is / en / dk

Atkvæðagreiðsla um kosningu varaformanns Kennarasambands Íslands hófst klukkan 9:00 í morgun, fimmtudaginn 7. desember. Atkvæðagreiðslan er rafræn og stendur til klukkan 14:00 miðvikudaginn 13. desember. 

Frambjóðendur til varaformanns KÍ eru Anna María Gunnarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Heimir Björnsson og Simon Cramer

Halldóra Guðmundsdóttir og Þórunn Sif Böðvarsdóttir drógu framboð sín til baka. 

Kynning á frambjóðendum er hér. 

Atkvæðagreiðslan er leynileg og leggur kjörstjórn áherslu á að félagsmenn virði það í hvívetna.

Atkvæðagreiðslan fer fram á Mínum síðum á www.ki.is. Hægt er að greiða atkvæði í hvaða nettengdri tölvu sem er. Kjósendur þurfa að skrá sig inn á Mínar síður
með Íslykli eða Rafrænum skilríkjum. Þeir sem ekki eru komnir með Íslykil geta pantað hann með því að smella á hnappinn Mig vantar Íslykil sem
er á innskráningarsíðunni.

Þegar komið er inn á Mínar síður sést kosningin. Smelltu á Atkvæðagreiðsla um varaformann KÍ og þá birtist atkvæðaseðillinn.

Merktu við þann frambjóðanda sem þú vilt kjósa sem formann KÍ.

Smelltu að lokum á flipann Kjósa og þá birtist eftirfarandi texti til að staðfesta að atkvæði hafi verið greitt: Atkvæði þitt hefur verið móttekið.

Ef þú vill fresta því að greiða atkvæði skaltu smella á: Hætta við kosningu.

Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðsluna eru veittar á skrifstofu KÍ en starfsmaður kjörstjórnar er Fjóla Ósk Gunnarsdóttir, netfang: fjola@ki.is sími: 595 1111.

Tengt efni