is / en / dk

Fundur stjórnar og samninganefndar Félags framhaldsskólakennara sem fram fór þriðjudaginn 26. maí síðastliðinn samþykkti ályktun þar sem lýst er þungum áhyggjum af áformum um sameiningu framhaldsskóla í landinu. „Hér er um að ræða meginbreytingu í mennta- og byggðapólitík í landinu án samráðs við fagaðila og án umfjöllunar löggjafans," segir orðrétt í ályktun stjórnar og samninganefndar. 
Kennarafélög í fimm framhaldsskólum á Norðurlandi krefjast þess að menntamálaráðuneytið dragi þegar í stað til baka hugmyndir um sameiningu annars vegar Menntaskólans á Akureyri, Menntaskólans á Tröllaskaga og Framhaldsskólans á Húsavík og hins vegar Verkmenntaskólans á Akureyri og Framhaldsskólans á Laugum.  Í ályktun sem kennararfélögin hafa sent frá sér segir að tillögur um sameiningu séu unnar án nokkurs samráðs við stjórnendur og starfsfólk skólanna. Kennarafélögin lýsa megnri óánægju með það „virðingarleysi sem ráðuneytið sýnir skólunum með vinnubrögðum við undirbúning tillagnanna og því hvað þær eru seint fram komnar,“ eins og segir á ályktuninni. Þá er því mótmælt að skólunum skuli ætlað að takast á við þetta verkefni og ...
Starfsmenn Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi (FVA) mótmæla harðlega uppsögnum sjö starfsmanna sem vinna við ræstingar í skólanum. Skorað er á skólameistara að draga uppsagnirnar til baka.  Í ályktun sem samþykkt var á fundi starfsmanna FVA 12. maí 2015 segir að ekki verið sýnt fram á að nokkuð sparist með breyttu fyrirkomulai við ræstingar. Fráleitt sé að gera starfsfólk í ræstingum ábyrgt fyrir halla á rekstri stofunarinnar.  Ályktun starfsmanna FVA í heild:  Fundur starfsmanna Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi haldinn þriðjudaginn 12. maí 2015 mótmælir harðlega uppsögnum 7 starfsmanna sem starfa við ræstingar í skólanum og skorar á skólameistara að draga uppsagnirnar til baka. Ekki hefur verið sýnt fram á að n...
Fulltrúar Kennarasambands Íslands og samninganefndar ríkisins skrifuðu undir nýjan kjarasamning í morgun vegna ríkisrekinna framhaldsskóla. Eins og kunnugt er felldu félagsmenn Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í ríkisreknum framhaldsskólum nýverið samkomulag frá 4. febrúar um nýtt vinnumat og þar með voru samningar þeirra lausir. leiddi hinsvegar í ljós að 76% þeirra voru fylgjandi því að gengið yrði á ný til samninga á grundvelli vinnumatsins. Í kjölfarið settust samninganefndirnar niður og byggir samningurinn sem undirritaður var í dag á hugmyndafræði þess. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir nýtt samkomulag í helstu atriðum líkt hinu fyrra en nú sé búið að jafna mun á milli greina, ...
Fulltrúar Kennarasambands Íslands og samninganefndar ríkisins undirrituðu í gær samkomulag um nýtt vinnumat félagsmanna í framhaldsskólum. Gerð nýja vinnumatsins var í höndum verkefnisstjórnar, sem var skipuð af hálfu FF og FS þeim Elnu Katrínu Jónsdóttur, Reyni Þór Eggertssyni og Stefáni Andréssyni. Verkefnisstjórnin starfaði samkvæmt ákvæðum kjarasamnings KÍ/framhaldsskóla frá 4. apríl 2014. Félagar í FF og FS samþykktu nýjan kjarasamning í apríl í fyrra með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða. Í kjarasamningnum segir að nýtt vinnumat skuli tekið upp frá og með skólaárinu 2015-2016. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir mikla vinnu liggja að baki nýja vinnumatinu. „Verkefnisstjórnin hefur lagt nótt...
Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla vegna skólaársins 2015-16. Til úthlutunar verða allt að 50 milljónir króna. Tekið verður við umsóknum frá 12. janúar til 28. febrúar næstkomandi. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi. Áherslusvið sjóðsins verða að þessu sinni: Ábyrgð á eigin námi: Styrkleikar nemenda og áhugasvið. Hagnýtt læsi á öllum námssviðum. Fjölmenningarlegt skólastarf. Við mat á umsóknum verður skoðað hvernig verkefnin falla að hlutverki Sprotasjóðs ásamt því að markmið verkefnis séu skýrt fram sett, að verkefnisstjórn sé vel skilgreind, að raunhæfar kostnaðar-, verk- og tímaáætlanir séu lag...
Persónuuppbót (desember uppbót) skv. 3. grein kjarasamnings KÍ og fjármálaráðherra í ár verður skert vegna verkfalls síðastliðið vor. Fjársýsla ríkisins hefur gefið eftirfarandi upplýsingar um framkvæmd skerðingar á desemberuppbót: Full upphæð persónupphótar vegna ársins 2014 á að vera 73.600 kr. miðað við fullt starf. Verkfallsfrádráttur hjá kennara í 100% starfi, í mars og apríl var samtals 70,77% Réttur til persónuuppbótar hans reiknast því sem 100% laun í 10 mánuði mínus 70,77% deilt með 10 sem gerir 92,92% af fullri uppbót sem er kr. 68.389. Upphæð desemberuppbótar fyrir árið 2014 miðað við fullt starf verður samkvæmt þessu 68.389 krónur.
Vinna við nýtt mat á vinnu kennara í framhaldsskólum er komin á fullt skrið en samkvæmt gildandi kjarasamningi framhaldsskóla skal unnið að nýju vinnumati fyrir kennslu allra námsáfanga í framhaldsskólum landsins. Vinnunni stýrir verkefnisstjórn sem í sitja fulltrúar menntamálaráðuneytisins, Kennarasambands Íslands og fjármálaráðuneytisins. Verkefnisstjórnin tók til starfa í maí en vinnumatsnefndir voru skipaðar nýlega. Þær eru fimm talsins og byggir skipting þeirra á faggreinum og fagsviðum. Fyrsti sameiginlegi fundur verkefnisstjórnar og vinnumatsnefnda sem vinna munu saman að nýju vinnumatskerfi fyrir framhaldsskólakennara fór fram í húsnæði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fimmtudaginn 28. ágúst. Í hverri vinnumatsnefnd sitj...
Stjórn Félags stjórnenda í framhaldsskólum hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum af stöðu mála í kjaraviðræðum Félags tónlistarskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla við Samband íslenskra sveitarfélaga. Því er beint til samninganefndar Sambandsins að horfa til þeirra kjarasamninga sem þegar hafa verið gerðir við önnur aðildarfélög KÍ.  Ályktunin er svohljóðandi:  Stjórn Félags stjórnenda í framhaldsskólum (FS) lýsir yfir áhyggjum af stöðu mála í samningaviðræðum Félags tónlistarskólakennara (FT) og Félags stjórnenda leikskóla (FSL) við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Stjórn FS bendir á að mismunun í launum einstakra félagsmanna Kennarasambands Íslands er í andstöðu við markmið SÍS um jafnrétti í...
Alls hafa 35 framhaldsskólakennarar, námsráðgjafar og skólastjórnendur skrifað fyrir félagið á skólaárinu sem er að líða. Greinarhöfundar hafa tjáð sig um hin margvíslegustu mál og margir póstanna hafa vakið mikla athygli og ratað á síður og vefi útbreiddustu fjölmiðla landsins. Þá hafa félagsmenn verið duglegir að lesa póstana og deila þeim á samfélagsmiðlum. Á meðan á kjaradeilu framhaldsskólakennara stóð í vetur fylgdust margir með póstunum enda voru þeir góður vettvangur til að vekja athygli á málefnum félagsmanna. Vikupósturinn hefur þannig beint sjónum að málefnum stéttar sem vinnur lykilstörf í samfélaginu. Hamingjumarkmið fyrir sumarið eru efni . „Það er misjafnt hvað stuðlar að aukinni hamingju fyrir hvern og einn,“ skr...