is / en / dk

Skólavarðan, 1. tölublað 2017, er komin út. Meðal efnis í blaðinu er úttekt á stöðu flóttabarna í íslensku skólakerfi, umfjöllun um núverandi og yfirvofandi kennaraskort og fréttir af starfi Kennarasambandsins. 

Áhugaverð viðtöl eru í blaðinu; þar á meðal við Ásdísi Ingólfsdóttur, framhaldsskólakennara í Kvennó, um kennarastarfið og formennsku í vinnuumhverfisnefnd KÍ. Jónína Björk Stefánsdóttir, sem senn lýkur M. Ed prófi frá Kennaradeild HA, segir frá meistaraverkefni sínu, breska vísindakonan Amy O´Tool fjallar um vísindakennslu og hvernig glæða megi áhuga stúlkna á þeim fögum. 

Freyja Dögg Frímannsdóttir er heimsótt til Lundar í Svíþjóð og hún segir frá hvernig er að vera með börn í sænsku skólakerfi. Rætt er við Erling Ragnar Erlingsson um stöðu námsbókagerðar hjá Menntamálastofnun, spjallað er við Aðalheiði Matthíasdóttur um starf tónlistarskólakennarans og fleira og fleira. 

Skólavarðan í pdf-formi. 

Skólavarðan í fletti-formi. 

 

Tengt efni