járnkarlanna. 

Annað efni sem vert er að benda á:

Það þarf að hlúa betur að kennurum

Sveinn Leó Bogason lýsir væntingum sínum til kennarastarfsins og það er skoðun hans að kennarastarfið sé þannig að kennaranám geti aldrei undirbúið kennara fyrir allt sem mun koma upp í starfinu sjálfu Hann dreymir um að verða kennari sem nemendur muna eftir. 

Nemendur vaxa, verða að eldflaugum

Björgvin Ívar Guðbrandsson starfar í teymi kennara sem eru að innleiða nýja kennsluhætti í Langholtsskóla. Verkefnið gengur út á samþættingu námsgreina og teymisvinnu kennara. Nemandinn lærir í auknum mæli að tileinka sér skapandi og gagnrýna hugsun.   

 

Verðum að vera skapandi í öllu

BjöLára Stefánsdóttir segir mikilvægt að skólastjórnendur séu vakandi yfir velferð starfsfólksins en þá batnar kennslan og samskipti kennara og nemenda verða góð. Hún hlustar á öll sjónarmið, fær viðbrögð
við hugmyndum og vinnur sig þannig að niðurstöðu.

 

Nemendalýðræði í öndvegi í Kanada

Hópur kennara og skólastjóra sótti ráðstefnu í Kanada og heimsótti skóla með að markmiði að efla tengsl og samstarf landanna. Athygli vakti hversu tilbúnir nemendur voru að ræða verkefni sín og gera grein fyrir þeim og var þetta óháð því á hvaða stigi nemendur voru í náminu.

 

 

LESTU BLAÐIÐ HÉR

 

 

 

 

Tengt efni