is / en / dk

Hér verða birt greinarkorn skólastjórnenda um skólamál, kjaramál og félagsleg mál. Stefnt er að því að birta tvö til þrjú greinarkorn í mánuði. Fyrsta kornið er frá Ingileif Ástvaldsdóttur, skólastjóra Þelamerkurskóla og fjallar hún um iðjuþjálfun í grunnskóla.

 

Á vorönninni sem senn er á enda hef ég sótt tíma í Háskólanum á Akureyri í náminu . Námskeiðið sem ég hef sótt heitir Upplýsingatækni og starfsþróun til framtíðar. Hluti af því hefur verið að læra á Phyton forritun og æfa sig í notkun hennar. Fyrir mig var það heilaleikfimi sem tók á þolinmæðina og fékk mig nokkrum sinnum til að efast um getu mína sem námsmaður. En sem betur fer mátti „hringja í vin“ og hin stafræna veröld hefur heldur betur aðstoðað við það sem komið er. Enn á ég þó eftir að vinna lokaverkefnið í þeim hluta námskeiðsins og á þessum vettvangi verður ekki sagt frá „afrekunum“ í þessum hluta námskeiðsins. Hinn hluti námskeiðsins fjallaði um „skóla framtíðarinnar“ og pælingum um hvaða áhrif nútíma- og möguleg framtíðart...
Ég trúi því einlæglega að menntun sé mikilvægasta sameiginlega verkefni hvers samfélags. Hluti menntunar fer fram í skólum og miklum fjármunum er varið í menntakerfið. Því er mikilvægt að hugað sé vel að því hvað þar er gert og hvernig. Umræða um menntamál er mikilvæg til að þróa og þroska hugmyndir um það hvernig best sé staðið að þeim málum. Oft finnst okkur skólafólkinu lítið fara fyrir slíkri umræðu í samfélaginu og því er réttast að fagna öllum tilraunum til að koma menntamálum á dagskrá. Samtök atvinnulífsins gera slíka tilraun þegar þau birta hugsanir sínar á vef samtakanna undir fyrirsögninni: Er tímabært að stytta grunnskólanám? Það er mjög gild spurning og í hugleiðingum SA er farið um víðan völl og víða villst í tölfræði OECD ...
Fimmti kafli grunnskólalaga fjallar um hlutverk foreldra í skólagöngu barna sinna. Þar eru tíunduð réttindi og skyldur bæði foreldra og skóla um þetta samstarf. Í kaflanum segir að foreldrar skulu gæta hagsmuna barna sinna, að þeir eigi rétt á upplýsingum um skólastarfið og skólagöngu barna sinna, að þeim sé skylt að veita grunnskóla upplýsingar um barn sitt sem eru nauðsynlegar fyrir skólastarfið og velferð barnsins skulu hafa samráð við skólann um skólagöngu barna sinna, fylgjast með og styðja við skólagöngu þeirra og námsframvindu og stuðla að því að börnin mæti úthvíld í skólann og fylgi skólareglum skulu fá tækifæri til að taka þátt í námi barnsins, svo og í skólastarfinu almennt. Sjöundi kafli hnykkir svo á skyldum skólans í samst...
Ég var svo heppin að fá tækifæri til að heimsækja nokkra skóla í Vínarborg í janúar og spyrja skólafólk spjörunum úr um skólakerfið. Við getum margt lært af þeim og þeir gætu auðvitað lært ýmislegt af okkur. Sérstaka athygli vakti það sem er frábrugðið því sem algengast er á Íslandi og langar mig að deila með ykkur nokkrum atriðum. Skólakerfið í Austurríki er talsvert frábrugðið okkar. Þeir skólar sem ég skoðaði og aflaði upplýsinga um eru allir í Vín, kerfið þar er að miklu leyti samræmt en mér láðist að spyrja hvort þetta væri eins um allt landið. Í Vín býr um 1,8 milljón manna þannig að þrátt fyrir að ekki séu mörg börn í hverri fjölskyldu eru þar margir skólar. Þar er skólaskylda og foreldrar eru ábyrgir fyrir því að öll börn stu...
Það færist sífellt í vöxt að grunnskólum berist erindi frá aðilum utan skólakerfisins, þar sem farið er fram á að skólastjórar og kennarar bregði frá lögbundnum störfum sínum með nemendum og gangi þess í stað erinda ýmissa utanaðkomandi aðila. Stutt jógastund fyrir áhugahóp í Reykjavík um jóga, leikþáttur leikhóps sem á leið hjá, þátttaka í rannsókn einhvers metnaðarfulls fyrrum kennara sem kominn er í framhaldsnám, fyrirlestur alkóhólista um brennivínsdrykkju og eiturlyfjaneyslu og svo mætti lengi áfram telja. Í hverri viku berast skólunum margir tölvupóstar með beiðnum af þessu tagi þar sem utanaðkomandi aðili reynir að yfirtaka skólastarf grunnskólans með einum eða öðrum hætti og trufla hefðbundna kennslu. Séu þessir póstar hundsa...
Ólíkar skoðanir eru milli skólafólks og sveitarfélaga hversu hratt grunnskólar eiga að stíga inn í tækniöldina og sitt sýnist hverjum varðandi notkun snjalltækja í skólum. Sumir telja síma og spjaldtölvur tímaþjófa á meðan aðrir sjá aukin tækifæri í þessum tækjum til breytinga á skólastarfi. Ég viðurkenni að ég hef verið hikandi við að taka stór skref í tæknimálum og hef sveiflast eins og pendúll milli þess að segja; „já, að sjálfsögðu á að taka allar tækninýjungar inn því það er framtíðin“ og þess að segja: „við verðum að passa að missa þetta ekki úr böndunum og það er skólanna að halda nemendum að hefðbundnu vinnulagi, eins og að skrifa með blýanti á blað.“ Innblástur , bandarísks skólamanns og rithöfundar, á , sem fram fór í H...
Skólakerfið á Íslandi er að mörgu leyti mjög framúrstefnulegt. Það urðum við skólastjórnendur á Norðurlandi eystra áþreifanlega varir við á ráðstefnu skólastjórnenda í Evrópu, ESHA, síðastliðið haust. Þar voru meðal annars kynntir þeir hæfniþættir sem nemendur þyrftu að tileinka sér til að verða samkeppnisfærir í umhverfi 21. aldarinnar og viti menn – þar voru komnir lykilhæfniþættir úr aðalnámskrá grunnskóla frá 2011. Í inngangserindi sínu fjallaði Daan Rosengaarde um mikilvægi þess að við skólastjórnendur séum í fararbroddi þeirra sem styðja við skapandi hugsun, að við spyrjum opinna spurninga og látum nemendur finna að rödd þeirra skipti máli. Jafnframt að það skipti máli að þeir þrói með sér hæfni til að láta hana heyrast. Leiðar...
um kjaramál skólastjóra Flestir kannast við að finnast þeir vera sniðgengnir, hafðir útundan eða gleymdir. Þá er eins og enginn nenni að tala við mann, öllum sé sama. Stundum stafar þessi tilfinning bara af því að maður sjálfur er eitthvað illa upplagður og asnalegur, en þá er þetta líka meira ímyndun en raunveruleiki. - Stundum er þetta hins vegar blákaldur raunveruleikinn, - staðreynd, - það vill í raun og veru enginn tala við mann, a.m.k. ekki um neitt sem einhverju máli skiptir. Þegar þannig er komið fyrir manni er oftast tímabært að líta í eigin barm - athuga hvort manni hefur einhvers staðar orðið á í messunni - athuga hvort maður gæti hugsanlega gert betur á einhverju sviði. Margt bendir til að samninganefnd Skólastjórafélag...
Nú líður að samræmdum könnunarprófum í grunnskólum í 4., 7. og 10. bekk. Að vissu marki er ákveðinn sjarmi yfir þessum prófum því nemendur, kennarar og foreldrar setja sig í stellingar og allir reyna að ná sem bestum árangri. Í framhaldinu fer fram árleg umræða um niðurstöður prófa og þá er því miður sjaldnast umræðuefnið að börnin hafi staðið sig vel og gert sitt besta. Oftar en ekki snýst umræðan um hversu börnin eru illa stödd og hvað gekk illa. Aðrir benda á að prófin séu illa gerð og oft er sjónum beint að misgáfulegum lestextum sem menn ræða síðan fram og aftur á opinberum vettvangi. Spurt er hvað skipti mestu að börnin læri og tileinki sér. Er verið að prófa þá þætti á samræmdum könnunarprófum? Við í Grundaskóla hættum okk...
Dagana 8.-10. september s.l. var ég á fundi sem heitir . Fundinum lauk með fyrirlestri lektors við Háskólann í Umeå. Hún hefur rannsakað og skrifað um skólastjórnun í Svíþjóð. Á er hægt að hlusta á hana segja frá áherslum sínum í starfi. Í fyrirlestri sínum sagðist hún leggja áherslu á að þegar rætt væri um skólastarf ætti að hafa í huga að það sé hlutverk þeirra sem starfa við skólann að skapa þar umhverfi og menningu þar sem nemendum finnst þeir vera öruggir og geta lært það sem skiptir máli án þess að annað í nærumhverfi þeirra hafi áhrif. Það er skylda þeirra sem starfa í skólum að taka tillit til aðstæðna barnanna. Nám nemenda og framtíð veltur að stórum hluta á því hvernig þeim vegnar í skólanum og starfsfólk skólanna hefur í...