is / en / dk

08. Mars 2018

 

Ferðablaðið 2018 er komið út. Venju samkvæmt er að finna upplýsingar um sumarhús og íbúðir sem standa félagsmönnum í Kennarasambandi Íslands til boða í sumar.

Orlofshúsum fjölgar nokkuð milli ára en um leið hefur orðið breyting á milli landshluta. Af nýjum valkostum má nefna hús í Dalasýslu, Dýrafirði, Fnjóskadal, Stöðvarfirði, Svínadal, Bláskógabyggð og undir Eyjafjöllum. Þá hefur orlofshúsum á Spáni fjölgað um eitt; eru nú fimm. Gæludýrahald er nú leyft í 15 húsum sem er fjölgun frá fyrra ári. 

Þá hefur Ferðablaðið að geyma upplýsingar um ýmsa afslætti sem félagar KÍ geta nýtt sér; svo sem niðurgreiðslu á gönguferðum, flugávísanir, hótelmiða og afsláttarkort af ýmsum toga.

Ferðablaðið 2018 verður sent félagsmönnum KÍ á næstu dögum. Við minnum á Orlofsvef KÍ en þar er að finna ítarlegri upplýsingar og myndir.

 

Tengt efni