is / en / dk

 

Námstefna Skólastjórafélags Íslands var haldin á Grand hóteli og Laugalækjarskóla, Reykjavík föstudaginn 13. október. Yfirskrift námstefnunnar var „Grunngildi menntunar og innleiðing nýsköpunar og tækni í skólastarfi“. Laugardaginn 14. október kl. 10:00-13:00 var aðalfundur félagsins haldinn í Laugalækjarskóla.
 

 

Kl. 09:30-10:00 Skráning, kaffi og ávextir.
Kl. 10:00-10:10 Setning námstefnu og skipun námstefnustjóra.
Ingileif Ástvaldsdóttir, varaformaður SÍ.
Kl. 10:10-11:00 Þróun faglegrar forystu og lærdómssamfélags, hér og þar. Hlutdeild og hríslun.
Birna María Brattberg Svanbjörnsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri.
Kl. 11:00-11:50 Nýsköpun í skólastarfi.
Ingvi Hrannar Ómarsson, kennsluráðgjafi í Skagafirði. Ingvi Hrannar starfar við skóla- og tækniþróun grunnskólanna í Skagafirði.
Kl. 11:50 -12:50 Matur.
Kl. 12:50-13:40 Courageous Edventures.
Jennie Magiera, fræðslustjóri í Chicago.
Magiera er einn af mörgum fræðslustjórum í Chicago og hefur haldið fjölda erinda víða um heim um innleiðingu rafrænna kennsluhátta. Erindið byggir hún á bók sinni Courageous Edventures þar sem hún miðlar eigin reynslu og gefur góð ráð við innleiðingu nýjunga í skólastarfi. 
   
Laugalækjarskóli
Kl. 14:00-14:45 Menntabúðir og málstofur.
Í menntabúðunum fá þátttakendur að kynnast og prófa sjálfir nýjungar og tækni í skólastarfi.
Í málstofunum kynna félagsmenn og fleiri meistaraverkefni sín eða hagnýt verkefni af vettvangi.
Kl. 14:45-15:00 Kaffi.
Kl. 15:00-15:45 Menntabúðir og umræðuborð.
Í menntabúðunum fá þátttakendur að kynnast og prófa sjálfir nýjungar og tækni í skólastarfi.
Í umræðuborðum geta félagsmenn og fleiri lagt fram hugmyndir eða spurningar til umræðu meðal jafningja.
   

Árshátíð Skólastjórafélags Íslands var haldin 13. október á Grand Hótel Reykjavík.

Kl. 18:30   Móttaka og fordrykkur i Ráðhúsi Reykjavíkur.
Kl. 20:00   Kvöldverður á Grand Hótel Reykjavík.
 

Aðalfundur SÍ var haldinn laugardaginn 14. október kl. 10:00-13:00 í Laugalækjarskóla.
 

DAGSKRÁ
a. Fundarsetning og skipan embættismanna.
b. Kosnar starfsnefndir: Menntamálanefnd, Kjaranefnd og Allsherjarnefnd.
c. Skýrsla stjórnar.
d. Reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
e. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
f. Lagðar fram tillögur stjórnar, nefnda og einstaklinga.
g. Nefndir starfa.
h. Nefndaskil.
i. Lagabreytingar.
j.

Kosningar:

 • Kosning fulltrúa í samninganefnd.
 • Kosning skoðunarmanna reikning.
 • Kosning formanns.
 • Kosning nýrrar stjórnar.
k. Önnur mál.
   

 

 • Verð fyrir námstefnuna er 16.000 kr. - SKRÁNING.
 • Verð fyrir árshátíðina er 13.000 kr. - SKRÁNING.
   
 • SKRÁNING á hvoru tveggja, verð 29.000 kr.
   

 

 

Tengt efni