is / en / dk

Á Orlofsvef KÍ er hægt að skoða eignir Orlofssjóðs, bóka leiguhúsnæði, fá upplýsingar um afslætti og fleira.

Hér þurfa stefnur KÍ að koma:

 • Kjarastefna
 • Skólastefna
 • Þjónustustefna
 • Vinnuumhverfisstefna
 • Siðareglur kennara
 • Jafnréttisstefna

 

 • Starfsmannastefna
 • Útgáfustefna
 • Stefna í heimasíðumálum

Um rétt til félagsaðildar er fjallað í 3. gr. laga KÍ:

Rétt til aðildar að KÍ eiga allir sem starfa við kennslu, stjórnun eða ráðgjöf í skólum eða vinna við stofnanir og fyrirtæki sem sinna eða tengjast kennslu og fræðslumálum að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum:

 1. KÍ semji fyrir viðkomandi skv. lögum nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnuveilur eða samkomulagi við viðkomandi launagreiðanda,
 2. starfshlutfall þeirra sé að lágmarki 25%.

Félagsaðild kemur fram í ráðningarsamningi og/eða með skilum félagsgjalda til KÍ. Stjórn KÍ skal í samráði við viðkomandi starfsmann sambandsins ákveða félagsaðild hans að aðildarfélagi.

Ennfremur eiga rétt til aðildar að KÍ:

 1. Kennarar á eftirlaunum,
 2. kennarar á atvinnuleysisbótum sem greiða félagsgjald,
 3. kennarar í fæðingarorlofi sem greiða félagsgjald,
 4. starfsmenn Kennarasambands Íslands.

Um heimild til félagsaðildar er fjallað í 4. gr.:

Stjórn KÍ er heimilt að veita félagsmönnum í launalausu leyfi félagsaðild enda stundi þeir ekki aðra launaða vinnu eða sjálfstæðan atvinnurekstur. Stjórn KÍ skal setja nánari reglur um félagsaðild samkvæmt þessari grein. [sjá reglur fyrir neðan].

Þeir aðilar sem uppfylla aðildarskilyrði að KÍ en uppfylla ekki skilyrði til aðildar að ákveðnu aðildarfélagi innan KÍ geta engu að síður sótt um að gerast félagar með beinni aðild að KÍ ef þeir svo kjósa og vinnuveitandi þeirra samþykkir. Þeir njóta allra félagslegra réttinda nema seturéttar á fundum sem takmarkast við ákvörðun stjórnar KÍ og/eða viðkomandi aðildarfélags. Þeir njóta þjónustu starfsmanna þess félags sem gerir kjarasamning þann er þeir taka laun eftir sem og þjónustu annarra starfsmanna KÍ og lögmanna. Um aðild að vísinda/endurmenntunarsjóði fer eftir kjarasamningsaðild.

Á stjórnarfundi KÍ þann 17. febrúar 2012 voru samþykktar reglur um félagsaðild í launalausu leyfi o.fl. samkvæmt ákvæði í 4. gr. laga KÍ. Umsókn um félagsaðild í l aunalausu leyfi skal senda á ki@ki.is eða í bréfapósti. Sjá reglur hér.

Hérna undir kemur erlent samstarf (norrænt, alþjóðlegt, innlent) og tenglar á það.

Hérna verða birtar atvinnuauglýsingar sem óskað er eftir að birtist á vef Kennarasambandi Íslands.

 

Hér verða birt greinarkorn skólastjórnenda um skólamál, kjaramál og félagsleg mál. Stefnt er að því að birta tvö til þrjú greinarkorn í mánuði. Fyrsta kornið er frá Ingileif Ástvaldsdóttur, skólastjóra Þelamerkurskóla og fjallar hún um iðjuþjálfun í grunnskóla.

 

Kennari sem fer á eftirlaun verður ekki sjálfkrafa meðlimur í Félagi kennara á eftirlaunum (FKE), heldur þarf hann að sækja sérstaklega um það. Nægilegt er að senda beiðni í tölvupósti þar sem fram kemur nafn, heimilisfang, kennitala, heimasími, farsími og netfang á netfangið fjola@ki.is. Nánari upplýsingar veitir Fjóla Ósk Gunnarsdóttir í s. 595 1111 eða fjola@ki.is.