is / en / dk

Leiga á íbúðum KÍ Í Reykjavík er mjög dýr fyrir félagsmenn og þá sérstaklega fyrir félagsmenn af landsbyggðinni sem oft og tíðum þurfa að skreppa í höfuðborgina yfir helgi til að sinna erindagjörðum. Það sem er í boði hjá KÍ er 63 m2 íbúð á Sóleyjargötu. Þar kostar einn dagur 10.500 krónur og tveir dagar, eða helgin, 21.000 krónur. Vikan er á 47.000 krónur. Ef þú ákveður að taka átta daga í þessari íbúð þá kosta þeir 57.750 krónur, þar sem 8. dagurinn er dýrari en sá fyrsti. Þetta er náttúrlega alveg meingallað reikniverk. Þetta er stærsta íbúð sem er í boði fyrir félagsmenn KÍ í Reykjavík. Ef við tökum næststærstu íbúðina á Sóleyjargötunni sem er 52 m2, þá kostar helgin 18.800 krónur og vikan 42.300 krónur. Hér kosta átta dagar 5...
Á Íslandi ríkir upplausn í framhaldsskólakerfinu. Það er stanslaust verið að breyta og það er að mestu fikt. Námsskrár ná ekki að vera keyrðar í gegn og teknar út áður en næsta kollsteypa kemur. Að stytta nám til stúdentsprófs er kannski ekki vitlaus hugmynd en framkvæmdin er það. Það eru 14 ár sem eru í námi til stúdentsprófs, 10 ár í grunnskóla og 4 ár í framhaldsskóla. Það að ætla sér að stytta námið með því einu að klippa ofan af því er í besta falli klaufalegur misskilningur á eðli skólakerfisins en í versta falli hrein og klár heimska. Þetta eru stór orð en ef litið er á hvernig pólitísk leiðbeining frá ráðherra og alþingi eru alls ekki til staðar heldur er vanmáttugt og kreddufast ráðuneyti látið henda verkefninu án leiðbeinin...
Miðvikudaginn 15. apríl verður málþing í Menntaskólanum í Kópavogi um eitt og annað sem tengist samskiptum kynjanna. Málþingið er ætlað fyrir nemendur í kynjafræði en það fag hefur rutt sér til rúms í framhaldsskólum landsins undanfarin ár. En af hverju að kenna kynjafræði? Kynjafræði er ört vaxandi grein innan félagsvísinda og af þeim sökum er sjálfsagt að framhaldsskólar kynni þá grein fyrir nemendum. Jafnrétti er einn af grunnþáttum aðalnámskrár og hefur verið kveðið á um það í lögum landsins frá 1976 að skylt sé að veita nemendum jafnréttisfræðslu. Sú fræðsla hefur þó oft verið í skötulíki. Þótt Ísland hafi náð mörgum markverðum áföngum í jafnréttisbaráttunni hallar enn á konur á ýmsum sviðum hér á landi og sé litið til stöðu mál...
Umræða um núvitund (e. mindfulness) hefur vaxið mjög undanfarin ár og má segja að núvitundarbylgja sé að fara um hinn vestræna heim. Fjölmörg fyrirtæki og skólar erlendis hvetja starfsfólk til að stunda núvitund með það markmið að efla vellíðan starfsfólks og stjórnunarhætti. Þessi áhugi hefur náð til Íslands og er gaman að segja frá því að við í Flensborgarskólanum höfum verið að feta þessa slóð og bjóðum starfsfólki og nemendum uppá núvitundarnámskeið við mjög góðar undirtektir þeirra sem prófa. Núvitund felst í því að upplifa líðandi stund, að leggja sig fram um að vera andlega og líkamlega til staðar. Núvitund er hugarþjálfun þar sem markmiðið er að fá það besta út úr hverri stund. Einn af kostum þess að stunda núvitund er hve ei...
Oft finnst kennurum sem orka þeirra og tími fari mestmegnis í að sinna þeim nemendum sem eiga erfitt með námið og þurfa aðstoð til að leysa jafnvel einföldustu verkefni frá vikunni á undan. Á meðan bíða þeir nemendur sem lokið hafa verkefnum gærdagsins eftir að fá að læra um efni dagsins í dag. Vissulega er það hlutverk kennarans að reyna að koma öllum nemendum til nokkurs þroska og það er eðlilegt að það taki meiri tíma að kenna þeim sem erfitt eiga með námið en hinum sem góðum námsgáfum eru gæddir. Ofan á það bætist að í hverjum árgangi eru alltaf fáeinir afburðanemendur sem þurfa sinn skammt af örvun og verkefnum við hæfi og það er ætlunin með þessum pistli að vekja athygli á að til eru leiðir til að koma til móts við þessa nemendur. ...
Hugtakið ígrundun festi sér rætur hjá mér í kennaranáminu á sínum tíma og í gegnum tíðina hef ég gjarnan gefið mér tíma til að ígrunda vel kennsluhætti og ekki síst viðbrögð nemenda við kennslunni. Svo virðist sem hið langþráða námsorlof sem ég fékk í vetur geti einnig nýst til ígrundunar, enda stendur maður áþreifanlega frammi fyrir hinni stóru spurningu: Hvernig ætla ég að nýta tímann best í leit minni að meiri þekkingu og færni? Það varð úr að ég settist á skólabekk í Berlín. Ég er hins vegar ekki ein í þýsku höfuðborginni. Ég er svo lánsöm að hafa fjölskylduna með mér, í einni eða annarri mynd og yngsta fjölskyldumeðlimurinn þarf, lögum samkvæmt, að fara í skóla. Og þvílíkt lán fyrir kennarann í námsorlofi, því nú getur hann skoð...
Frá stofnun sinni árið 2007 hefur Menntaskóli Borgarfjarðar boðið upp á námsbrautir til þriggja ára stúdentsprófs. Upphaflega var um að ræða 133 (gamalla) eininga bóklegt nám þar sem námsbrautir voru skipulagðar með þeim hætti að meginþorri nemenda gat útskrifast á þremur árum. Í kjölfar nýrra framhaldsskólalaga og nýrra framhaldsskólaeininga var ráðist í breytingar á brautum skólans með það í huga að auka námsframboð og koma fleiri áföngum og einingum á þær. Við innleiðingu nýrrar aðalnámskrár veturinn 2012-2013 var síðan farið í útreikninga á vinnu nemenda og kom í ljós að sumu þurfti að breyta og öðru ekki. Samræming á vinnu nemenda milli áfanga jókst og ákveðið var að hafa stúdentspróf af náttúru- og félagsfræðibraut 220 f-eining...
Félagslíf nemenda í Flensborg hefur verið blómlegt í gegnum tíðina. Eins og í flestum framhaldsskólum hefur lýðræðislega kosin stjórn haldið utan um fjölbreytta viðburði og uppákomur ásamt ýmsum ráðum og nefndum. Þá hefur félaglífsfulltrúi úr röðum kennara verið stjórn nemendafélagsins til halds og trausts. Í ysi og þysi skólalífsins hefur nemendum sem starfa fyrir nemendafélagið oft reynst erfitt að sinna náminu sem skyldi. Auk þess hefur þeim gengið illa að finna tíma til að hittast og leggja á ráðin og þeim mun erfiðara að finna smugu til að funda með félagslífsfulltrúanum. Þeir, sem starfað hafa með nemendafélögum eða innan þeirra, vita að það fer ómældur tími og orka í að reka slíkt félag. Nemendur hafa stundum haft á orði a...
Framhaldsskóli án innihalds!

Read more ...

Ágætur kollegi minn spurði hvort við gætum ekki fundið leið til að koma til móts við nemendur sem eiga í vandræðum með að sinna námi sínu. Auk þess bendir þessi sami kollegi á að í nýrri námskrá framhaldskólans sé tækifæri til þess að gera þær breytingar sem þarf til að mögulegt sé að mæta þörfum stærri hóps nemenda. Er til möguleiki fyrir kennara til að setja upp leið fyrir nemendur sem einhverra hluta vegna geta ekki sótt allar kennslustundir? Eflaust eru til margar leiðir að þessu marki. Í bók sinni „Beyond the Myths and Magic of Mentoring“ bendir Margo Murray, til dæmis, á að þeir sem sækja nám í hvaða skólakerfi sem er eigi sér mentor í móðurmáli, stærðfræði, ensku og öðrum þeim námsgreinum sem viðkomandi sækir. Þar sem hlutverk...