is / en / dk


Aðalfundur Félags grunnskólakennara var haldinn 17.-18. maí 2018 í Borgarnesi. Fyrir neðan er hægt að skoða samþykktir og ályktanir sem teknar voru fyrir á fundinum og samþykktar.

 

FJÁRHAGSÁÆTLUN OG LÖG STEFNA

Fjárhagsáætlun FG 2018-2021.

Lög Félags grunnskólakennara.

Stefna Félags grunnskólakennara í kjara- og réttindamálum 2018-2022.
   
ÁLYKTANIR

Ályktun til Orlofssjóðs KÍ vegna gæludýrahúsa.

Ályktun til Orlofssjóðs KÍ vegna punktaúthlutunar.

Ályktun um fræðslu- og styrktarsjóð FG.

Ályktun um laun grunnskólakennara.

Ályktun um lífeyrismál.

Ályktun um nýtingu fjármagns út Vonarsjóði.

Ályktun um stöðu samningamála.

Ályktun um þjóðarsátt um laun og starfskjör grunnskólakennara og skólastjórnenda.

   
SAMÞYKKTIR

Samþykkt um að bregðast þurfi strax við kennaraskorti.

Samþykkt um að efla virðingu kennarastarfsins.

Samþykkt um aðkomu kennara að málefnum skóla.

Samþykkt um breytingar á leyfisbréfum.

Samþykkt um endurskoðun á menntunarkafla kjarasamnings.

Samþykkt um handbók kennara.

Samþykkt um leiðsögn nýliða.

Samþykkt um mat á starfsaldri til launa.

Samþykkt um minni kennsluskyldu.

Samþykkt um námsleyfi.

Samþykkt um orðræðu netmiðlum.

Samþykkt um samstarf við skólamálaráð KÍ um eflingu list- og verkgreina.

Samþykkt um starfsnámsár.

Samþykkt um starfsþróun.

Samþykkt um stærð námshópa.

Samþykkt um tryggingu raddar.

Samþykkt vegna áhrifa miðstýringar á skólastarf og mótun námsmats.

Samþykkt vegna fjölgunar leiðbeinenda.

   
ÁSKORUN OG YFIRLÝSING

Áskorun um bætt starfsumhverfi og handleiðslu fyrir kennara.

Yfirlýsing vegna stöðu Sjúkrasjóðs KÍ.

   

 

 

TILLÖGUR ÚR NEFNDUM

1.   Tillaga að ályktun um fræðslu- og styrktarsjóð FG - breytt.

2.   Tillaga að ályktun um lífeyrismál - óbreytt.

3.   Tillaga að áskorun um bætt starfsumhverfi og handleiðslu fyrir kennara - óbreytt.

4.   Tillaga að breytingu á lögum FG - óbreytt.

5.   Tillaga að fjárhagsáætlun FG 2018-2021.

6.   Tillaga að samþykkt um handbók kennara - breytt.

7.   Tillaga að samþykkt um námsleyfi - breytt.

8.   Tillaga að samþykkt um starfsþróun - breytt.

9.   Tillaga að stefnu FG í kjara- og réttindamálum 2018-2022 - breytt.

10.  Tillaga um að bregðast þurfi strax við kennaraskorti - breytt.

11.  Tillaga um að efla virðingu kennarastarfsins - óbreytt.

12.  Tillaga um aðkomu kennara að málefnum skóla - óbreytt.

13.  Tillaga um breytingar á leyfisbréfum - óbreytt.

14.  Tillaga um endurskoðun á menntunarkafla kjarasamnings - óbreytt.

15.  Tillaga um leiðsögn nýliða - óbreytt.

16.  Tillaga um mat á starfsaldri til launa - óbreytt.

17.  Tillaga um minni kennsluskyldu - breytt.

18.  Tillaga um orðræðu á fésbókarsíðum - breytt.

19.  Tillaga um starfsnámsár - óbreytt.

20.  Tillaga um stærð námshópa - óbreytt.

21.  Tillaga um tryggingu raddar - óbreytt.

22.  Tillaga um valdeflingu kennara - breytt.

23.  Tillaga vegna fjölgunar leiðbeinenda - breytt.

24.  Tillaga að ályktun um nýtingu fjármagns úr Vonarsjóði - ný tillaga.

25.  Tillaga að ályktun til Orlofssjóðs KÍ vegna punktaúthlutunar - ný tillaga.

26.  Tillaga að ályktun til Orlofssjóðs KÍ vegna gæludýrahúsa - ný tillaga.

27.  Tillaga að yfirlýsingu vegna stöðu Sjúkrasjóðs KÍ - ný tillaga.


 

Ágæti aðalfundarfulltrúi

Nú styttist í að þú komir á aðalfund FG 17.-18. maí 2018 á Hótel Borgarnesi í Borgarnesi.

Fundurinn hefst 17. maí með setningu kl. 13:00 og lýkur 18. maí kl. 16:00 skv. drögum að dagskrá, sjá fyrir neðan. Athugið að allir þeir sem sækja fundinn verða að skrá sig á þar til gerðri skráningarsíðu sem er hægt að nálgast hér.
 

FERÐIR
Farið frá Reykjavík 17. maí kl. 10:30 með rútu frá Kennarahúsinu Laufásvegi. Þeir sem koma á bíl þangað eru beðnir að leggja fyrir neðan Hringbraut á bílastæði Landspítalans. Kennarasambandið hefur heimild til þess.

Þeir sem koma af höfuðborgarsvæðinu (líka þeir sem koma með flugi þangað utan af landi) en vilja ekki nýta sér rútu verða að koma sér á eigin kostnað í Borgarnes.

BKNE fólk kemur saman í bíl og taka með KSNV fólk. Vestfirðingar koma saman á bíl. Skipulagning er á herðum viðkomandi svæðaformanna. Þeir sem búa á vesturlandi sameinast í bíla og fá akstur greiddan.

Komið er til Reykjavíkur föstudaginn 18. maí um kl. 17:00.
 

GISTING
Gist verður á fundarstað. Til að gæta hagkvæmni munum við reyna að tvímenna í öll herbergi eins og okkur er frekast unnt.

Fyrir ofan er skráningarform sem allir sem taka þátt í fundinum þurfa að fylla út. Þar er hægt að tilgreina með hverjum maður vill gista í herbergi og munum við leitast við að verða við þeim óskum.
 

GÖGN
Aðalfundurinn verður rafrænn. Það þýðir að engin gögn verða prentuð og engum gögnum verður dreift. Þau verður að finna á heimasíðu KÍ og munu fyrstu gögnin birtast þar innan fárra daga. Aðalfundarfulltrúar verða að fara inn á þessa síðu og lesa þau þar eða hlaða niður í tölvu.

Hér er hægt að nálgast bréf sem þú getur afhent skólastjórnendum þínum þar sem fram kemur að þú sért aðalfulltrúi á aðalfundi FG 2018.
 

Hlökkum til að sjá þig í Borgarnesi.
Með kveðju, Ólafur og Guðbjörg

 

DAGSKRÁ

Kl. 13:00 Afhending gagna.
Kl. 13:10

Aðalfundur FG settur.

  1. Setning. Ólafur Loftsson, formaður FG.
  2. Kosning fundarstjóra og ritara.
  3. Kynning dagskrár.
  4. Skýrsla stjórnar.
  5. Ársreikningar.
  6. Kynning á tillögum og málum vísað í nefndir.
Kl. 14:30

Nefndastörf:

a.  Laganefnd.
b.  Skólamálanefnd.
c.  Fjárhagsnefnd.
d.  Kjaramálanefnd.
e.  Réttindamálanefnd.
f.  Sjóðanefnd.
g.  Nefnd um innra starf, félagsmál, útgáfu- og kynningarmál.
h.  Nefnd um fræðslu- og kynningar.
i.  Allsherjarnefnd.

Kl. 15:30 Kaffihlé.
Kl. 16:00 Nefndastörf - framhald.
Kl. 18:00 Nefndastörfum lýkur.
Kl. 19:00 Hátíðarkvöldverður
   

                


 

Kl. 08:30 Nefndir skila af sér. Umræður og afgreiðsla.
Kl. 10:30 Kaffihlé.
Kl. 11:00 Nefndir skila af sér - framhald.
Kl. 12:00 Hádegishlé.
Kl. 13:00

Nefndir skila af sér - framhald.

Fjárhagsáætlun. Frá fjárhagsnefnd, umræður og afgreiðsla.

Kl. 14:30 Kaffihlé.
Kl. 15:00 Önnur mál.
Kl. 15:40 Stjórnarskipti.
Kl. 15:50 Aðalfundi slitið.
    

 

Tengt efni