Svæðisþing tónlistarskóla eru haldin í sautjánda sinn haustið 2019. Svæðisþingin eru samstarfsverkefni Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og Samtaka tónlistarskólastjóra (STS). Svæðisþingin eru öllum opin.
DAGSETNING | LANDSHLUTI | STAÐSETNING | DAGSKRÁ |
Miðvikudaginn 11. september | Edinborgarhúsið, Ísafirði | ||
Föstudaginn 13. september | Hótel Hérað, Egilsstöðum | ||
Miðvikudaginn 18. september | Hótel Borgarnes, Borgarnesi | ||
Föstudaginn 20. september | Hvammi, Grand hótel, Reykjavík | ||
Fimmtudaginn 10. október | Rauða húsið, Eyrarbakka | ||
Föstudaginn 11. október | Hamrar, Menningarhúsinu Hofi, Akureyri | ||
Svæðisþing tónlistarskóla 2018 voru haldin í sexánda sinn á haustmánuðum. Svæðisþingin eru samstarfsverkefni Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og Samtaka tónlistarskólastjóra (STS). Svæðisþingin eru öllum opin og fóru fram á eftirfarandi stöðum:
DAGSETNING | LANDSHLUTI | STAÐSETNING | DAGSKRÁ |
7. september | Vestfirðir | Hótel Ísafirði | Sjá hér |
12. september | Vesturland | Fosshótel, Stykkishólmi | Sjá hér |
14. september | Austurland | Safnaðarheimili Norðfjarðarkirkju, Neskaupstað | Sjá hér |
21. september | Norðurland | Sigló Hótel, Siglufirði | Sjá hér |
28. september | Höfuðborgarsvæðið | Grand Hótel Reykjavík | Sjá hér |
4. október | Suðurland & Suðurnes | Íþróttaakademíunni, Reykjanesbæ | Sjá hér |
Á þessum sex svæðisþingum tónlistarskóla haustið 2018 skiptu fjórir sálfræðingar frá sálfræðistofunni Líf og sál með sér að umsjón innleggs og hópastarfs undir yfirskriftinni „Þrífast í krefjandi starfi“ þar sem fjallað var m.a. um hópa sem við tilheyrum, neikvæð og jákvæð samskipti, streitu og kulnun, fagmennsku, og liðsanda og starfsánægju. Hér er hægt að skoða er samantekt úr innlegginu.
DAGSETNING | LANDSHLUTI | STAÐSETNING | DAGSKRÁ | |
7. september | Vestfirðir | Tónlistarskólanum á Ísafirði | Dagskrá | |
8. september | Austurland | Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum | Dagskrá | |
15. september | Vesturland | Tónlistarskólanum á Akranesi | Dagskrá | |
5. október | Suðurland og Suðurnes | Tónlistarskóla Árnesinga, Selfossi | Dagskrá | |
6. október | Norðurland | Gamla bauk, Húsavík | Dagskrá | |
27. október | Höfuðborgarsvæðið | Gallerí á Grand Hótel Reykjavík | Dagskrá |
Dagsetning | Landshluti | Staðsetning |
2. september | Vestfirðir | Hömrum í Tónlistarskóla Ísafjarðar |
9. september | Vesturland | Hótel Stykkishólmi |
16. september | Norðurland | Bláa húsinu, Siglufirði |
6. október | Suðurland/Suðurnes | Bláa lóninu |
7. október | Austurland | Hótel Valaskjálf |
14. október | Höfuðborgarsvæðið | Nauthóli, Nauthólsvegi |
DAGSKRÁ | DAGSKRÁ Á PDF | |
Kl. 09:00 | Kaffi og spjall | |
Kl. 09:30 | Bræðingur - tónlistaratriði | |
Setning þings | Dagrún Hjartardóttir, sérfræðingur á skrifstofu FT. | |
Spegill, spegill, herm þú mér | Sigríður Aðalsteinsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga kynnir vinnustofuna og safnar tillögum um umræðuefni frá þinggestum. | |
Kl. 10:00 | Sagan endalausa - kjaramál |
Kjaraviðræður FT og SNS. Hvað er eiginlega málið? Markmið og áherslur - samanburðarupplýsingar - gagntilboð FT. Oddur Jakobsson, hagfræðingur KÍ og Dagrún Hjartardóttir og Sigríður Aðalsteinsdóttir fulltrúar FT í samninganefnd, greina frá og sitja fyrir svörum. |
Kl. 12:00 | Hádegishlé - matur | |
Kl. 13:00 | „LHÍ og landsbyggðin - tækifæri eða tómt vesen“ | Tryggvi M. Baldvinsson, deildarforseti tónlistardeildar LHÍ, ræðir um samstarf deildarinnar við landsbyggðina og verkefnin sem þarf að leysa. Fyrst og fremst vill Tryggvi þó safna í sarpinn hugmyndum að samstarfsverkefnum og eiga gott samtal við fagfólkið á viðkomandi stöðum. |
Kl. 14:00 | Kaffi | |
Kl. 14:30 | Spegill, spegill, herm þú mér ... |
Hver er sjálfsmynd tónlistarkiennarans, glímur stéttin við ímyndarkrísu eða er hún í uppsveiflu? Lítum okkur nær, hvað stöndum við fyrir og hverjum viðjum við áorka?
Mögulegir punktar til umræðu: |
Kl. 16:00 | Þinglok | |
Svæðisþing tónlistarskóla fara fram í þrettánda sinn haustið 2015 og eru haldin undir yfirskriftinni „Framtíðarmúsík“. Á fyrri hluta svæðisþinga tónlistarskóla verður tekin fyrir eftirfarandi lykilspurning sem brennur á í starfsumhverfi tónlistarskóla:
HVERNIG NÁST SAMEIGINLEG MARKMIÐ UM EFLINGU TÓNLISTARNÁMS Á ÍSLANDI?
Þann 13. maí 2011 undirrituðu ríki og sveitarfélög samkomulag um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms. Samkomulagið rennur sitt skeið á næsta ári og algjör óvissa ríkir um framhaldið. Ráðamönnum er boðið til samræðu og samstarfs um hvernig meginmarkmiðin með gerð samkomulagsins verði best tryggð til framtíðar.
„Ríki og sveitarfélög efla tónlistarnám“ - frétt samningsaðila frá undirritun dró fram helstu atriði samkomulagsins.
„Felur aðkoma ríkisins í sér framlög til málaflokksins aukast um allt að 250 m.kr. á ári og að sveitarfélögin tryggja að nemendur geti stundað nám sitt án tillits til búsetu.“ ... „Sett verða ný lög um tónlistarskóla.“
Fyrri hluti þinganna fer fram í formi pallborðsumræðna sem hverfast um framangreinda lykilspurningu. Völdum ráðamönnum á hverju svæði er boðið að taka þátt í pallborðsumræðunum ásamt fulltrúum frá Samtökum tónlistarskólastjóra og Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum.
Innleiðing umræðna:
Sigrún Grendal, formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum
Innleiðing umræðna byggir meðal annars á eftirfarandi:
„Sviðsmyndir um mögulega stöðu tónlistarnáms á Íslandi árið 2030“ - samantekt niðurstaðna úr sviðsmyndavinnu um framtíð tónlistarnáms á Íslandi. Samantektin er afrakstur vinnufundar sem Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum stóð fyrir 4. febrúar 2015. Þátttakendur endurspegluðu þversnið hagsmunaaðila og komu m.a. úr hópi kennara, stjórnenda, nemenda í Listaháskóla Íslands og starfsmanna sveitarfélaga. Ráðgjafi hjá KPMG og sérfræðingur í framtíðarfræðum stýrði vinnunni.
„Hlutverk tónlistarskóla í skóla framtíðar“ - samantekt frá samnefndri málstofu sem haldin var í Hannesarholti 24. janúar 2014 í samstarfi Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Listaháskóla Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Málstofan samanstóð af 11 framsöguerindum og hópavinnu breiðs hóps þátttakenda undir stjórn stefnumótunarráðgjafa.
„Greining á kerfi tónlistarskóla á Íslandi“ - könnun FT (2009) unnin samhliða úttekt mennta- og menningarmálaráðuneytisins á list- og menningarfræðslu á Íslandi (Dr. Anne Bamford 2009 /ísl. þýðing 2011). Könnunin varpar ljósi á starfsemi tónlistarskóla og umfang kerfis tónlistarskóla á Íslandi.
SVÆÐISÞING TÓNLISTARSKÓLA Á VESTFJÖRÐUM
Haldið 4. september í Hömrum í Tónlistarskóla Ísafjarðar.
Stjórnandi pallborðsumræðna:
Ingunn Ósk Sturludóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar
Þátttakendur í pallborði:
Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar
Elías Jónatansson, bæjarstjóri í Bolungarvík
Margrét Halldórsdóttir, yfirmaður og sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar
Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar
Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar
SVÆÐISÞING TÓNLISTARSKÓLA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Haldið 12. september í Hvammi, Grand Hóteli.
Stjórnandi pallborðsumræðna:
Sigríður Aðalsteinsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga
Þátttakendur í pallborði:
Árni Harðarson, skólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs
Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga
Sigrún Grendal, formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum
Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar
SVÆÐISÞING TÓNLISTARSKÓLA Á SUÐURLANDI OG SUÐURNESJUM
Haldið 2. október á Hótel Selfoss.
Stjórnandi pallborðsumræðna:
Dagrún Hjartardóttir, sérfræðingur á skrifstofu FT
Þátttakendur í pallborði:
Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar
Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra
Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
Helga Sighvatsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga
Sigríður Aðalsteinsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga
SVÆÐISÞING TÓNLISTARSKÓLA Á NORÐURLANDI
Haldið 18. september í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.
Stjórnandi pallborðsumræðna:
Helgi Þorbjörn Svavarsson, verkefnastjóri/ráðgjafi hjá SÍMEY
Þátttakendur í pallborði:
Dagný Þóra Baldursdóttir, varaformaður skólanefndar Akureyrarbæjar
Hjörleifur Örn Jónsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri
Karl Frímannsson sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar
Sigrún Grendal, formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum
SVÆÐISÞING TÓNLISTARSKÓLA Á AUSTURLANDI
Haldið 11. september á Hótel Hallormsstað.
Stjórnandi pallborðsumræðna:
Dagrún Hjartardóttir, sérfræðingur á skrifstofu FT
Þátttakendur í pallborði:
Daníel Arason, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum
Helga Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi Fljótsdalshéraðs
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar
Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs
Þóroddur Helgason, fræðslustjóri Fjarðabyggðar
SVÆÐISÞING TÓNLISTARSKÓLA Á VESTURLANDI
Haldið 9. september í Menningarhúsinu Hjálmakletti, Borgarnesi.
Stjórnandi pallborðsumræðna:
Dagrún Hjartardóttir, sérfræðingur á skrifstofu FT
Þátttakendur í pallborði:
Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Borgarbyggðar
Jóhanna Guðmundsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Stykkishólms
Kolfinna Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar
Sigrún Grendal, formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum
Seinni hluti svæðisþinga tónlistarskóla fer fram í formi kjaramálafundar þar sem rýnt verður í samningaumhverfið.
Oddur Jakobsson, hagfræðingur Kennarasambands Íslands
Sigrún Grendal, formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum
Innlegg/umræður um hvaðeina sem brennur á þátttakendum á hverju svæðisþingi fyrir sig, - sbr. útsenda spurningu skipuleggjenda þar að lútandi.
Svæðisþing tónlistarskóla eru haldin í samstarfi Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og Samtökum tónlistarskólastjóra (STS).
Á síðustu svæðisþingum tónlistarskóla komu fram óskir um að hafa inntak næstu þinga námskeiðstengt og er upplegg þinganna á hausti komanda í þeim anda. Að þessu sinni verða svæðisþingin lögð undir málstofu og tilraunastofu um tónlistarnám byrjenda. Kjaramálin munu þó vera á sínum stað og loka þingunum.
MÁL- OG TILRAUNASTOFA UM TÓNLISTARNÁM BYRJENDA
Paul Griffiths kennari við Guildhall School of Music and Drama stýrir mál- og tilraunastofu um tónlistarnám byrjenda.
Málstofa
Dagskráin mun hefjast með innleiðingu Paul Griffiths sem mun m.a. leggja út frá samnefndu námskeiði Sigrúnar Sævarsdóttur-Griffiths sem fram fer dagana 15.-17. ágúst í Nýja tónlistarskólanum í Reykjavík. Þar varpar Sigrún fram eftirfarandi spurningu:
Hvernig er mögulegt að nálgast fyrstu skrefin í tónlistarnámi á skapandi, spennandi og gefandi hátt sem veitir rétta undirstöðu, kveikir áhuga en byggir hugsanlega á breyttum áherslum?
Að lokinni innleiðingu taka við samræður og skoðanaskipti um áhersluatriði í tónlistarnámi byrjenda og því m.a. velt upp hvort hugsanlegt sé að setja námið upp á fleiri vegu en tíðkast í dag.
Tilraunastofa
Í framhaldi af málstofunni tekur við tilraunastofa þar sem Paul vinnur praktískt með þátttakendum út frá þeim atriðum sem fram komu á málstofunni. Á tilraunastofunni gefst m.a. tækifæri til að skoða skapandi ferla tónlistarnáms og samþættingu ólíkra þátta í náminu.
Námskeiði Pauls lýkur með því að þátttakendur skiptast á skoðunum í smærri hópum um tilraunir dagsins með hliðsjón af fagreynslu sinni. Niðurstöðum gerð skil í lokin.
KJARAMÁL
Kjaramál verða til umræðu í lok þinganna. Efnistök þessa dagskrárliðar munu taka mið af þróun mála í kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga og skýrast mál þegar nær dregur.
Svæðisþing tónlistarskóla eru haldin í ellefta sinn og fara fram á sex stöðum út um land eins og síðustu ár. Sem fyrr er leitast við að láta viðfangsefni þinganna endurspegla þau hagsmunamál sem eru brýnust hjá stéttinni hverju sinni.
Undir liðnum „Heiti potturinn“ munu þátttakendur eiga samræðu um nokkur af þeim faglegu málum sem efst eru á baugi um þessar mundir, s.s. lög um tónlistarskóla, kennaramenntun, lögverndun starfsheitis/starfsréttinda, endurskoðun aðalnámskrár o.fl. (sjá nánar á næstu síðu). Púlsinn verður tekinn á stöðu mála og næstu skref rædd. Eftir atvikum verða ályktanir bornar upp um einstök mál.
Á svæðisþingum tónlistarskóla 2012 fór fram hópavinna með „þjóðfundarsniði“ þar sem lagt var upp með spurninguna „Hvað liggur þér á hjarta?“. Samantekt frá þessum lið verður dreift og spurningunni „hvað svo?“ varpað fram.
Á ársfundi Félags tónlistarskólakennara 2012 voru drög að „manifesto“ lögð fram og rædd. Stefnan hefur verið gefin út í bæklingi undir yfirskriftinni „Tónlist er fyrir alla“ og verður hann lagður fram á þingunum.
Kjarasamningar stéttarinnar renna út 31. janúar næst komandi og verða kjaramál tekin fyrir á svæðisþingunum undir yfirskriftinni „Hvað segja félagsmenn? – Áherslur í næstu kjarasamningum? – Hvert stefnir?“ Oddur S. Jakobsson, hagfræðingur Kennarasambands Íslands og Sigrún Grendal, formaður FT munu fara yfir sviðið. Niðurstöður úr könnun FT haust 2013 verða kynntar og speglaðar í samræðu við þátttakendur á þingunum. Kjaraleg staða stéttarinnar og þróun í kjaramálum undangengin ár verður skoðuð í samanburði við viðmiðunarhópa og horft til framtíðar.
Innleiðing „skapandi þáttar“ í tónlistarkennslu
Á þingunum verður sjónum beint að hinum „skapandi þætti“ í tónlistarkennslu. Rýnt verður í svör félagsmanna við spurningum um þennan þátt í könnun félagsins sem er í gangi. Þátttakendum verður skipt í hópa og gefið tækifæri til að miðla reynslu sinni af innleiðingu þessa þáttar í tónlistarskennsluna, s.s. hvaða nálgun er viðhöfð, hvaða efni er notað, er eitthvað sem vantar o.s.frv. Auk þess að ræða hvernig innleiðing þessa þáttar hefur til tekist í skólastarfi tónlistarskóla verða tengslum þáttarins við grunnþáttinn „sköpun” í nýrri menntastefnu fyrir leik-, grunn– og framhaldsskóla velt upp.
Á þingunum munu þátttakendur stilla saman strengi með „tónsköpun“ í upphafi þinga og eftir hádegishlé. Góð ábending barst frá félagsmanni um meiri tónlistarvirkni og verður þetta vonandi að föstum lið á svæðisþingunum!
BRÝNUSTU HAGSMUNAMÁL Á SVIÐI TÓNLISTARFRÆÐSLU UM ÞESSAR MUNDIR
Dagskrá:
9:30 Tónsköpun
HEITI POTTURINN
Samræða um fagleg mál sem efst eru á baugi – Hver er staðan? – Hver eru næstu skref?
„Hvað liggur þér á hjarta?“ Samantekt frá svæðisþingum tónlistarskóla 2012 – hvað svo?
„Tónlist er fyrir alla“ – stefna Félags tónlistarskólakennara
10:40 Kaffihlé
Innleiðing „skapandi þáttar“ í tónlistarkennslu – Niðurstöður könnunar FT kynntar – Hvar stöndum við?
Samræður í minni hópum þar sem kennurum og stjórnendum gefst tækifæri til að miðla reynslu sinni af innleiðingu „hins skapandi þáttar“ (valþáttur í grunn- og miðprófum) í tónlistarkennslu og því hvernig þeir nálgast viðfangsefnið.
12:00 Matarhlé
13:00 Tónsköpun!
NIÐURSTÖÐUR KÖNNUNAR FT HAUSTIÐ 2013
Hvað segja félagsmenn? – Áherslur í næstu kjarasamningum? – Hvert stefnir?
Oddur S. Jakobsson, hagfræðingur Kennarasambands Íslands og Sigrún Grendal, formaður FT fara yfir sviðið.
14:30 Kaffihlé
Framhald
15:45 Þingslit
Svæðisþing tónlistarskóla haustið 2012 fara fram á eftirfarandi stöðum: Egilsstöðum, Akureyri, Ísafirði, Stykkishólmi, Reykjanesbæ og Reykjavík.
Um dagskrárefni þinganna
Rýnt verður í fyrirkomulag tónlistarkennslu í dag og horft fram veginn
Í aðdraganda svæðisþinga var framkvæmd könnun á því hversu miklar og/eða víðtækar breytingar hafa orðið á fyrirkomulagi kennslu í tónlistarskólum í kjölfar kreppunnar.
Spurt var um lengd kennslustunda á viku fyrir kreppu og hversu langar kennslustundirnar væru í dag. Spurt var bæði um hljóðfæra-/söngnám og aukagreinar og kannað var hvort kennslustundirnar væru mislangar eftir því á hvaða námsári nemendur væru. Þá var spurt um hvort breytingar hefðu orðið á umfangi hljómsveitarstarfs, kórastarfs, kammermúsík/samspili og meðleik.
Á svæðisþingunum kynnir Sigrún Grendal, formaður FT, niðurstöður könnunarinnar en síðan taka við umræður í hópum þar sem þátttakendum gefst tækifæri á að ræða kosti, galla, tækifæri og ógnanir sem kunna að felast í breytingum sem hafa átt sér stað og horfa fram veginn.
Það er mikilvægt fyrir stéttina að skoða hvort og þá hvaða breytingar hafa orðið á fyrirkomulagi tónlistarkennslu í gegnum þann niðurskurð sem fylgdi kreppunni. Við þurfum að vera vakandi fyrir þróun tónlistarkennslu og taka stefnumiðið sjálf með reglulegu millibili svo að „hamfarir“ eins og undangengin kreppa verði ekki helstu áhrifavaldar í þróun starfseminnar.
Sú nýja menntastefna sem birtist í aðalnámskrám leik-, grunn- og framhaldsskóla frá 2011 byggir á eftirfarandi sex grunnþáttum menntunar: Læsi í víðum skilningi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun.
Sigurjón Mýrdal og Björg Pétursdóttir, deildarstjórar á skrifstofu menntamála í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, skipta með sér að mæta á svæðisþing tónlistarskóla og ræða þar hvernig grunnþættir nýrrar menntastefnu snerta tónlistarkennara og hlutverk tónlistarskóla.
Öllu námi í framhaldsskóla er nú skipað á fjögur hæfniþrep sem skarast annars vegar við grunnskólastig og hins vegar við háskólastig. Þrepin lýsa stigvaxandi kröfu um þekkingu, leikni og hæfni nemenda í átt til sérhæfingar og aukinnar fagmennsku. Hæfniviðmið segja síðan til um þá hæfni sem miðað er við að nemendur búi yfir við námslok.
Fulltrúar ráðuneytisins munu kynna skipulag hæfniskipts náms og drög að hæfniviðmiðum fyrir listgreinar á framhaldsskólastigi en tónlistarnám skv. aðalnámskrá tónlistarskóla hefur verið tengt hæfniþrepum og metið til „framhaldsskólaeininga“ sem er nýtt einingamatskerfi framhaldsskólastigsins.
Þessi málefni snerta endurskoðun á aðalnámskrá tónlistarskóla og því brýnt að stéttin taki þau til umfjöllunar.
Í tilefni af opnun „Ísmús“ (gagnagrunnur með íslenskum músík- og menningararfi) sl. sumar hafa Tónlistarsafn Íslands og Nótan ákveðið að taka höndum saman um að setja íslenskan tónlistar- og menningararf í brennidepli og tengja þátttökuflokkinn frumsamið/frumlegt við íslenskan tónlistar- og menningararf á Nótunni 2013.
Tónlistarnemendur og – kennarar eru með því hvattir til að nýta sér íslenskan tónlistar- og menningararf með skapandi hætti í tónlistarkennslunni. Nálguninni eru engar skorður settar aðrar en þær að í atriðinu þarf nemandi (nemendur) að hafa unnið með eða út frá íslenskum tónlistar- og menningararfi með einhverjum hætti. Sem dæmi þá getur verið um útsetningar að ræða, tónverk sem byggir á fyrrgreindu efni, blöndun tónlistarstíla, hljóðblöndun, nýstárlegan flutning; hvað varðar hljóðfærasamsetningu, notkun tölvutækni; t.d. skjávarpa, þverfaglega nálgun, leikræna tilburði, o.fl.
Tónlistarsafn Íslands mun afhenda framúrskarandi atriði í þessum flokki sérstaka viðurkenningu.
Jón Hrólfur Sigurjónsson, varaformaður FT, kynnir vefinn www.ismus.is og þá möguleika sem þar felast í tengslum við framangreint.
Haldin á eftirtöldum sex stöðum: Egilsstöðum, Akureyri, Bolungarvík, Akranesi, Selfossi og Reykjavík.
Dagskrárefni:
Elín Anna Ísaksdóttir, tónlistarkennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, kynnir frumniðurstöður rannsóknar þar sem reynsla tónlistarkennara og skólastjórnenda af áfangaprófakerfinu var til skoðunar. Í erindi sínu kemur Elín Anna inn á eftirfarandi þætti: Samskipti við Prófanefnd varðandi umsóknarferli og einkunnaskil, form áfangaprófa og samskipti við prófdómara, markmið um samræmingu, stöðu nemandans í prófakerfinu o.fl. Rannsóknin er lokaverkefni Elínar Önnu í meistaranámi við Listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Umræður.
„Áhugi nemenda skiptir sköpum um framvindu og góðan námsárangur“.
Í grunn- og miðáfanga tónfræðanáms „er gert ráð fyrir samþættri kennslu tónfræðagreina þar sem inntak einstakra greina fléttast með ýmsum hætti saman við margvíslega virkniþætti, svo sem hljóðfæraleik, söng, hreyfingu, lestur, skráningu, hlustun, greiningu og sköpun.“
„Mikilvægt er að nám í tónfræðagreinum og hljóðfæranám myndi eina heild. Til að svo megi verða þarf að huga að heildarskipulagningu og markvissri samvinnu innan skólans. Brýnt er að í skólum séu þróaðar aðferðir til að styðja við slíkt samstarf svo að tryggja megi að nemendur fái heildstæða kennslu í tónfræðum og hljóðfæraleik.“ (Tónfræðinámskrá bls. 8-9).
Jón Hrólfur Sigurjónsson, tónfræðikennari, mun halda erindi um efnið með praktísku uppleggi fyrir þátttakendur. Kallað hefur verið eftir ábendingum um kennara á svæðunum til að taka þátt í efnissmiðju með dæmum um nálgun sem reynst hefur vel í þessu sambandi.
Tryggvi M. Baldvinsson, aðjúnkt við tónlistardeild Listaháskóla Íslands, stýrir smiðju undir yfirskriftinni „Hvernig kennum við tónlistarnemendum að skapa sína eigin tónsmíð?“ Fyrirkomulag smiðjunnar verður með eftirfarandi hætti:
Efni frá erindi Tryggva: | |
Glærur | |
10 tónstigar | |
Hryn mótíf |
Farið verður yfir framkvæmd nýrra ákvæða í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag tónlistarskólakennara og Félag íslenskra hljómlistarmanna frá 31. maí sl. Starfstími skóla verður sérstaklega ræddur og ákvæði um hlutanemendur og samkennslu.
Fyrirspurnir og umræður.
Haldin á áttunda sinn á sex stöðum: Egilsstaðir, Akureyri, Ísafjörður, Reykjanesbær, Borgarnes og Hafnarfjörður.
Dagskrárefni:
Elna Katrín Jónsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands og formaður Skólamálaráðs KÍ, heldur erindi um fagmennsku. Í erindi sínu kemur Elna inn á tengsl fagmennsku við starfsánægju og góðs starfsanda á vinnustöðum.
Hvernig tókst til 2010? / Fyrirkomulag Nótunnar 2011
„Úttekt á stöðu listfræðslu á Íslandi“
„Áskoranir fyrir tónlistarfræðslu á Íslandi“
Mismunandi skólalíkön skoðuð út frá þjónustu-, kostnaðar- og virknistuðlum, skiptingu í námsáfanga, kennslugreinum, aldri nemenda, markmiðum aðalnámskrár ofl.
Staða tónlistarskóla verður skoðuð og rædd út frá eftirfarandi vinklum: Niðurskurði (fjárframlög sveitarfélaga til tónlistarskóla árin 2008-2010), sameiningum skólastofnana (hver er sérstaða tónlistarskóla innan skólakerfisins sem fagstofnunar) og fagmennsku (mikilvægi starfsgleði og góðs starfsanda á krefjandi tímum). Innlegg og umræður.
Þann 21. september 2009 skipaði rektor Listaháskóla Íslands, Hjálmar H. Ragnarsson, vinnuhóp til að gera tillögur um námsbraut á meistarastigi í hljóðfæra- og söngkennslu við skólann. Vinnuhópurinn skilaði af sér greinargerð og tillögum 15. janúar síðast liðinn. Kynning og umræður.
Haldin í sjöunda sinn á sex stöðum: Safnaðarheimilið á Reyðarfirði, Hótel Núpur Dýrafirði, Sveitahótelið Sveinbjarnargerði við Eyjafjörð, Tónlistarskólinn á Akranesi, Hótel Örk Selfossi og Veisluturninn í Kópavogi.
Dagskrárefni:
Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskólakennara, og Árni Sigurbjarnarson, varaformaður Félags tónlistarskólakennara, kynna frumniðurstöður könnunar á starfsemi tónlistarskóla á Íslandi. Könnunin var send til tónlistarskóla í mars á þessu ári og er að hluta til endurtekning á könnun sem FT framkvæmdi í mars 2003. Könnunin er gerð í tengslum við heildarúttekt á listfræðslu á Íslandi sem menntamálaráðuneytið framkvæmdi á sama tíma.
Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, og Mist B. Þorkelsdóttir, forseti tónlistardeildar LHÍ, munu skipta með sér þátttöku á svæðisþingum tónlistarskóla og taka til umræðu nokkra þætti í starfsemi Listaháskólans sem snerta tónlistarskólakennara og stjórnendur með beinum hætti.
Árni Sigurbjarnarson, formaður fagráðs tónlistarskóla í FT, kynnir hugmynd að „Uppskeruhátíð tónlistarskóla“. Hugmyndin hefur verið í gerjun í nokkur ár og síðast liðið vor tóku formenn FT, FÍH og STS ákvörðun um að hrinda henni í framkvæmd á næsta skólaári.
Í menntamálaráðuneytinu hafa verið samin drög að frumvarpi til laga um tónlistarfræðslu. Drögin grundvallast á tillögum nefndar sem menntamálaráðherra skipaði 1. mars 2004 um endurskoðun á lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla. Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskólakennara, á sæti í nefndinni og mun kynna frumvarpsdrög ráðuneytisins ásamt athugasemdum Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Í pallborðsumræðum verða sjónarmið hagsmunaaðila, sem að þinginu standa, dregin fram. Jón Vilberg Guðjónsson, lögfræðingur í menntamálaráðuneytinu og formaður fyrrgreindrar nefndar, tekur þátt í pallborðsumræðum. (Jón Vilberg Guðjónsson tók einungis þátt á þinginu í Kópavogi).
Haldin í sjötta sinn á þremur stöðum: Rúgbrauðsgerðin Reykjavík, Tónlistarskóli Ísafjarðar og Mývatnssveit.
Dagskrárefni:
Árni Sigurbjarnarson, skólastjóri, segir frá kynnisferð íslenskra tónlistarkennara haustið 2007 til Finnlands þar sem fjórir tónlistarskólar í Helsinki voru heimsóttir: Resonaari, Brages Musikskola, East Helsinki Music Institute og Helsinki Pop & Jazz Conservatory.
Fulltrúar í ritstjórn aðalnámskrár tónlistarskóla, Kristín Stefánsdóttir aðstoðarskólastjóri og Sigurður Flosason tónlistarmaður, kynna inntak nýrrar námskrár fyrir rytmíska tónlist. Fyrirspurnir.
Tölulegar upplýsingar um áfangapróf
Kristín Stefánsdóttir, formaður Prófanefndar tónlistarskóla, kynnir upplýsingar frá Prófanefnd um fjölda áfangaprófa á ári eftir hljóðfærahópum. Upplýsingarnar verða bornar saman á milli hljóðfærahópa og skoðaðar með tilliti til fjölda nemenda á hvert hljóðfæri.
Hópumræður um greinanámskrár.
Spurningar frá menntamálaráðuneytinu og skipuleggjendum svæðisþinga lagðar til grundvallar í umræðunum.
Valþáttur í áfangaprófum
Kristín Stefánsdóttir formaður Prófanefndar tónlistarskóla kynnir upplýsingar um framkvæmd valþáttar á áfangaprófum, skoðað verður hvernig skiptingin er á milli valþátta á grunnprófi og hvort hún er breytileg á milli hljóðfæra, hvernig valþátturinn er nýttur í mið- og framhaldsnámi o.fl.
„Tónlistariðkun sem hugleiðing - Spuni sem rannsókn“.
Úlfar Ingi Haraldsson, tónlistarmaður, heldur erindi um skapandi starf.
„Work shop“.
Ástvaldur Traustason, skólastjóri Tónheima, og Úlfar Ingi Haraldsson, tónlistarmaður stýra „work shop“ um skapandi starf með sérstaka áherslu á þjálfun valþáttar í áfangaprófum.
Sigrún Grendal, formaður FT, og Björn Árnason, formaður FÍH, fara yfir stöðu mála í tengslum við komandi kjarasamningaviðræður. Könnun lögð fyrir félagsmenn.
Haldin í fimmta sinn á þremur stöðum: Bifröst, Hótel Kea Akureyri og Hótel Saga Reykjavík.
Dagskrárefni:
Laufey Ólafsdóttir tónlistarfulltrúi hjá Menntasviði Reykjavíkurborgar segir frá kynnisferð skólastjóra tónlistarskóla og grunnskóla í Reykjavík, stjórnmálamanna og embættismanna, til Minnesota sl. vor. Laufey gerir m.a. grein fyrir farvegi tónlistarkennslu í Minnesota, tilgangi ferðarinnar og lærdómi sem draga má af henni. Einnig mun Laufey gefa dæmi um verkefni sem styrkt hafa verið af nýjum Þróunarsjóði tónlistarskóla sem Reykjavíkurborg setti á laggirnar haustið 2005. Fyrirspurnir.
Starfsmenn menntamálaráðuneytisins huga nú að endurskoðun á aðalnámskrá tónlistarskóla. Umræður meðal stéttarinnar eru mikilvægur liður í því ferli sem fer af stað við endurskoðun aðalnámskrárinnar. Hafsteinn Guðmundsson fagottleikari og fulltrúi í Prófanefnd tónlistarskóla og Guðni Franzson tónlistarmaður munu halda framsöguerindi um þeirra skoðun og sýn á aðalnámskrá tónlistarskóla og síðan verður opnað fyrir umræður.
Fyrirhugað er að miðpróf í tónfræðagreinum á vegum Prófanefndar tónlistarskóla fari fram í fyrsta sinn vorið 2008 og mun Kristín Stefánsdóttir formaður Prófanefndar tónlistarskóla fara yfir fyrirkomulag og undirbúning þar að lútandi.
Ágúst Einarsson rektor við Háskólann á Bifröst kynnir „Vegvísi fyrir listfræðslu“, niðurstöðu heimsráðstefnu um listfræðslu sem fram fór í Lissabon 6.-9. mars 2006. Vegvísirinn eða Road Map for Arts Education er gefinn út af UNESCO og fjallar um þau tækifæri sem felast í listfræðslu til að mæta hugmyndum og kröfum um mikilvægi sköpunarkrafts og menningar á 21. öldinni.
Guðni Olgeirsson, fulltrúi menntamálaráðherra, og Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri í Reykjavík, flytja erindi þar sem þeirra sýn á inntak Vegvísisins er dregin fram en að þeim loknum fara fram pallborðsumræður um efni skýrslunnar.
Haldin í fjórða sinn á þremur stöðum: Tónlistarskóli FÍH Reykjavík, Hótel Kea Akureyri, Hótel Stykkishólmur.
Dagskrárefni:
Framsöguerindi flytja:
- Kristín Stefánsdóttir formaður og starfsmaður Prófanefndar og aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs.
- Haraldur Árni Haraldsson skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Vilberg Viggósson, skólastjóri Tónskólans Do Re Mí, kynnir nýtt samstarfsverkefni á vegum NUMU, sem eru Norræn samtök tónlistaruppalenda, um kennara og skólastjóraskipti á Norðurlöndum.
Kennsla yngri barna – Tónlistarkennsla/kennslufræði fullorðinna
Einstaklingskennsla – Hópkennsla – Einstaklingsmiðað nám?
Framsöguerindi flytja:
- Árni Sigurbjarnarson varaformaður Félags tónlistarskólakennara og skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur.
- Jón Hrólfur Sigurjónsson tónlistarkennari og formaður skólamálanefndar Félags tónlistarskólakennara.
Vilberg Viggósson, skólastjóri Tónskólans Do re mí, Atli Guðlaugsson, skólastjóri Listaskóla Mosfellsbæjar, Árni Sigurbjarnarson, skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur.
Kynning: Björn Th. Árnason formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna og Sigrún Grendal formaður Félags tónlistarskólakennara.
Haldin í þriðja sinn á þremur stöðum: Tónlistarskóli FÍH Reykjavík, Veitingastaðurinn Fiðlarinn á Þakinu Akureyri, salur Félags eldri borgara Akranesi.
Dagskrárefni:
„Hlutverk tónlistarskóla í samfélaginu – stefna hins opinbera“.
Kynning: Mist Barbara Þorkelsdóttir deildarforseti. Umræður.
Kynning: Guðni Olgeirsson sérfræðingur í skóla- og símenntunardeild í menntamálaráðuneytinu og Kristín Stefánsdóttir fulltrúi í ritstjórn aðalnámskrár tónlistarskóla. Fyrirspurnir og umræður.
Kynning: Jón Vilberg Guðjónsson lögfræðingur í menntamálaráðuneytinu. Fyrirspurnir og umræður.
Frummælendur og þeir sem pallborðið skipa: Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, Björn Þráinn Þórðarson, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Mosfellsbæjar, Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkur, Róbert A. Darling skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga og Gunnsteinn Ólafsson tónlistarkennari í Reykjavík.
Útgangspunktar umræðna:
- Hvers vegna rekur/styrkir sveitarfélagið tónlistarskóla? Hvert er hlutverk tónlistarskólans í samfélaginu? Hvernig samræmist það mennta- og menningarstefnu sveitarfélagsins?
Í aðalnámskrá tónlistarskóla segir m.a. „Mennta- og menningarhlutverk tónlistarskóla er að veita öllum, sem þess æskja, færi á að kynnast tónlistarnámi af eigin raun.“
- Hver er stefna sveitarfélagsins varðandi aðgengi að tónlistarnámi? Er aðgengi háð aldri? Eru skólagjöld hindrun? Hversu fjölbreytt er framboð tónlistarnáms, til hvað breiðs hóps nær það? Tekur þitt sveitarfélag við tónlistarnemendum úr öðrum sveitarfélögum? Borgar sveitarfélagið með nemendum sem þurfa að sækja nám sitt til annarra sveitarfélaga?
Haldin í annað sinn á þremur stöðum: Tónlistarskóli Ísafjarðar, Tónlistarskóli FÍH Reykjavík og í Mývatnssveit.
Dagskrárefni:
Kynning á undirbúningi nýrrar löggjafar – greinargerð FT.
Sigrún Grendal formaður Félags tónlistarskólakennara.
Lance D´Souza stjórnandi World Music Center og aðstoðarskólastjóri Århus Musikskole ásamt Cheikhou Diarra frá Senegal, tónlistarmanni og atvinnudansara, og Grisel Gonzales Brabo, tónlistarmanni og atvinnudansara frá Kúbu.
Framsögur, Björn Th. Árnason formaður FÍH, Haraldur Árni Haraldsson formaður STS og skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Sigrún Grendal formaður FT. Umræðuhópar.
Niðurstöður úr kjaramálakönnunum kynntar.
Farið yfir drög að kröfugerð vegna kjarasamningaviðræðna. Sigrún Grendal og Björn Th. Árnason.
Terje Adde varaformaður stærstu Samtaka tónlistarmanna í Noregi ávarpar fundinn og skýrir frá þeirra síðustu kjarasamningum sem voru jafnframt fyrstu samningar sameinaðra samtaka kennara og tónlistarmanna.
Haldin í fyrsta sinn á þremur stöðum: Hótel Selfoss, Mývatnssveit og Borgarnes.
Dagskrárefni:
Á Ísland sér sögu í tónlist?
Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur.
Þróun tónlistarfræðslu á Íslandi á 20. öld
Dr. Þórir Þórisson.
Að læra að kenna: Hvernig hefur menntun tónlistarskólakennara nýst þeim í starfi?
Dr. Þórir Þórisson.
Tónlistarmenntun og félagsleg tengsl: Týndi hlekkurinn
Robert Faulkner skólastjóri Tónlistarskóla Hafralækjarskóla.
Niðurstöður úr könnun Félags tónlistarskólakennara á starfi tónlistarkennara og þjónustu og umfangi tónlistarskóla
Sigrún Grendal formaður FT.
Aðalnámskrá – Áfangapróf
Kristín Stefánsdóttir formaður Prófanefndar tónlistarskóla og í ritstjórn aðalnámskrár tónlistarskóla og Robert Faulkner varaformaður Prófanefndar.
Kjaramál - fagleg þróun - staðan í dag - stefna
Hópavinna.
Sigrún Grendal formaður FT.