is / en / dk

 

Samráðsnefnd er stjórn til ráðuneytis um starfsemi félagsins. Markmið Samráðsnefndar er að halda uppi öflugu samstarfi og upplýsingaflæði til að stuðla að samhentu félagi með hagsmuni félagsmanna og leikskólans að leiðarljósi.

Samráðsfundir eru haldnir a.m k tvisvar á ári t.d. að hausti og í tengslum við aðalfund/ársfund.

Í samráðsnefnd skulu vera einn aðalmaður fyrir hverja 100 félagsmenn. Einn varamaður skal vera á hverju svæði.

Fulltrúar í samráðsnefnd eru kosnir á hverju svæði fyrir sig, mánuði fyrir aðalfund og sjá framboðsnefnd og kjörstjórn FSL um það kjör.

Fulltrúar í samráðsnefnd eru tengiliðir við stjórn og jafnframt trúnaðarmenn. Félagsmenn geta valið sér þann trúnaðarmann úr samráðsnefnd sem þeir kjósa.

Aðalmaður í samráðsnefnd skal hafa samvinnu við svæðafélag FL á sínu svæði eftir því sem við á og leitast við að hafa samvinnu við önnur aðildarfélög KÍ.

Aðalmaður samráðsnefndar skal funda með félagsmönnum á sínu svæði að minnsta kosti einu sinni á ári.

Aðalmenn í Samráðsnefnd hafa yfirsýn yfir málefni á svæðinu.

Formaður félagsins, eða fulltrúi stjórnar, heimsækir svæði a.m.k einu sinni á kjörtímabili. Á milli funda halda þessir aðilar sambandi með tölvu- og eða símasamskiptum.
 

Fjármál

Fulltrúar svæða geta sótt um fjármagn til fræðslu og menningarmála á þar til gerðu eyðublaði á heimasíðu samráðsnefnda. Skrifstofa FSL sér um afgreiðslu umsókna og ber undir stjórn ef þurfa þykir.

Styrkir eru veittir til fræðslu og menningarmála á vegum félagsins samkvæmt starfs og fjárhagsáætlun. 

Greitt er fyrir setu á samráðsfundum og ferðakostnað skv. reglum KÍ
 

Kosning fulltrúa í Samráðsnefnd FSL

Framboðsnefnd og kjörstjórn FSL sjá um kjör fulltrúa í Samráðsnefnd og skal því vera lokið mánuði fyrir aðalfund.

Framboðsnefnd kemur saman 4 mánuðum fyrir aðalfund og leitar eftir framboðum m.a. með auglýsingu á heimasíðu.

 

Tengt efni