is / en / dk

10. Maí 2017

Tónlistarskóli Árnesinga óskar eftir að ráða til starfa píanókennara í um 75% starf á Laugarvatni og Selfossi frá og með 1. ágúst 2017.

Menntun og eiginleikar:

  • Tónlistarkennari III (samkv. kjarasamn. FT/FÍH) – með píanókennarapróf.
  • Tilbúinn að kenna e.t.v. fleiri greinar s.s. tónfræði eða gítar og sinna meðleik.
  • Eigi gott með mannleg samskipti.
  • Samviskusamur, skipulagður og skapandi.

Kennt er samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla.

Upplýsingar fást hjá skólastjóra í síma 861-3884. Umsóknarfrestur er til 2. júní 2017. Senda má fyrirspurnir og umsóknir í tölvupósti til robert@tonar.is.

Tónlistarskóli Árnesinga er einn af stærstu tónlistarskólum landsins með starfsemi á 12 kennslustöðum í sýslunni. Fjöldi nemenda er um 600 og starfa 30 kennarar við skólann.
 

Tengt efni