is / en / dk


Árleg námstefna Skólastjórafélags Íslands verður haldin dagana 11. - 12. október 2019 á Hótel Selfossi

Námstefnan verður með breyttum hætti. Byrjað er á föstudagsmorgni með tveimur fyrirlestrum en eftir hádegi verður aðalfyrirlesari Andy Hargreaves með erindi frá kl. 13 fram að kaffi og eftir kaffi til kl. 16:00. Að þessu sinni verða ekki málstofur að loknum fyrirlestrum á föstudegi.

Klukkan 10:00 á laugardagsmorgni er byrjað aftur með Andy Hargreaves til hádegis en árlegur félagsfundur verður eftir það að lokinni hressingu.

Önnur nýjung í tengslum við námstefnuna er að gert er ráð fyrir 18 holu golfmóti á Svarfhólsvelli Selfossi fyrir félagsmenn kl. 13:00, fimmtudaginn 10. október 2019, þar sem ræst verður út á sama tíma á öllum teigum. Að afloknu golfmóti verður sameiginleg máltíð í golfskálanum. Verði verður stillt í hóf bæði á þátttökugjaldi og sameiginlegri máltíð. Hægt er að panta gistingu á Hótel Selfossi einnig á fimmtudagskvöldinu. Þeir sem hafa hug á að taka þátt í golfmótinu eru beðnir um að skrá sig þar sem fjöldi þátttakenda í mótinu verðu takmarkaður. SKRÁNING Á GOLFMÓT FER FRAM HÉR.

 

 

Kl. 09:00 - 10:00 Skráning þáttakenda. Morgunhressing.
Kl. 10:00 - 11:00 Traust - Virðing - Ábyrgð.
Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari.
Kl. 11:00 - 12:00 Kennslufræðileg forysta skólastjórnenda.
Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Árbæjarskóla.
Kl. 12:00 - 13:00 Hádegisverður.
Kl. 13:00 - 14:30 Fyrirlestur.
Andy Hargreaves, research Professor, Lynch School of Education, Boston College, USA, visiting professor, University of Ottawa, Canada.
Kl. 14:30 - 15:00 Kaffi.
Kl. 15:15 - 16:00

Fyrirlestur, framhald.
Andy Hargreaves.

   

 

 

Kl. 19:00 - 20:00 Móttaka í boði sveitarfélagsins Árborgar.
Kl. 20:00 - 01:00

Árshátíð Skólastjórafélags Íslands.

   

 

 

Kl. 10:00 - 12:00

Málstofa.
Andy Hargreaves.

Kl. 12:00 - 12:30

Hressing.

Kl. 12:30 - 13:30 Félagsfundur Skólastjórafélags Íslands.

 

  • Verð fyrir námstefnuna er 20.000 kr. - SKRÁNING. (Innifalinn er hádegisverður og kaffi á föstudegi ásamt hressingu í hádegi á laugardegi).
  • Verð fyrir árshátíðina 10.000 kr. - SKRÁNING.
     
  • SKRÁNING á hvoru tveggja, verð 30.000 kr.

 

Gistingu bókar hver og einn fyrir sig og mikilvægt er að þáttakendur panti gistingu tímanlega þar sem fjöldi gistirýma er takmarkaður. Reynt verður að útvega gistirými utan Hótels Selfoss ef gistirými þar klárast (í samvinnu við Hótel Selfoss).

Verð á gistingu á Hótel Selfossi er:
Einstaklingsherbergi með morgunverði kr. 16.000.-
Tveggja manna herbergi með morgunverði kr. 20.000.-

Gisting á Hótel Selfossi er pöntuð á eftirfarandi hátt:
Hringja í símanúmerið 4802500 og gefa upp bókunarnúmerið 31774 eða senda póst á info@hotelselfoss.is og gefa upp bókunarnúmerið 31774,

 

 

 

 

Tengt efni