is / en / dk

Í 8. grein laga Félags grunnskólakennara er fjallað um ársfundi. Þar segir: Þau ár sem ekki er haldinn aðalfundur skal stjórn félagsins boða til ársfundar þar sem m.a. er fjallað um starfsemi félagsins og starfsáætlun auk þess sem reikningar þess eru lagðir fram. Rétt til setu á ársfundi hafa stjórn og varastjórn, skólamála- og samninganefnd, formenn svæðafélaga og annarra fastanefnda. Stjórn félagsins hefur umboð til að kalla til fleiri fulltrúa ef þurfa þykir.

Ársfundur Félags grunnskólakennara fyrir árið 2019 verður haldinn 9. apríl nk. á Hótel Sögu.
 

DAGSKRÁ Dagskrá á pdf
Kl. 09:30 Mæting og morgunhressing.
Kl. 10:00  Fundur settur.
 
  1.  Árvarp formanns Kennarasambands Íslands.
  2.  Reikningar lagðir fram.
  3. Ársskýrsla stjórnar Félags grunnskólakennara.
  4. Umræða um ársskýrslu og reikninga.
  5. Önnur mál.
Kl. 12:00 Matur.
Kl. 13:00 Námskeið.
 
Kl. 15:00 Kaffi og meðlæti.
Kl. 15:30  Námskeið.
Kl. 16:00 Ársfundi slitið - Heimferð.
   

 

Tengt efni