is / en / dk

Framtíðarsýn og stefna Skólastjórafélags Íslands 2012 - 2016 er unnin á grundvelli víðtækrar samræðu meðal félagsmanna sem fram fór vorið 2012. Stjórn SÍ skipaði í árslok 2011 ráðgjafahóp sem vann með ráðgjafa Capacent að mati á stöðu, uppbyggingu og skipulagi á starfsemi SÍ.

Afrakstur þeirrar vinnu var lagður fram sem umræðuskjal en ráðgjafahópurinn hélt þrjá vinnufundi, átti vinnufundi með stjórn SÍ, trúnaðarmönnum, skólamálanefnd og kjararáði og formaður SÍ tók þátt í störfum almennra félagsfunda hjá öllum svæðafélögum. Á þessum grunni er framtíðarsýn og stefna SÍ sett fram. Umræðuskjal Capacent og niðurstöður samræðunnar á fundum má sjá fyrir neðan.

 

Samkvæmt 2. grein laga SÍ er hlutverk félagsins eftirfarandi:

a. Að fara með málefni félagsmanna í Skólastjórafélagi Íslands.

b. Að vinna að bættum kjörum félagsmanna sinna m.a. með gerð kjarasamninga fyrir félagið ásamt því að gæta hagsmuna þeirra.

c. Að stuðla að umbótum í fræðslu- og uppeldismálum þjóðarinnar.

d. Að vinna að aukinni menntun félagsmanna.

e. Að stuðla að kynningu milli félagsmanna og efla faglega umræðu meðal þeirra.

f. Að gæta hagsmuna skólanna í hvívetna ásamt því að kynna sem best starf grunnskóla meðal þjóðarinnar.

g. Að annast tengsl við sambærileg félög erlendis og stuðla að samskiptum við aðrar þjóðir.

 

Skólastjórafélag Íslands er framsækinn og lýðræðislegur vettvangur stjórnenda í grunnskólum. Félagið byggir undir faglegan, rekstrarlegan og stjórnunarlegan styrk grunnskóla á Íslandi á grundvelli starfsþróunar, ráðgjafar og stuðnings við skólastjórnendur. Skólastjórafélag Íslands er hluti af Kennarasambandi Íslands. Félagið stuðlar að opinberri samræðu um fagleg mál og öflugu samráði og samvinnu milli stjórnendafélaga innan Kennarasambands Íslands.

 

Stefnumótandi verkefni 2012-2016

Markmið Leiðir og aðgerðir

Félagsmenn, virkni

 • Að stjórn SÍ og félagsmenn séu virkir og taki frumkvæði í samræðu og stefnumótun um fagleg og félagsleg mál.
 • Að tryggja upplýsingaflæði milli stjórnar og félagsmanna.
 • Að tryggja þátttöku og efla samræðu um félagslega stöðu meðal allra hópa innan félagsins.

Félagsmenn, virkni

 • Fjolga fundum með formönnum svæðadeilda og boða varamenn stjórnar að lágmarki tvisvar á ári til að auka upplýsingaflæði og samræðu.
 • Formaður eða stjórnarmenn fari á tvo eða fleiri félagsfundi á ári hjá svæðafélögum.
 • Þróa námskeiðsframboð og ráðgjöf, nýta skólastjórann.is, fréttabréf SÍ og vera með fræðslufund fyrir nýliða í félaginu að hausti.
 • Halda fundi með ólíkum hópum innan félagsins, s.s. deildarstjórum, stjórnendum samrekinna eða sameinaðra skóla.

Starfsþróun og ráðgjöf

 • Að stuðla að auknu framboði til starfsþróunar skólastjórnenda.
 • Að efla fræðslu og kynningu á SÍ/KÍ meðal félagsmanna.
 • Að efla félagslegan og faglegan stuðning við skólastjórnendur.
 • Að jafna aðstöðumun skólastjórnenda til að sækja ráðgjöf og námskeið.

Starfsþróun og ráðgjöf

 • Forysta SÍ vinni að því að byggja upp í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og háskólana um innihald og fjármögnun grunn- og framhaldsnám fyrir skólastjórnendur. Skoðaðir verði möguleikar á einingabæru námi með starfi.
 • Fræðslufundur fyrir nýliða í félaginu að hausti um starfsemi SÍ/KÍ.
 • Fjölga fundum, námskeiðum og ráðstefnum með fjarfundabúnaði og netútsendingum.
 • Koma á rafrænum vettvangi miðlunar (handraðinn) þar sem yfirlit fæst yfir hvar ráðgjöf og stuðning er að finna. Þar verði á einum stað lög, reglugerðir, kjarasamningar, túlkanir, fordæmi, úrskurðir og dómar. Einnig verði þar „málsmeðferðarreglur“. 

Svæðafélög

 • Að efla og styrkja svæðafélögin við starfsþróun, handleiðslu og ráðgjöf við félagsmenn.

Svæðafélög

 • Styðja svæðafélögin við að koma á fót stuðningsneti (mentorakerfi) til að vinna að handleiðslu og ráðgjöf við félagsmenn.
 • Fara yfir skipulag og starfsemi svæðafélaga með það að leiðarljósi að efla innra starf þeirra.

Kennarasamband Íslands

 • Að efla samráð og samvinnu milli SÍ og FG.
 • Að efla samráð og samvinnu milli stjórnendafélaga innan KÍ.
 • Að vinna að sjálfstæðum samningsrétti SÍ.

Kennarasamband Íslands

 • Setja á stofn samstarfsvettvang á milli SÍ og FG.
 • Setja á stofn samstarfsvettvang á milli stjórnendafélaga innan KÍ.
 • Skoða leiðir til að efla félagslega virkni innan KÍ og fá samræðu um ásýnd og viðhorf félagsmanna til KÍ. Hvernig geta félögin innan KÍ unnið sameiginlega að því verkefni.
 • Að kanna út frá félagslegum og faglegum þáttum fýsileika þess að hefja samræður um sameiginlegt stjórnunarfélag innan KÍ.
 • Skoða hvaða þættir þurfa að vera til staðar til að SÍ öðlist sjálfstæðan samningsrétt.

 

Markmið Leiðir og aðgerðir
 • Að hafa frumkvæði og stuðla að opinberri samræðu um fagleg mál er lúta að skólastarfi á landinu.
 • Að efla starfsþróun starfsmanna skóla í samvinnu við önnur félög innan KÍ.
 • Að efla faglegt samstarf milli skólastiga á svæðum.
 • Að stuðla að því að ytra mat á grunnskólum verði faglegt og markvisst.
 • Að stuðla að samvinnu á milli skóla og stofnanna innan sveitarfélagsins um fagleg mál.
 • Koma á greinaskrifum á vefsíðu SÍ um skólamál og uppeldismál og standa fyrir málþingum, námsstefnum og fundum.
 • Fagráð um símenntun kennara og stjórnenda sem KÍ vinnur að í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og háskólanna.
 • Leita leiða í gegnum skólamálaráð KÍ og skólamálanefndir félaganna til að hvetja svæðafélögin til að efla faglegt samstarf á milli skóla, skólastiga og stofnana á svæðum með t.d. málþingum, námsstefnum og námskeiðum.
 • Tryggja að SÍ eigi fulltrúa í starfshópi um ytra mat á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytis.

 

Markmið Leiðir og aðgerðir
 • Að bæta kjör félagsmanna.
 • Að kjarasamningur SÍ fylgi breytingum í skipulagi og rekstri gunnskóla.
 • Vinna að framkvæmd bókana sem fylgja kjarasamningi á grundvelli verkáætlunar.
  • Bókun 1. Endurskoðun á Vonarsjóði. Samstarf við FG og LNS.
  • Bókun 2. Framtíðarsýn í skólamálum og skipun starfshóps, sem skoðar málin út frá faglega þættinum, hlutverk stjórnenda og innihald starfs þeirra, þróun skólastarfs og innleiðingu skóla án aðgreiningar.
  • Bókun 3. Samrekstur og sameiningar skóla, starfshópur skoðar þróun samreksturs og sameiningu skóla og endurskoðar samkomulagið frá 20. ágúst 2009. Samstarf við FSL, FT og LNS.
  • Bókun 4. Endurskoðun á mati á viðbótarmenntun. LNS.
  • Bókun 5. Gerð leiðbeininga um áminningar, uppsagnir og frávikninga.
 • Funda með ólíkum hópum innan SÍ um kjarasamninginn og kröfugerð hvers tíma.

 

Tengt efni