is / en / dk

Félag grunnskólakennara (FG) skrifaði undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga um í gær, 13. mars 2018. Undirritun kjarasamningsins fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara en þar hafa málsaðilar fundað stíft að undanförnu.

Gildistími hins nýja samnings er frá 1. apríl 2018 til 31. mars 2019. Með fyrirvara um samþykki kjörstjórnar er áformað að rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hefjist klukkan 14 föstudaginn 16. mars og standi til klukkan 14 miðvikudaginn 21. mars næstkomandi. Atkvæðagreiðslan fer fram á Mínum síðum á vef KÍ

 

Tengt efni