is / en / dk


Námstefna Skólastjórafélags Íslands 2015 var haldin föstudaginn 9. október kl. 10:00 til 17:00 á Icelandair hótel Reykjanesbæ. Heiti námstefnunnar var Kennslufræðileg forysta skólastjórnenda („Student-Centered Leadership: How Leaders can make a Bigger Difference to Student Outcomes“) og var meginþema námstefnunnar kennslufræðileg forysta skólastjórnenda og áhrif hennar á námsárangur nemenda. Daginn eftir, laugardaginn 10. október, var ársfundur SÍ.

Í tengslum við meginþema námstefnunnar var Viviane Robinsson prófessor, við The University of Auckland á Nýja Sjálandi, með vinnustofu daginn fyrir námstefnuna eða fimmtudaginn 8. október.

Nánari upplýsingar eru um hvert efni fyrir sig fyrir neðan.

 

Til að fjalla um meginþema námstefnunnar, kennslufræðilega forystu skólastjórnenda og áhrif hennar á námsárangur nemenda, var Viviane Robinsson, prófessor við The University of Auckland á Nýja Sjálandi, með bæði vinnustofu 8, október og erindi á námstefnunni 9. október. Hér má sjá frekari upplýsingar um Viviane Robinsson og verk hennar.

Vinnustofa Vivianne Robinsson fyrir skólastjórnendur var haldin fimmtudaginn 8. október kl. 13:30-16:30.
 

Námstefna Skólastjórafélags Íslands var haldin föstudaginn 9. október frá kl. 10:00 til 17:00.
 

Kl. 10:00-10:10  Setning. Ingileif Ástvaldsdóttir, varaformaður SÍ.
Kl. 10:10-12:10  Kennslufræðileg forysta skólastjórnenda. Viviane Robinson.
Kl. 12:10-13:10  Matur.
Kl. 13:10-14:10  Menntabúðir - fyrri hluti.
Kl. 14:20-15:20  Menntabúðir - seinni hluti.
Kl. 15:20  Kaffi og veitingar.


Árshátíð Skólastjórafélags Íslands var haldin föstudagskvöldið 9. október kl. 20:00 á Icelandair hótel Reykjanesbæ. Fordrykkur var í boði Reykjanesbæjar kl. 18:30 í Duus safnahúsi.

 

Ársfundur Skólastjórafélags Íslands 2015 var haldinn laugardaginn 10. október kl. 10:00 til 13:00.
 

DAGSKRÁ:

  • Kynning á meistaraverkefni. Jóhann Geirdal. Verkefnið fjallar um skóla og félagslegt umhverfi, samanburður á árangri nemenda í Pisa og félagslegu umhverfi þeirra á Reykjanesi og Kraganum.
  • Skýrsla stjórnar.
  • Kynning á ársreikningum.
  • Önnur mál.

Fyrirlestur sem hinn virti fræðimaður og prófessor, Viviane Robinson, hélt á námstefnu SÍ 2015 í Reykjanesbæ er aðgengilegur fyrir þá sem hafa áhuga á að hlýða á. 

Robinson er sérfræðingur í kennslufræðilegri forystu og hefur bók hennar Student-Centered Leadership verið þýdd á fjölda tungumála og seld um allan heim. Robinson leggur fram ýmsar hugmyndir um hvernig skólastjórnendur geti komið hugsjónum sínum í framkvæmd, eflt og bætt gæði kennslu og náms – og þar með bætt árangur nemenda. 

Upptakan er í þrískipt vegna lengdar;
1. hluti   -   2. hluti   -   3. hluti.
Það þarf að slá inn lykilorð og er það skolastjori13.

 

 

Tengt efni