is / en / dk

04. September 2017

Kennarasamband Íslands og Skólameistarafélag Íslands efna til Skólamálaþings á Alþjóðadegi kennara 5. október næstkomandi. Yfirskrift Skólamálaþings er Innfædd á internetinu: breyttur heimur, snjallari nemendur. Þingið verður haldið í Silfurbergi í Hörpu og stendur frá klukkan 9.30 til 15.

Aðalfyrirlesari Skólamálaþings er hinn virti skóla- og fræðimaður dr. Zachary Walker og heldur hann tvo fyrirlestra en auk þess verða pallborðsumræður. Skólamálaþingið er ætlað kennurum, skólastjórnendum, námsráðgjöfum og skólafólki almennt á öllum skólastigum. 

Dagskrá Skólamálaþings 5. október 2017

09.30 Skráning  
10:00 Setning – Jón B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans  
10:05 Ávarp – Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti.   
10.15

Breyttur heimur, öðru vísi nemendur: Við erum að kenna síðustu bakpokakynslóðinni – dr. Zachary Walker: 
Fyrirlesturinn byggir á rannsóknum og raunkennslu til að kanna hvað við vitum um miðlunartækni, hvað við höldum að við vitum og hvert við gætum verið að stefna. Sannreyndar aðferðir, tölfræði, rannsóknir sem eru í gangi og framtíðarhorfur sem eiga erindi við kennara og skólastjórnendur á öllum skólastigum.

 
11.30 Verðlaunaafhending í Smásagnasamkeppni KÍ, Heimilis og skóla og Samtaka móðurmálskennara.  
12.00 Hádegisverður  
13.00 Átta mikilvægar spurningar fyrir kennara – dr. Zachary Walker 
Fjallað verður um að átta mikilvægar spurningar sem kennarar þurfa að spyrja sig þegar þeir kenna og leiðbeina nemendum. Við könnum hvernig þessar spurningar gagnast kennurum, stjórnendum, samstarfsfólki og foreldrum. Ef við viljum geta undirbúið nemendur fyrir þann síbreytilega og spennandi heim sem bíður þeirra verðum við að taka mark á og virða þessa kynslóð nemenda. Erum við reiðubúin að takast á við afar krefjandi spurningar til gagns fyrir nemendur okkar?
 
 
14.00

Pallborðsumræður:
  Dr. Zachary Walker
  Guðjón H. Hauksson, framhaldsskólakennari í Menntaskólanum á Akureyri
  Ingvar Sigurgeirsson, prófessor í kennaradeild Háskóla Íslands
  Margrét Þóra Einarsdóttir, grunnskólakennari í Brekkuskóla á Akureyri
  Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri

  Sveinlaug Sigurðardóttir, leikskólakennari í Krikaskóla í Mosfellsbæ.

  Stjórnandi: Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands

 
15.00

Þingslit - Þórður Á. Hjaltested, formaður kennarasambands Íslands

 


Ráðstefnustjóri: Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri CCP á Íslandi.

Ráðstefnugjald er kr. 8.000 og miðar eru seldir á tix.is. Hægt er að sækja um styrk í endurmenntunarsjóðum KÍ.

Dr. Walker starfar við menntamálastofnunina National Institute of Education (NIE) og Nanyang tækniháskólann (NTU) í Singapore, sem er í 11. sæti á alþjóðlegum gæðalista yfir háskóla. Í NIE situr hann í starfshópi um kennslu og nám á 21. öld. Hann hefur fengið fjölda viðurkenninga, t.d. árið 2012 sem framúrskarandi fræðimaður, 2015 var hann útnefndur brautryðjandi (a Millennium Milestone Maker) af Heimssamtökum um framtíð kvenna og sama ár fékk hann John Cheung viðurkenninguna fyrir nýbreytni í notkun samfélagsmiðla í kennslu og námi. Hann hefur kennt og leiðbeint í Bandaríkjunum, Asíu, Evrópu, Mið-Ameríku og á Karabísku eyjunum. Hjá UNESCO hefur hann unnið að stefnumótun fyrir þá sem glíma við námsörðugleika.
 

Zachary Walker – kynningarmyndband

Zachary Walker – 5 Questions for Today´s Educators 
 

Vakin er athygli á að föstudaginn 6. október heldur Dr. Zachary Walker tvær málstofur á Menntakviku Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar og skráning er á heimasíðu Menntakviku.

 

 

 

 

 

Tengt efni