is / en / dk


Árleg námstefna Skólastjórafélags Íslands verður haldin dagana 11. - 12. október 2019 á Hótel Selfossi

Námstefnan verður með breyttum hætti. Byrjað er á föstudagsmorgni með tveimur fyrirlestrum en eftir hádegi verður aðalfyrirlesari Andy Hargreaves með erindi frá kl. 13 fram að kaffi og eftir kaffi til kl. 16:00. Að þessu sinni verða ekki málstofur að loknum fyrirlestrum á föstudegi.

Klukkan 10:00 á laugardagsmorgni er byrjað aftur með Andy Hargreaves til hádegis en árlegur félagsfundur verður eftir það að lokinni hressingu.

Önnur nýjung í tengslum við námstefnuna er að gert er ráð fyrir 18 holu golfmóti á Svarfhólsvelli Selfossi fyrir félagsmenn kl. 13:00, fimmtudaginn 10. október 2019, þar sem ræst verður út á sama tíma á öllum teigum. Að afloknu golfmóti verður sameiginleg máltíð í golfskálanum. Verði verður stillt í hóf bæði á þátttökugjaldi og sameiginlegri máltíð. Hægt er að panta gistingu á Hótel Selfossi einnig á fimmtudagskvöldinu. Þeir sem hafa hug á að taka þátt í golfmótinu eru beðnir um að skrá sig þar sem fjöldi þátttakenda í mótinu verðu takmarkaður. SKRÁNING Á GOLFMÓT FER FRAM HÉR.

 

 

Kl. 09:00 - 10:00 Skráning þáttakenda. Morgunhressing.
Kl. 10:00 - 11:00 Traust - Virðing - Ábyrgð.
Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari.
Kl. 11:00 - 12:00 Kennslufræðileg forysta skólastjórnenda.
Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Árbæjarskóla.
Kl. 12:00 - 13:00 Hádegisverður.
Kl. 13:00 - 14:30 Fyrirlestur.
Andy Hargreaves, research Professor, Lynch School of Education, Boston College, USA, visiting professor, University of Ottawa, Canada.
Kl. 14:30 - 15:00 Kaffi.
Kl. 15:15 - 16:00

Fyrirlestur, framhald.
Andy Hargreaves.

   

 

 

Kl. 19:00 - 20:00 Móttaka í boði sveitarfélagsins Árborgar.
Kl. 20:00 - 01:00

Árshátíð Skólastjórafélags Íslands.

   

 

 

Kl. 10:00 - 12:00

Málstofa.
Andy Hargreaves.

Kl. 12:00 - 12:30

Hressing.

Kl. 12:30 - 13:30 Félagsfundur Skólastjórafélags Íslands.

 

  • Verð fyrir námstefnuna er 20.000 kr. - SKRÁNING. (Innifalinn er hádegisverður og kaffi á föstudegi ásamt hressingu í hádegi á laugardegi).
  • Verð fyrir árshátíðina 10.000 kr. - SKRÁNING.
     
  • SKRÁNING á hvoru tveggja, verð 30.000 kr.

 

Gistingu bókar hver og einn fyrir sig og mikilvægt er að þáttakendur panti gistingu tímanlega þar sem fjöldi gistirýma er takmarkaður. Nú er uppselt í gistingu á Hótel Selfossi og kominn inn nýr gististaður, Hótel South coast, sem er beint á móti Hótel Selfossi.

Verð á gistingu á Hótel Selfossi er:  UPPSELT
Einstaklingsherbergi með morgunverði kr. 16.000.-
Tveggja manna herbergi með morgunverði kr. 20.000.-

Gisting á Hótel Selfossi er pöntuð á eftirfarandi hátt:
Hringja í símanúmerið 480 2500 og gefa upp bókunarnúmerið 31774 eða senda póst á info@hotelselfoss.is og gefa upp bókunarnúmerið 31774
,

 

Verð á gistingu á Hótel South Coast er:
Einstaklingsherbergi með morgunverði kr. 13.000.-
Tveggja manna herbergi með morgunverði kr. 15.000.-

Gisting á Hótel South Coast er pöntuð á eftirfarandi hátt:
Hringja í símanúmerið 464 1113 og gefa upp bókunarnúmerið 13772209. Þegar gestir hringja er nóg að tilkynna að þeir séu partur af námstefnunni 11. október 2019.

 

 

 

 

Tengt efni