is / en / dk

Skólinn okkar er átta þátta sjónvarpsþáttaröð um skóla- og menntamál sem var sýnd á Hringbraut í febrúar og mars síðastliðnum. 

Markmið þáttanna var að fjalla á líflegan og faglegan hátt um hið öfluga og metnaðarfulla starf sem fram fer í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum landsins á degi hverjum.
Skólinn okkar var samstarfsverkefni Kennarasambandsins og Hringbrautar. Stjórnendur þáttanna voru Aðalbjörn Sigurðsson, kynningar- og útgáfustjóri KÍ, og Margrét Marteinsdóttir fjölmiðlakona.

Víða var komið við í þáttunum og meðal annars fjallað um stöðu flóttabarna í skólakerfinu, notkun spjaldtölva og samfélagsmiðla í skólum, list- og verkgreinar, tónlistarnám og kennaranám. Tveir aðalgestir eru í hverjum þætti en auk þess er rætt við fjöldann allan af nemendum og kennurum.

Þættirnir eru allir aðgengilegir á vef KÍ. 

 • 1. þáttur – Vellíðan nemenda
  Hvað eru kennarar og skólar að gera til að tryggja velferð barna? Hvernig líður nemendum, líður þeim verr nú en áður? Gestir þáttarins eru þau Jón Torfi Jónasson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, og Sigríður Eyþórsdóttir, iðjuþjálfi í Hagaskóla.
  Þátturinn var frumsýndur á Hringbraut 14. febrúar 2017.
   
 • 2. þáttur – Staða flóttabarna í skólum
  Hver er staða barna flóttamann í skólakerfinu. Hvernig gengur þeim að mynda félagsleg tengsl, hvernig er umgjörð námsins og móttökur? Gestir þáttarins eru þær Fríða Bjarney Jónsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar í leikskólum Reykjavíkur, og Kristrún Sigurjónsdóttir, deildarstjóri móttökudeildar Lækjarskóla. ´
  Þátturinn var frumsýndur á Hringbraut 21. febrúar 2017
   
 • 3. þáttur – Samfélagsmiðlar og spjaldtölvur í skólastarfi
  Hver eru áhrif samfélagsmiðla á nemendur og hvernig eru spjaldtölvur nýttar í kennslustofunni? Gestir þáttarins eru Örn Arnarson grunnskólakennari og Fjóla Þorvaldsdóttir leikskólakennari.
  Þátturinn var frumsýndur á Hringbraut 28. febrúar 2017. 
   
 • 4. þáttur – Tónlistarskólarnir
  Fjölbreytt og metnaðarfullt starf tónlistarskólanna er umfjöllunarefni þáttarins. Hvers vegna kennsla í tónlist mikilvæg? Gestirþáttarins eru Garðar Cortes, skólastjóri og stofnandi Söngskólans í Reykjavík, og Chrissi Guðmundsdóttir, tónlistarkennari við Tónlistarskóla Rangæinga.
  Þátturinn var frumsýndur á Hringbraut 7. mars 2017.
   
 • 5. þáttur – Verk- og tækninám
  Hver er staða verk- og tæknináms í landinu? Gestir eru Þór Pálsson, aðstoðarskólameistari Tækniskólans, og Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs.
  Þátturinn var frumsýndur á Hringbraut 14. mars 2017.
   
 • 6. þáttur – Kennarastarfið og kennaramenntun
  Rætt almennt um kennaramenntun og kennarastarfið og um þá staðreynd að að alltof fáir velja að leggja kennslu fyrir sig. Gestir þáttarins eru Bragi Guðmundsson, formaður kennaradeildar HA, og Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs HÍ.
  Þátturinn var frumsýndur á Hringbraut 21. mars 2017. 
   
 • 7. þáttur – Eru skólarnir skapandi?
  Er sköpun gert nægilega hátt undir höfði í skólastarfi? Fá nemendur nægilegan tíma og kennslu í skapandi námsgreinum? Gestir þáttarins eru Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar Listaháskóla Íslands, og Elín Þóra Rafnsdóttir, kennari á listabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti.
  Þátturinn var frumsýndur á 28. mars 2017. 
   
 • 8. þáttur – Framtíðarskólinn
  Hefur skólinn þróast í takt við tíðaranda, breytt samfélag og nýja tækni? Hvernig verður skóli framtíðarinnar?
  Þátturinn var frumsýndur 3. apríl 2017. 

 

 

 

 

Tengt efni


Warning: array_filter() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 35

Warning: array_flip() expects parameter 1 to be array, null given in /home/kiis/public_html/modules/mod_articles_relative/helper.php on line 42