is / en / dk

 

Námstefna Skólastjórafélags Íslands var haldin í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri föstudaginn 14. október. Yfirskrift námstefnunnar var að þessu sinni „Menntun til framtíðar og faglegt sjálfstæði“. Laugardaginn 15. október var ársfundur SÍ haldinn í Brekkuskóla.

 

DAGSKRÁ NÁMSTEFNU 14. OKTÓBER

Kl. 09:30-10:00   Hof opnar. Skráning, tónlist frá Tónlistarskóla Akureyrar og hressing.
Kl. 10:00-10:10   Setning og tónlistaratriði frá Hrafnagilsskóla.
Kl. 10:10-13:00   Aðalfyrirlestrar og hádegisverður í Menningarhúsinu Hofi.

 • Dr. Jón Torfi Jónasson, prófessor við Menntavísindasvið HÍ.
  Hvernig tengjum við saman skólastarf og pælingar um framtíðina? Ágrip. Glærur.
 • Trausti Þorsteinsson, dósent við Háskólann á Akureyri.
  Fagleg forysta og stjórnun í grunnskólum. Ágrip. Glærur.
 • Dr. Rúnar Sigþórsson, prófessor við kennaradeild HA.
  Sýnd veiði eða gefin? Hæfnimiðuð námskrá, fagleg ábyrgð og ávinningur nemenda. Ágrip. Glærur.

Á námstefnunni ræddu aðalfyrirlesarar hvort og þá hvernig skólarnir geta tekist á við verkefnið að mennta nemendur til framtíðar og hvaða straumar og stefnur hafa áhrif á það starf.

Dagskrá í Oddeyrarskóla, Akureyri kl. 14:00-16:00

Kl. 14:00-14:45   Málstofur, ath. uppfært skjal með stofunúmerum.
Kl. 14:45-15:00   Kaffihlé.
Kl. 15:00-15:45   Jafningjafræðsla (menntabúðir og umræðuborð), ath. uppfært skjal með stofunúmerum.
 

MÁLSTOFUR MENNTABÚÐIR UMRÆÐUBORÐ
Á málstofum kynna félagsmenn og fleiri meistaraverkefni sín eða hagnýt verkefni af vettvangi. Í menntabúðum geta félagsmenn og fleiri sýnt og sagt frá hagnýtum verkefnum og/eða hugmyndum af vettvangi. Á umræðuborðum geta félagsmenn og fleiri lagt fram hugmyndir eða spurningar til umræðu meðal jafningja.

 

   

ÁRSHÁTÍÐ

Árshátíð Skólastjórafélags Íslands verður haldin föstudagskvöldiðð 14. október á Hótel KEA.

Kl. 18:30   Móttaka á vegum Akureyjarbæjar í Ketilhúsinu.
Kl. 19:30   Árshátíð á Hótel KEA.

Gísli Einarsson er veislustjóri og Hvanndalsbræður spila fyrir dansi.

 

DAGSKRÁ ÁRSFUNDAR 15. OKTÓBER

Ársfundur Skólastjórafélags Íslands verður haldinn milli kl. 9:30 og 13:00 laugardaginn 15. október í Brekkuskóla á Akureyri.

Kl. 09:30-10:50   Erindi um starfsumhverfi skólastjóra.

 • Sigríður Margrét Sigurðardóttir, lektor við Háskólann á Akureyri.
  Stuðningur við skólastjóra í starfi. Ágrip. Glærur.
 • Dr. Elín Díanna Gunnarsdóttir, dósent við Háskólann á Akureyri.
  Áhrif streitu. Ágrip. Glærur.

Kl. 11:15-13:00   Ársfundur SÍ.

 

 

Tengt efni