is / en / dk

Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda leikskóla standa þessa dagana fyrir keppni um besta tónlistarmyndbandið. Tilefnið er Dagur leikskólans sem verður fagnað 5. febrúar næstkomandi.  FL og FSL hvetja leikskólakennara, leikskólastjóra og starfsfólk leikskólanna til virkja sköpunarkraftinn og taka þátt í þessari skemmtilegu keppni. Markmið keppninnar er að vekja athygli á starfi leikskólanna með fjörlegum hætti. Efnisvalið er frjálst en hvert myndband má þó ekki vera lengra en sem nemur þremur mínútum.  Skipuð hefur verið dómnefnd landsþekktra listamanna en þau Snæbjörn Ragnarsson (Bibbi í Skálmöld), Saga Garðarsdóttir og Salka Sól munu velja bestu myndböndin. Veitt verða þrenn verðlaun; fyrir besta myndbandið, frumlegasta my...
Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til Orðsporsins 2016 en það eru hvatningarveðrlaun sem veitt eru á Degi leikskólans ár hvert. Að þessu sinni verður Orðsporið veitt þeim sem þykir hafa skarað fram úr við að fjölga körlum í hópi leikskólakennara. Öllum er frjálst að tilnefna og hægt er að gera það . Orðsporið 2016 verður veitt við hátíðlega athöfn í Bíó Paradís á Degi leikskólans í byrjun febrúar á næsta ári.  
Meirihluti félaga í Félagi stjórnenda leikskóla hefur samþykkt nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga.  Atkvæðagreiðsla um samninginn hófst á mánudagsmorgun og lauk klukkan 15 í dag. Úrslit atkvæðagreiðslunnar eru eftirfarandi:  Á kjörskrá voru 420 Atkvæði greiddu 306 eða 72,85% Já sögðu 269 eða 87,9% Nei sögðu 30 eða 9,8% Auð atkvæði 7 eða 2,3% Skrifað var undir samninginn í húsakynnum ríkissáttasemjara að kvöldi 2. desember síðastliðins. Kjarasamningurinn gildir frá 1. júní 2015 til 31. mars 2019.   
Félag stjórnenda leikskóla hefur sett kynningu á nýgerðum kjarasamningi á netið. Ástæðan fyrir því að kynningarmynd er sett á vefinn er að fyrirhugðum kynningarfundi og fjarfundi sem áttu að fara fram síðdegis var aflýst í ljósi þess að óveður á að ganga yfir landið.  Kynningu á samningnum er að finna á sérstöku svæði á vefnum en félagsmenn munu fá slóðina senda í tölvupósti. Félagsmenn eru hvattir til að horfa á myndbandið og einnig er hægt að lesa um hinn nýgerða kjarasamning á .  Atkvæðagreiðsla um samninginn hófst klukkan níu í morgun og lýkur klukkan þrjú eftir hádegi á miðvikudag.
Félag stjórnenda leikskóla hefur aflýst opnum kynningarfundi um nýgerðan kjarasamning sem fara átti fram í Reykjavík klukkan 17.30 í dag. Þá hefur fjarfundi sem átti að halda að loknum þeim fundi einnig verið aflýst.  Unnið er að gerð kynningar sem sett verður á vefinn síðdegis. Nánari upplýsingar um það síðar.     
Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Félags stjórnenda leikskóla og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefst klukkan 9.00 mánudaginn 7. desember og lýkur klukkan 15.00 miðvikudaginn 9. desember.  Atkvæðisrétt hafa félagsmenn í Félagi stjórnenda leikskóla sem starfa hjá sveitarfélögum landsins. Þeir sem ekki hafa rétt til að taka þátt í kosningunni eru félagsmenn sem eru í launalausu leyfi, félagsmenn sem hafa beina félagsaðild að KÍ, félagsmenn sem þiggja atvinnuleysisbætur og starfsmenn KÍ. Atkvæðagreiðslan er leynileg og leggur kjörstjórn áherslu á að félagsmenn virði það í hvívetna. Félagar í FSL eru hvattir til að kynna sér kjarasamninginn sem má nálgast á. Þar er jafnframt launareiknivél.  ÁRÍÐANDI TILKYNNING: Fyrirhuguðu...
Samninganefnd Félags stjórnenda leikskóla skrifaði undir nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga upp úr klukkan átta í kvöld. Gildistími samningsins er frá 1. júní 2015 til 31. mars 2019. Efni og innihald samningsins verður kynnt á fundum um land allt á næstu dögum. Upplýsingar um fundarstaði og fundartíma verða birtar hér á heimasíðu KÍ um leið og þær liggja fyrir. Félagar í FSL munu geta geta kynnt sér kjarasamninginn hér á heimasíðunni frá og með morgundeginum.  
Leikskólaráðgjafi óskast í 100% starf við Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu. Við skólaþjónustuna starfar samheldin, öflug liðsheild sérfræðinga sem samanstendur af sálfræðingi, talmeinafræðingi og kennsluráðgjafa grunnskóla. Á næsta ári mun náms- og starfsráðgjafi væntanlega bætast við. Sjá auglýsingu .   STARFSSVIÐ: •  Ráðgjöf við starfsfólk leikskóla um hagnýt og fagleg málefni er varða skipulag og daglegt starf. •  Sérkennsluráðgjöf vegna fatlaðra barna og barna með sérþarfir. •  Ráðgjöf til foreldra og fræðsla til starfsfólks og foreldra. •  Aðstoð við nýbreytni og þróunarstarf.   MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR: Krafist er menntunar í leikskólakennarafræðum, framhaldsnám í sérkennslufræðum væ...
Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda leikskóla boða til keppni um bestu tónlistarmyndböndin og er tilefnið Dagur leikskólans 2016. Myndbandakeppnin er samvinnuverkefni FL, FSL, menntamálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Leikskólakennarar, leikskólastjórar og starfsfólk leikskólanna eru hvött til að virkja sköpunarkraftinn með nemendum og taka þátt í þessari skemmtilegu keppni. Markmið keppninnar er að varpa ljósi á mikilvægi náms og starfs í leikskólum en um leið má ekki vanmeta skemmtanagildið. Efnisval er frjálst en myndböndin mega ekki vera lengri en þrjár mínútur. Minnt er á mikilvægi þess að fyrir liggi leyfi foreldra og forráðamanna þeirra barna sem koma fram í myndböndunum. Bestu...
Haust í sveitinni – stjórnendur í leikskólum í forystu er yfirskrift námskeiðs sem Félag stjórnenda í leikskólum efnir til í samstarfi við Háskólann á Bifröst. Með námskeiðinu gefst tækifæri til að sinna starfsþróun sinni á fallegum stað í góðum félagsskap jafningja. Námskeiðið er sérstaklega ætlað til að efla aðstoðarleikskólastjóra og leikskólastjóra sem stjórnendateymi. Markmiðið er að auka faglega og hagnýta þekkingu stjórnenda í leikskólum og efla þá sem leiðtoga á vettvangi þannig að þeir verði hæfari til að takast á við þau krefjandi verkefni sem þeim mæta í leikskólanum í dagsins önn. Námskeiðið er sambland af fróðleik í formi fyrirlestra, hagnýtra verkefna og hópeflis.  Fyrirlesarar og leiðbeinendur verða Sirrý, Harald...