is / en / dk

 

NÁMSTEFNA OG AÐALFUNDUR SÍ 13. OG 14. OKTÓBER 2017

Námstefna Skólastjórafélags Íslands var haldin á Grand hóteli og Laugalækjarskóla, Reykjavík föstudaginn 13. október. Yfirskrift námstefnunnar var „Grunngildi menntunar og innleiðing nýsköpunar og tækni í skólastarfi“. Laugardaginn 14. október kl. 10:00-13:00 var aðalfundur félagsins haldinn í Laugalækjarskóla.
 

 

Kl. 09:30-10:00 Skráning, kaffi og ávextir.
Kl. 10:00-10:10 Setning námstefnu og skipun námstefnustjóra.
Ingileif Ástvaldsdóttir, varaformaður SÍ.
Kl. 10:10-11:00 Þróun faglegrar forystu og lærdómssamfélags, hér og þar. Hlutdeild og hríslun.
Birna María Brattberg Svanbjörnsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri.
Kl. 11:00-11:50 Nýsköpun í skólastarfi.
Ingvi Hrannar Ómarsson, kennsluráðgjafi í Skagafirði. Ingvi Hrannar starfar við skóla- og tækniþróun grunnskólanna í Skagafirði.
Kl. 11:50 -12:50 Matur.
Kl. 12:50-13:40 Courageous Edventures.
Jennie Magiera, fræðslustjóri í Chicago.
Magiera er einn af mörgum fræðslustjórum í Chicago og hefur haldið fjölda erinda víða um heim um innleiðingu rafrænna kennsluhátta. Erindið byggir hún á bók sinni Courageous Edventures þar sem hún miðlar eigin reynslu og gefur góð ráð við innleiðingu nýjunga í skólastarfi. 
   
Laugalækjarskóli
Kl. 14:00-14:45 Menntabúðir og málstofur.
Í menntabúðunum fá þátttakendur að kynnast og prófa sjálfir nýjungar og tækni í skólastarfi.
Í málstofunum kynna félagsmenn og fleiri meistaraverkefni sín eða hagnýt verkefni af vettvangi.
Kl. 14:45-15:00 Kaffi.
Kl. 15:00-15:45 Menntabúðir og umræðuborð.
Í menntabúðunum fá þátttakendur að kynnast og prófa sjálfir nýjungar og tækni í skólastarfi.
Í umræðuborðum geta félagsmenn og fleiri lagt fram hugmyndir eða spurningar til umræðu meðal jafningja.
   

Árshátíð Skólastjórafélags Íslands verður haldin 13. október á Grand Hótel Reykjavík.

Kl. 18:30   Móttaka og fordrykkur i Ráðhúsi Reykjavíkur.
Kl. 20:00   Kvöldverður á Grand Hótel Reykjavík.
 

Aðalfundur SÍ verður haldin laugardaginn 14. október kl. 10:00-13:00 í Laugalækjarskóla.
 

DAGSKRÁ
a. Fundarsetning og skipan embættismanna.
b. Kosnar starfsnefndir: Menntamálanefnd, Kjaranefnd og Allsherjarnefnd.
c. Skýrsla stjórnar.
d. Reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
e. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
f. Lagðar fram tillögur stjórnar, nefnda og einstaklinga.
g. Nefndir starfa.
h. Nefndaskil.
i. Lagabreytingar.
j.

Kosningar:

 • Kosning fulltrúa í samninganefnd.
 • Kosning skoðunarmanna reikning.
 • Kosning formanns.
 • Kosning nýrrar stjórnar.
k. Önnur mál.
   

 

 • Verð fyrir námstefnuna er 16.000 kr. - SKRÁNING.
 • Verð fyrir árshátíðina er 13.000 kr. - SKRÁNING.
   
 • SKRÁNING á hvoru tveggja, verð 29.000 kr.
   

 

ELDRI NÁMSTEFNUR

Námstefna Skólastjórafélags Íslands var haldin í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri föstudaginn 14. október. Yfirskrift námstefnunnar var að þessu sinni „Menntun til framtíðar og faglegt sjálfstæði“. Laugardaginn 15. október var ársfundur SÍ haldinn í Brekkuskóla.

 

DAGSKRÁ NÁMSTEFNU 14. OKTÓBER
Kl. 09:30-10:00   Hof opnar. Skráning, tónlist frá Tónlistarskóla Akureyrar og hressing.
Kl. 10:00-10:10   Setning og tónlistaratriði frá Hrafnagilsskóla.
Kl. 10:10-13:00   Aðalfyrirlestrar og hádegisverður í Menningarhúsinu Hofi.

 • Dr. Jón Torfi Jónasson, prófessor við Menntavísindasvið HÍ.
  Hvernig tengjum við saman skólastarf og pælingar um framtíðina? Ágrip. Glærur.
 • Trausti Þorsteinsson, dósent við Háskólann á Akureyri.
  Fagleg forysta og stjórnun í grunnskólum. Ágrip. Glærur.
 • Dr. Rúnar Sigþórsson, prófessor við kennaradeild HA.
  Sýnd veiði eða gefin? Hæfnimiðuð námskrá, fagleg ábyrgð og ávinningur nemenda. Ágrip. Glærur.

Á námstefnunni ræddu aðalfyrirlesarar hvort og þá hvernig skólarnir geta tekist á við verkefnið að mennta nemendur til framtíðar og hvaða straumar og stefnur hafa áhrif á það starf.

Dagskrá í Oddeyrarskóla, Akureyri kl. 14:00-16:00
Kl. 14:00-14:45   Málstofur, ath. uppfært skjal með stofunúmerum.
Kl. 14:45-15:00   Kaffihlé.
Kl. 15:00-15:45   Jafningjafræðsla (menntabúðir og umræðuborð), ath. uppfært skjal með stofunúmerum.
 

MÁLSTOFUR MENNTABÚÐIR UMRÆÐUBORÐ
Á málstofum kynna félagsmenn og fleiri meistaraverkefni sín eða hagnýt verkefni af vettvangi. Í menntabúðum geta félagsmenn og fleiri sýnt og sagt frá hagnýtum verkefnum og/eða hugmyndum af vettvangi. Á umræðuborðum geta félagsmenn og fleiri lagt fram hugmyndir eða spurningar til umræðu meðal jafningja.

 

   

ÁRSHÁTÍÐ

Árshátíð Skólastjórafélags Íslands verður haldin föstudagskvöldiðð 14. október á Hótel KEA.

Kl. 18:30   Móttaka á vegum Akureyjarbæjar í Ketilhúsinu.
Kl. 19:30   Árshátíð á Hótel KEA.

Gísli Einarsson er veislustjóri og Hvanndalsbræður spila fyrir dansi.
 

DAGSKRÁ ÁRSFUNDAR 15. OKTÓBER
Ársfundur Skólastjórafélags Íslands verður haldinn milli kl. 9:30 og 13:00 laugardaginn 15. október í Brekkuskóla á Akureyri.

Kl. 09:30-10:50   Erindi um starfsumhverfi skólastjóra.

 • Sigríður Margrét Sigurðardóttir, lektor við Háskólann á Akureyri.
  Stuðningur við skólastjóra í starfi. Ágrip. Glærur.
 • Dr. Elín Díanna Gunnarsdóttir, dósent við Háskólann á Akureyri.
  Áhrif streitu. Ágrip. Glærur.

Kl. 11:15-13:00   Ársfundur SÍ.

 

GRUNNUPPLÝSINGAR

Námstefna Skólastjórafélags Íslands 2015 var haldin föstudaginn 9. október kl. 10:00 til 17:00 á Icelandair hótel Reykjanesbæ. Heiti námstefnunnar var Kennslufræðileg forysta skólastjórnenda („Student-Centered Leadership: How Leaders can make a Bigger Difference to Student Outcomes“) og var meginþema námstefnunnar kennslufræðileg forysta skólastjórnenda og áhrif hennar á námsárangur nemenda. Daginn eftir, laugardaginn 10. október, var ársfundur SÍ.

Í tengslum við meginþema námstefnunnar var Viviane Robinsson prófessor, við The University of Auckland á Nýja Sjálandi, með vinnustofu daginn fyrir námstefnuna eða fimmtudaginn 8. október.

Nánari upplýsingar eru um hvert efni fyrir sig fyrir neðan.

 

VINNUSTOFA VIVIANE ROBINSSON FIMMTUDAGINN 8. OKTÓBER

Til að fjalla um meginþema námstefnunnar, kennslufræðilega forystu skólastjórnenda og áhrif hennar á námsárangur nemenda, var Viviane Robinsson, prófessor við The University of Auckland á Nýja Sjálandi, með bæði vinnustofu 8, október og erindi á námstefnunni 9. október. Hér má sjá frekari upplýsingar um Viviane Robinsson og verk hennar.

Vinnustofa Vivianne Robinsson fyrir skólastjórnendur var haldin fimmtudaginn 8. október kl. 13:30-16:30.

 

DAGSKRÁ NÁMSEFNU FÖSTUDAGINN 9. OKTÓBER

Námstefna Skólastjórafélags Íslands var haldin föstudaginn 9. október frá kl. 10:00 til 17:00.

Dagskrá:
Kl. 10:00-10:10  Setning. Ingileif Ástvaldsdóttir, varaformaður SÍ.
Kl. 10:10-12:10  Kennslufræðileg forysta skólastjórnenda. Viviane Robinson.
Kl. 12:10-13:10  Matur.
Kl. 13:10-14:10  Menntabúðir - fyrri hluti.
Kl. 14:20-15:20  Menntabúðir - seinni hluti.
Kl. 15:20  Kaffi og veitingar.

 

ÁRSHÁTÍÐ SÍ FÖSTUDAGINN 9. OKTÓBER

Árshátíð Skólastjórafélags Íslands var haldin föstudagskvöldið 9. október kl. 20:00 á Icelandair hótel Reykjanesbæ. Fordrykkur var í boði Reykjanesbæjar kl. 18:30 í Duus safnahúsi.

 

DAGSKRÁ ÁRSFUNDAR LAUGARDAGINN 10. OKTÓBER

Ársfundur Skólastjórafélags Íslands 2015 var haldinn laugardaginn 10. október kl. 10:00 til 13:00.

Dagskrá:

 • Kynning á meistaraverkefni. Jóhann Geirdal. Verkefnið fjallar um skóla og félagslegt umhverfi, samanburður á árangri nemenda í Pisa og félagslegu umhverfi þeirra á Reykjanesi og Kraganum.
 • Skýrsla stjórnar.
 • Kynning á ársreikningum.
 • Önnur mál.

 

FYRIRLESTUR VIVIANE ROBINSSON - UPPTAKA FRÁ NÁMSTEFNU

Fyrirlestur sem hinn virti fræðimaður og prófessor, Viviane Robinson, hélt á námstefnu SÍ 2015 í Reykjanesbæ er aðgengilegur fyrir þá sem hafa áhuga á að hlýða á. 

Robinson er sérfræðingur í kennslufræðilegri forystu og hefur bók hennar Student-Centered Leadership verið þýdd á fjölda tungumála og seld um allan heim. Robinson leggur fram ýmsar hugmyndir um hvernig skólastjórnendur geti komið hugsjónum sínum í framkvæmd, eflt og bætt gæði kennslu og náms – og þar með bætt árangur nemenda. 

Upptakan er í þrískipt vegna lengdar;
1. hluti   -   2. hluti   -   3. hluti.
Það þarf að slá inn lykilorð og er það skolastjori13.

 

Námstefnan

Námstefna Skólastjórafélags Íslands var haldin föstudaginn 10. október kl. 10:00-17:00 á Hótel Selfossi og í Sunnulækjarskóla. Heiti og meginþema námstefnunnar var Starfsþróun skólastjórnenda og kennara.

Á námstefnunni verður fjallað um starfsþróun skólastjórnenda og kennara og áhrif starfsþróunar á árangur nemenda. Kay Livingston, professor of Educational Research, Policy and Practice in the School of Education, University of Glasgow verður meginfyrirlesari námsstefnunnar. Hún mun fjalla um starfsþróun skólastjórnenda, hvað þeir þurfa að huga að í eigin starfsþróun til að stuðla að faglegri starfsþróun kennara. Þá mun Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri fjalla um áhrif skólastjóra á námsárangur nemenda.

Haldnar verða málstofur þar sem skólastjórnendur sem hafa lokið rannsóknum á meistarastigi munu kynna verkefni sín. Í lok dags verður boðið upp á Menntabúðir þar sem skólastjórnendur skiptast á hagnýtum hugmyndum og leiðum sem þeir hafa nýtt í starfsþróun.
 

 

10. október

Kl. 10:00-11:00 Starfsþróun skólastjórnenda og kennara. Kay Livingston, professor of Educational Research, Policy and Practice in the School of Education, University of Glasgow.
Kl. 11:00-11:45 Umræður á borðum og fyrirspurnir til fyrirlesara.  
Kl. 11.45-12:00 Kaffi.  
Kl. 11:45-12:45 Áhrif skólastjóra á námsárangur nemenda. Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarnes.
Kl. 12:45-13:45 Matur.  
Kl. 14:00-14:40 Fyrri málstofur. Málstofur fara fram í Sunnulækjarskóla og verður hver flutt tvisvar sinnum.
Kl. 14:50-15:30 Seinni málstofur.  
Kl. 15:30-15:45 Kaffi.  
Kl. 15:45-17:00 Menntabúðir.

Skólastjórnendur skiptast á hagnýtum hugmyndum og leiðum sem þeir hafa nýtt í starfsþróun.

Hægt er að:

 • að segja frá vel heppnuðum leiðum/aðferðum í starfsþróun (t.d. leshringir, handleiðsla, jafningjastuðningur, innanhúsþing, kaffihúsafundir, skólaheimsóknir),
 • spyrja spurningar eða velta upp vandamáli,
 • sýna eyðublöð, vefsíðu/app/myndband og útskýra hvernig slíkt nýtist í starfsþróun,
 • deila öllu því sem skólastjórnendum gæti þótt gagnlegt og fróðlegt varðandi skipulag og framkvæmd starfsþróunar.
     

Lýsing á málstofum

Að bera sig eftir björginni, stuðningur við nýja skólastjóra í starfi.
Ingibjörg Magnúsdóttir, Hraunvallaskóla.
Kynntar verða niðurstöður úr eigindlegri rannsókn sem unnin var 2013. Í henni var skoðað hvaða stuðning nýir skólastjórar fá frá sveitarfélaginu þegar þeir hefja störf. Skoðaður var bæði formlegur og óformlegur stuðningur sem skólastjórar fengu. Rætt var við skólastjóra, starfsmenn á fræðsluskrifstofu og fleiri einstaklinga sem komu að stuðningi með einhverjum hætti. Áhersla var lögð á að ræða við skólastjóra sem höfðu hlotið handleiðslu fyrsta árið sitt í starfi.

Stuðningur stjórnenda á vettvangi við kennarateymi.
Bryndís Björnsdóttir, deildarstjóri/staðgengill Naustaskóla.

„Það græða allir“. Viðhorf starfsmanna tveggja skóla til samreksturs leik- og grunnskóla.
Hilmar Björgvinsson, aðstoðarskólastjóri Lindaskóla.
Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að fá fram viðhorf skólastjórnenda og starfsmanna skóla til samreksturs leik- og grunnskóla m.a. í ljósi stofnanamenningar. Leitað var eftir mati þeirra á því hver er helsti ávinningur rekstrarformsins og hverjar eru helstu hindranirnar, hvernig samstarfi er háttað og hvernig stuðlað er að samfellu í námi nemenda. Rannsóknargagna var aflað í tveimur samreknum leik- og grunnskólum vorið 2013. Á málstofunni verða helstu niðurstöður rannsóknarinnar kynntar.

Reynsla skólastjóra af vinnustaðakönnunum Reykjavíkurborgar og tengsl við þjónandi forystu.
Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjóri Varmárskóla.
Á Íslandi er krafa um framsækið skólastarf og samkvæmt íslenskum lögum ber skólastjórnendum grunnskóla að vinna að innra mati skólastarfs á markvissan og kerfisbundinn hátt. Einn þáttur í þessu mati eru vinnustaðakannanir á vegum sveitastjórna sem lagðar eru fyrir starfsfólk grunnskóla árlega. Viðfangsefni rannsóknar minnar var að skoða reynslu skólastjóra af vinnustaðakönnun Reykjavíkurborgar og hvort þeir telji niðurstöður hennar nýtast til umbóta í skólastarfi. Rætt var við átta skólastjóra sem starfa hjá Reykjavíkurborg sem höfðu nokkra reynslu af vinnustaðakönnunum, fjóra karlmenn og fjórar konur sem og einn mannauðsráðgjafa af Skóla- og frístundasviði. Rannsóknin var eigindleg með fyrirbærafræðilegri nálgun og var gögnum safnað með hálfopnum viðtölum. Við frekari greiningu ganga var stuðst við hugmyndafræði Þjónandi forystu og skoðað hvort greina mætti hana í niðurstöðum rannsóknar og hvort hún endurspeglist í vinnustaðakönnunum. Fjallað verður um helstu niðurstöður og farið yfir vangaveltur tengdar þeim.

Starfsþróun í grunnskólum - Von er ekki aðferð.
Gunnar Gíslason, fræðslustjóri Akureyrar.
Fjallað verður um það hvað einkennir árangursríka starfsþróun samkvæmt nýlegum rannsóknum og kenningum fræðimanna. Hvað þarf til að skipuleggja og viðhalda árangri starfsþróunar. Nám alla ævi er oft nefnt í þessu sambandi. En hvers konar nám og við hvaða aðstæður? Farið verður yfir hugmyndir nokkurra fræðimanna og þær settar í samhengi við niðurstöður rannsóknar sem undirritaður hefur unnið að á þessu sviði undanfarin 2 ár.

Starfsþróun kennara í ljósi þjónandi forystu.
Þóra Hjörleifsdóttir, deildarstjóri Síðuskóla.
Starfsþróun er hluti af starfi kennara. Starfsþróun felur í sér að starfsmenn fái tækifæri til þróa áfram færni sína, þekkingu og viðhorf og geti þannig nýtt hæfileika sína og dafnað í starfi. Starfsþróun getur verið ávinningur náms eða árangurs í starfi þar sem oftar en ekki horft er til uppbyggingar á framtíðarfærni. Skólastjóri er ábyrgur fyrir framkvæmd og úrvinnslu starfsþróunaráætlana.

Þjónandi forysta er hugmyndafræði sem gengur út á að leiðtoginn sé þjónn samstarfsfólks síns, sé hvetjandi, styðjandi og efli það til að verða sjálft þjónandi leiðtogar. Hinn þjónandi leiðtogi spyr spurninga á við: ,,Hvers þarfnast fólk? Hvernig get ég og stofnun mín komið til móts við þarfir þess?" Þannig leitast hann ætíð við að greina og mæta þörfum annarra til að stofnunin eða fyrirtækið nái sem bestum árangri.

Umræðustofa #Stafræn starfsþróun.
Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri Þelamerkurskóla.
Í þessari umræðustofu velti ég fyrir mér spurningunni hvort stafræn starfsþróun henti hverjum sem er eða hvort hún sé bara eitthvað fyrir nörda? Til að svara spurningunni segi ég frá eigin reynslu í því að nýta netið og samskiptamiðla í eigin starfsþróun og ber hana saman við bókina Digital Leadership eftir Eric Sheninger.

Umræðustofa um Talís.
Í þessari umræðustofu ræða þátttakendur um helstu niðurstöður Talís rannsóknarinnar og velta fyrir sér hvort og hvernig beri/sé hægt að bregðast við þeim.

 

Árshátíð

Árshátíð Skólastjórafélags Íslands verður haldin föstudagskvöldið 10. október á Hótel Selfossi og hefst hún kl. 20:00.

 

11. október

Aukaaðalfundur SI stendur frá 9:30-13:00 og hefst hann á því að Ragnar F. Ólafsson, sérfræðingur hjá Námsmatsstofnun, ræðir um hvernig niðurstöður Talís ættu að geta nýst í starfsþróun skólastjóra og kennara. Að loknu erindi hans verður gengið til dagskrár aukaðalfundar þar sem meginefni fundarins verður að gera breytingar á lögum Skólastjórafélags Íslands til samræmis við ný lög Kennarasambands Íslands í sem samþykkt voru í apríl 2014.

 

Kl. 09:30-10:30 Hvernig geta niðurstöður Talís nýst í starfsþróun skólastjóra og kennara? Ragnar F. Ólafsson, sérfræðingur hjá Námsmatsstofnun.
Kl. 10:30-10:45 Kaffi.  
Kl. 10:45-13:00 Aukaaðalfundur SÍ. Skýrsla stjórnar 2013-2014.
    Kynning á ársreikningum.
    Lagabreytingar.
Tillögur að lagabreytingum voru sendar út til félagsmanna í byrjun september. Til þess að lagabreytingar nái fram að ganga verða þær að hljóta samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða. Breytingar á lögum koma fyrst til framkvæmda þegar stjórn KÍ hefur staðfest þær. Þar sem um er að ræða aukaaðalfund er rétt að ítreka að samkvæmt 19. gr. laga félagsins þurfa tillögur að lagabreytingum að hafa borist stjórn 8 vikum fyrir aðalfund.
    Önnur mál.
     

 

 

Tengt efni