is / en / dk

Starfsáætlunin á við um stjórn FSL, samráðsnefnd, skólamálanefnd og samráðsnefnd

Skólamál

 • Stjórn í samráði við skólamálanefnd skal bera ábyrgð á því að koma skólastefnu KÍ á framfæri.
 • Stjórn í samráði við skólamálanefnd skal viðhalda umræðu um fagmennsku og gæði leikskólastarfs með hag nemenda að leiðarljósi.
 • Stjórn í samráði við skólamálanefnd skal eiga samvinnu við mennta og menningamálaráðuneytið og gera sig gildandi umsagnaraðila um lög og reglugerðir og önnur mál.
 • Stjórn og skólamálanefnd skal í samvinnu við stjórn FL og skólamálanefnd beita sér fyrir því að framtíðarsýn FSL FL og SNS verði komið á framfæri
 • Stjórn í samráði við skólamálanefnd skal eiga samvinnu við RannUng og fylgjast með og styðja við rannsóknir á leikskólastarfi
 • Stjórn í samráði við skólamálanefnd skal eiga samvinnu við þær stofnanir sem mennta leikskólakennara ekki síst á sviði vettvangsnáms .
 • Stjórn í samráði við skólamálanefnd skal eiga samvinnu við SÍ um starfsþróunartilboð fyrir stjórnendur
 • Stjórn í samráði við skólamálanefnd skal standa fyrir námstefnu í tengslum við ársfund vorið 2015.

Félagsmál

 • Stjórn, samráðsnefnd, skólamálanefnd og samninganefnd skulu alltaf stuðla að jákvæðri og áhugaverðri umræðu um leikskólastarf með það að markmiði að styrkja sjálfsmynd, innviði og ímynd stéttarinnar.
 • Stjórn og samráðsnefnd skulu viðhalda góðu samstarfi við FL í hvívetna.
 • Stjórn skal styðja við aðalmenn samráðsnefndar til þess að viðhalda félagsstarfi á svæðum
 • Stjórn beiti sér fyrir því markmiði að fjölga leikskólakennurum af báðum kynjum.
 • Stjórn ásamt samráðsnefnd heldur áfram að vinna að því að efla tengsl, samstarf og samstöðu við önnur kennarafélög á svæðum og innan KÍ.

Kjaramál

 • Stjórn og samninganefnd þrýstir á og hefur frumkvæði eftir því sem við á um aðgerðaráætlun með kjarasamningi sem gildir 1.maí 2014 til 31.maí 2015
 • Stjórn og samninganefnd styður og starfar með starfshópi um málefni sérfræðinga á skólaskrifstofum.
 • Stjórn og samninganefnd gengur til kjarasamninga með kröfugerð byggða á vilja félagsmanna og faglegum og kjaralegum forsendum.
 • Stjórn og samninganefnd hefur frumkvæði að því að kanna starfsumhverfi félagsmanna með tilliti til áherslna í kjarasamningum.

Tengt efni