is / en / dk

Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda leikskóla standa þessa dagana fyrir keppni um besta tónlistarmyndbandið. Tilefnið er Dagur leikskólans sem verður fagnað 5. febrúar næstkomandi.  FL og FSL hvetja leikskólakennara, leikskólastjóra og starfsfólk leikskólanna til virkja sköpunarkraftinn og taka þátt í þessari skemmtilegu keppni. Markmið keppninnar er að vekja athygli á starfi leikskólanna með fjörlegum hætti. Efnisvalið er frjálst en hvert myndband má þó ekki vera lengra en sem nemur þremur mínútum.  Skipuð hefur verið dómnefnd landsþekktra listamanna en þau Snæbjörn Ragnarsson (Bibbi í Skálmöld), Saga Garðarsdóttir og Salka Sól munu velja bestu myndböndin. Veitt verða þrenn verðlaun; fyrir besta myndbandið, frumlegasta my...
Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til Orðsporsins 2016 en það eru hvatningarveðrlaun sem veitt eru á Degi leikskólans ár hvert. Að þessu sinni verður Orðsporið veitt þeim sem þykir hafa skarað fram úr við að fjölga körlum í hópi leikskólakennara. Öllum er frjálst að tilnefna og hægt er að gera það . Orðsporið 2016 verður veitt við hátíðlega athöfn í Bíó Paradís á Degi leikskólans í byrjun febrúar á næsta ári.  
Leikskólakennarar hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning í allsherjaratkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslan hófst 4. desember og lauk á hádegi í dag.  Félag leikskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamning 26. nóvember síðastliðinn.  Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru sem hér segir:  Á kjörskrá voru 1.924 Atkvæði greiddu 994 eða 51.66% Já sögðu 791 eða 79,58% Nei sögðu 174 eða 17,50% Auðir 29 eða 2,92% Gildistími hins nýja samnings er frá 1. júní 2015 til 31. mars 2019.     
Kjörstjórn Kennarasambands Íslands hefur ákveðið að atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Félags leikskólakennara hefjist föstudaginn 4. desember klukkan 12 og ljúki á sama tíma þriðjudaginn 8. desember.  Félag leikskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamning í húsakynnum Ríkissáttasemjara 26. nóvember síðastliðinn. Félagið hefur efnt til nokkurra kynningarfunda um hinn nýja kjarasamninginn. Hægt er að skoða samninginn áog hafa félagar í FL fengið sent aðgangsorð að síðunni.  Um atkvæðagreiðsluna Atkvæðagreiðslan fer fram á á vef Kennarasambandsins. Kjósendur þurfa að skrá sig inn á Mínar síður með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Á Mínum síðum birtist flipi með heitinu Kosningar. Smell...
Samninganefnd Félags leikskólakennara skrifaði undir nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga um klukkan 22 í gærkvöld. Gildistími samningsins er frá 1. júní 2015 til 31. mars 2019. Efnt verður til kynningarfunda um land allt og hefst fundaherferðin á morgun. Hægt er að kynna sér fundarstaði og fundartíma Félagar í FL geta kynnt sér . Aðgangsorð eiga að hafa borist félögum í tölvupósti. 
Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda leikskóla boða til keppni um bestu tónlistarmyndböndin og er tilefnið Dagur leikskólans 2016. Myndbandakeppnin er samvinnuverkefni FL, FSL, menntamálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla.  Leikskólakennarar, leikskólastjórar og starfsfólk leikskólanna eru hvött til að virkja sköpunarkraftinn með nemendum og taka þátt í þessari skemmtilegu keppni. Markmið keppninnar er að varpa ljósi á mikilvægi náms og starfs í leikskólum en um leið má ekki vanmeta skemmtanagildið. Efnisval er frjálst en myndböndin mega ekki vera lengri en þrjár mínútur. Minnt er á mikilvægi þess að fyrir liggi leyfi foreldra og forráðamanna þeirra barna sem koma fram í myndböndunum. Best...
um hvernig sótt er um í Starfsþróunarsjóð leiðbeinenda í FL eru komnar á vefinn og má nálgast . Það styttist í að opnað verði fyrir umsóknir í sjóðinn 1. október næstkomandi. Umsóknir þurfa að berast í gegnum Mínar síður á vefsíðu Kennarasambandsins.  Starfsþróunarsjóðurinn er ætlaður þeim sem ekki hafa leyfisbréf til kennslu í leikskóla, og hafa lokið BA-, BS- eða B.ed prófi en vilja sækja sér menntun sem veitir leyfisbréf. Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókninni: Viðurkennd staðfesting á skólavist sem veitir leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi. Staðfesting á að hafa lokið að lágmarki 180 ECTS einingum frá viðurkenndum háskóla og útskrifast með BA, BS eða B.Ed. próf. Staðfesting frá leikskólastjóra á ...
Rannsóknarstofa um stærðfræðimenntun, Flötur og RannUng vekja athygli á námskeiði fyrir leikskólakennara þar sem fjallað er um stærðfræðimenntun. Námskeiðin verða haldin dagana 23. september, 7. október og 14. október næstkomandi.  Sjá nánari útlistun á.   
Opnað verður fyrir umsóknir í Starfsþróunarsjóð leiðbeinenda í Félagi leikskólakennara 1. október næstkomandi. Hægt verður að senda inn umsóknir til 1. nóvember og skulu umsóknir berast í gegnum á vefsíðu Kennarasambandsins.  Starfsþróunarsjóðurinn er ætlaður þeim sem ekki hafa leyfisbréf til kennslu í leikskóla, og hafa lokið BA-, BS- eða B.ed prófi en vilja sækja sér menntun sem veitir leyfisbréf.  Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókninni Viðurkennd staðfesting á skólavist sem veitir leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi. Staðfesting á að hafa lokið að lágmarki 180 ECTS einingum frá viðurkenndum háskóla og útskrifast með BA, BS eða B.Ed. próf. Staðfesting frá leikskólastjóra á starfshlutfalli og lengd fé...
Í leikskólanum Örk á Hvolsvelli er laus 100% staða deildarstjóra. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Leikskólinn Örk er 4 deilda leikskóli þar sem starfa 92 börn og 32 kennarar og starfsmenn. Uppeldisstefna Arkarinnar byggir á hugmyndafræði hugsmíðahyggju. Hugmyndafræðin felur í sér að börnin séu leitandi og gagnrýnin og tileinki sér þekkingu og skilning með ígrundun, lausnaleit, rökhugsun og að þau læri að nýta sér það í leik og starfi og taka ígrundaðar ákvarðanir sem byggðar eru á þekkingu þeirra og gildismat. Verkefni: Helstu verkefni deildarstjóra eru samkvæmt starfslýsingu í kjarasamning FL og í samráði við leikskólastjóra. Menntun: Umsækjendur þurfa að hafa lokið leikskólakennar...