Framtíðarsýn og stefna Skólastjórafélags Íslands 2012 - 2016 er unnin á grundvelli víðtækrar samræðu meðal félagsmanna sem fram fór vorið 2012. Stjórn SÍ skipaði í árslok 2011 ráðgjafahóp sem vann með ráðgjafa Capacent að mati á stöðu, uppbyggingu og skipulagi á starfsemi SÍ.
Afrakstur þeirrar vinnu var lagður fram sem umræðuskjal en ráðgjafahópurinn hélt þrjá vinnufundi, átti vinnufundi með stjórn SÍ, trúnaðarmönnum, skólamálanefnd og kjararáði og formaður SÍ tók þátt í störfum almennra félagsfunda hjá öllum svæðafélögum. Á þessum grunni er framtíðarsýn og stefna SÍ sett fram. Umræðuskjal Capacent og niðurstöður samræðunnar á fundum má sjá fyrir neðan.