1. gr. Nafn
Félagið heitir Félag framhaldsskólakennara, skammstafað FF. Félagið á aðild að Kennarasambandi Íslands, KÍ. Félagssvæðið er allt landið. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.
2. gr. Hlutverk
Hlutverk félagsins er að:
3. gr. Aðild
Félagar í FF eru allir sem starfa við kennslu eða ráðgjöf í framhaldsskólum og eru félagsmenn í Kennarasambandi Íslands eða vinna við stofnanir og fyrirtæki sem tengjast kennslu- og fræðslumálum og Félag framhaldsskólakennara semur fyrir, skv. lögum nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og skv. lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur eða eftir samkomulagi við viðkomandi launagreiðanda.
4. gr. Félagsdeildir
Á hverjum vinnustað þar sem 15 félagsmenn eða fleiri starfa skal stofna félagsdeild og er hún grunneining Félags framhaldsskólakennara. Heimilt er að stofna félagsdeild séu félagsmenn færri en 15 á vinnustað.
Hlutverk félagsdeildar er að vera málsvari félagsmanna FF á vinnustaðnum, vinna að kjara-, réttinda- og faglegum málefnum þeirra í samstarfi við FF og KÍ og kjósa fulltrúa á fulltrúafund og aðalfund FF og á þing KÍ.
Félagsdeildir kjósa sér stjórnir, setja sér lög og starfsáætlun, kjósa trúnaðarmenn, sbr. 6. gr. laga félagsins, og fulltrúa félagsmanna FF í framhaldsskólum í samstarfsnefndir framhaldsskóla. Félagsdeildir senda stjórn FF á hverju ári upplýsingar um starfsemi, ársreikninga sína og lög. Félagsdeild getur ekki hlotið fjárframlag frá FF nema hún hafi skilað stjórn FF framangreindum upplýsingum.
Stjórn félagsdeildar ber ábyrgð á starfseminni og er í forsvari fyrir hana.
Formaður félagsdeildar er stjórnandi og forsvarsmaður hennar. Formaður hefur yfirumsjón með daglegri starfsemi og fjárhag í samstarfi við gjaldkera deildar. Formaður er tengiliður félagsdeildar við stjórn FF og erindreka FF við deildina. Formaður ber ábyrgð á samskiptum við stjórn FF um málefni félagsdeildar og upplýsingagjöf um starfsemi hennar.
Stjórn FF ákveður árlega reglur um fjárframlög til félagsdeilda og upphæð fjárframlaga og skipuleggur erindrekstur við félagsdeildir. Stjórn FF setur félagsdeildum reglur um grunnstarfsemi, viðmið um lög og ársreikninga.
Lög og ársreikningar félagsdeilda skulu hljóta staðfestingu stjórnar FF.
Fulltrúafundir FF, sbr. 10. grein, taka til umfjöllunar starfsemi félagsdeilda.
5. gr. Um meðferð mála þegar ekki starfar félagsdeild á vinnustað
Félagsmenn FF á vinnustað þar sem ekki starfar félagsdeild skulu kjósa úr sínum hópi trúnaðarmann sbr. 6. grein laga FF.
Trúnaðarmaður er jafnframt tengiliður við stjórn FF og í forsvari fyrir félagsmenn FF á vinnustaðnum.
Stjórn FF starfar með trúnaðarmanni að hagsmunamálum félagsmanna á vinnustaðnum og vegna framkvæmdar kjarasamninga.
6. gr. Trúnaðarmenn
Trúnaðarmenn skulu kjörnir á vinnustöðum félagsmanna KÍ í framhaldsskólum í samræmi við lög KÍ, lög nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og lög nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur.
Trúnaðarmenn eru kjörnir til tveggja ára í senn og skal stjórn FF og forstöðumanni stofnunar tilkynnt skriflega um kjör hans. Hverfi trúnaðarmaður úr starfi á viðkomandi vinnustað áður en kjörtímabili hans lýkur skal kjósa trúnaðarmann í hans stað til tveggja ára. Stjórn félagsdeildar er heimilt að skipa trúnaðarmann tímabundið, vegna forfalla.
Stjórn FF skal halda fundi og námskeið með trúnaðarmönnum svo oft sem þurfa þykir.
7. gr. Aðalfundur
Aðalfundur Félags framhaldsskólakennara skal haldinn fjórða hvert ár. Halda skal aðalfund félagsins innan sex mánaða fyrir eða eftir þing Kennarasambands Íslands. Aðalfundur hefur æðsta vald í málum félagsins, sbr. þó 22. gr. þessara laga.
Á aðalfundi eiga sæti og með atkvæðisrétti stjórn, samninganefnd, skólamálanefnd, kjörstjórn FF, einn fulltrúi frá hverri félagsdeild með allt að 50 félagsmenn og einn fulltrúi til viðbótar fyrir hverja byrjaða 50 félagsmenn deildarinnar umfram þá tölu. Kjörtímabil þeirra er á milli reglulegra aðalfunda. Þar sem ekki er starfandi félagsdeild skulu félagsmenn FF á vinnustaðnum kjósa úr sínum hópi fulltrúa skv. nánari ákvörðun kjörstjórnar FF og stjórnar FF, sbr. 9. grein laga félagsins.
Til aðalfundar skal boðað skriflega með tölvupósti eða almennum pósti með a.m.k. 6 vikna fyrirvara. Tillögur til umfjöllunar á aðalfundi þurfa að berast stjórn félagsins eigi síðar en 4 vikum fyrir aðalfund, sbr. þó 25. gr. laga félagsins. Aðalfundargögn skulu send út með minnst þriggja vikna fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað.
Aðalfundur félagsins er opinn öllum félagsmönnum en einungis kjörnir aðalfundarfulltrúar hafa málfrelsi og tillögurétt.
Heimilt er að gera hlé á aðalfundi og boða til framhaldsaðalfundar takist ekki að ljúka hefðbundnum aðalfundarstörfum fyrir boðuð fundarlok. Sé það gert skal tilkynna við lok dagskrár að fundi verði frestað. Stjórn FF skal í kjölfarið boða til framhaldsaðalfundar innan sex vikna frá frestun aðalfundar sem skal haldinn innan árs frá frestuninni.
7.1. gr. Dagskrá aðalfundar
Á dagskrá aðalfundar skulu a.m.k. vera þessir liðir:
7.2. gr. Kosning fulltrúa á aðalfund félagsins og á þing Kennarasambands Íslands
Fulltrúar á aðalfund félagsins skulu kosnir á kjörfundum í félagsdeildum FF sem boðaðir eru með minnst 10 daga fyrirvara a.m.k. 6 vikum fyrir aðalfund, sbr. þó 7. grein laga félagsins.
Fulltrúar á þing Kennarasambands Íslands skulu kosnir á kjörfundum í félagsdeildum FF samkvæmt nánari fyrirmælum kjörstjórnar KÍ, stjórnar og kjörstjórnar Félags framhaldsskólakennara. Þar sem ekki er starfandi félagsdeild skulu félagsmenn FF á vinnustaðnum kjósa úr sínum hópi fulltrúa skv. nánari ákvörðun kjörstjórnar FF og stjórnar FF.
7.3. gr. Aukaaðalfundir
Stjórn getur boðað til aukaaðalfundar, sem hefur sama vald og aðalfundur, um tiltekin málefni með tölvupósti eða almennum pósti með a.m.k. 4 vikna fyrirvara. Dagskrá skal fylgja fundarboðinu. Aukaaðalfundargögn skulu send út með minnst þriggja vikna fyrirvara. Aukaaðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað. Boða skal réttkjörna aðalfundarfulltrúa á aukaaðalfund. Varamenn taka sæti í forföllum aðalmanna.
Skylt er að boða til aukaaðalfundar, svo fljótt sem auðið er, ef þriðjungur félagsmanna eða fleiri krefjast þess með rafrænni- og/eða eiginhandarundirskrift og tilgreina fundarefni.
8. gr. Fulltrúafundir
Þau ár, sem ekki er haldinn aðalfundur, skal stjórn félagsins boða til fulltrúafundar þar sem m.a. er fjallað um starfsemi félagsins og starfsáætlun og starfsemi félagsdeilda auk þess sem reikningar félagsins og Vísindasjóðs FF og FS eru lagðir fram til kynningar.
Eftirtaldir sitja fulltrúafund félagsins: Stjórn þess, samninganefnd, skólamálanefnd og formenn félagsdeilda. Félagsmenn FF á þeim vinnustöðum þar sem ekki er starfrækt félagsdeild kjósa einn fulltrúa. Ef formaður félagsdeildar forfallast kallar hann til staðgengil sem sinn fulltrúa á fundinum. Skulu fundargögn liggja fyrir með a.m.k. viku fyrirvara.
Verði breytingar á fulltrúaskipan í stjórnum, nefndum og ráðum á kjörtímabili fulltrúa, sbr. 8., 12., 17., 18., 19., 20., 21., 22. og 23. greina laga FF, kýs fulltrúafundur FF þá fulltrúa sem upp á vantar. Taka fulltrúar sæti í þeirri röð sem atkvæðamagn segir til um. Uppstillingarnefnd FF og kjörstjórn FF hafa með höndum undirbúning kosninga og framkvæmd, sbr. 17. og 23. greina laga FF.
Fulltrúafundir eru opnir öllum félagsmönnum.
Fulltrúafund má halda oftar en segir í 1. málsgrein ef þurfa þykir vegna kjarasamninga eða annars sem snertir kjör og hag félagsmanna.
Fulltrúafundi skal boða með a.m.k. 14 daga fyrirvara.
9. gr. Almennir félagsfundir
Stjórn félagsins getur boðað til almennra félagsfunda. Skylt er að boða tafarlaust til almenns fundar ef 10% félagsmanna eða fleiri krefjast þess skriflega og tilgreina fundarefni.
10. gr. Stjórn
Stjórn félagsins skipa fimm menn og þrír til vara, formaður, varaformaður, ritari og meðstjórnendur. Kjörtímabil stjórnar er fjögur ár. Stjórn og varamenn eru kjörnir í skriflegri atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna eigi síðar en 6 vikum fyrir aðalfund. Formaður er kosinn sérstaklega en aðrir stjórnarmenn saman og skipta þeir síðan með sér verkum.
Stjórnin heldur stjórnarfundi svo oft sem þurfa þykir.
Formaður stýrir stjórnarfundum og annast dagskrá þeirra.
Einfaldan meirihluta þarf til að ákvarðanir stjórnarfunda séu lögmætar. Stjórnarfundir eru lögmætir ef 4 stjórnarmenn eru á fundi enda hafi fundurinn verið boðaður í tæka tíð.
11. gr. Hlutverk stjórnar
Stjórn félagsins fer með æðsta vald í málefnum þess milli aðalfunda og ber ábyrgð á allri starfsemi þess. Formaður ber ábyrgð á daglegri starfsemi félagsins og hefur yfirumsjón með rekstri þess. Varaformaður er staðgengill formanns. Stjórn er heimilt að skipa nefndir til að vinna að skilgreindum verkefnum.
Stjórn félagsins tilnefnir skoðunarmenn reikninga Kennarasambands Íslands úr hópi kjörinna félagslegra skoðunarmanna reikninga auk þess sem hún tilnefnir fulltrúa félagsins í kjörstjórn Kennarasambandsins úr hópi kjörinna fulltrúa í kjörstjórn félagsins. Stjórn félagsins skipar einnig fulltrúa félagsins í stjórnir sjóða Kennarasambands Íslands en þá eingöngu á grundvelli og í samræmi við niðurstöðu undangenginnar kosningar úr röðum framboða félagsmanna á aðalfundi félagsins.
Stjórn félagsins sinnir kynningarmálefnum félagsins sem felst m.a. í því að efla umræðu um framhaldsskóla og starf þeirra, styrkja stöðu og ímynd framhaldsskólakennara og skipuleggja kynningar fyrir félagsmenn.
12. gr. Um fundargerðir
Ritari félagsins hefur umsjón með ritun og varðveislu fundargerða. Fundargerðir skulu bornar upp til samþykktar á stjórnarfundi. Birta skal ákvarðanir stjórnarfunda og dagskrá funda á vef FF.
13. gr. Fjárreiður og bókhald
Þing Kennarasambands Íslands ákveður félagsgjöld og skiptingu þeirra. Stjórn félagsins hefur eftirlit með fjárreiðum þess og bókfærslu og leggur fram endurskoðaða reikninga á aðalfundi. Auk þess skal stjórn félagsins gefa fulltrúafundi yfirlit yfir fjárhagsstöðu félagsins.
Allar launagreiðslur og þóknanir í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum FF skulu vera í samræmi við lög KÍ.
14. gr. Kjörstjórn
Á aðalfundi félagsins skal kjósa þriggja manna kjörstjórn og tvo til vara. Hún stýrir allsherjaratkvæðagreiðslu um stjórnarkjör og öðrum kosningum FF, sbr. 7., 8., 9. og 10. gr. laga FF, sem ekki heyra undir kjörstjórn Kennarasambands Íslands skv. 15. gr. laga þess.
Fulltrúafundur setur reglur um störf kjörstjórnar og framkvæmd atkvæðagreiðslu.
15. gr. Kosning til stjórnar Kennarasambands Íslands
Formaður félagsins situr í stjórn Kennarasambands Íslands en varaformaður er staðgengill hans í forföllum.
16. gr. Félagslegir skoðunarmenn reikninga
Á aðalfundi félagsins skal kjósa tvo félagslega skoðunarmenn reikninga og einn til vara skv. lögum félagsins.
Hlutverk félagslegra skoðunarmanna reikninga er að bera saman fjárhagsáætlanir aðalfunda félagsins fyrir hvert kjörtímabil við ársreikninga félagsins.
Stjórn FF kveður félagslega skoðunarmenn reikninga til starfa einu sinni á ári.
17. gr. Samninganefnd
Á aðalfundi Félags framhaldsskólakennara skal kjósa fimm fulltrúa sem ásamt stjórn félagsins mynda samninganefnd og fer hún með gerð kjarasamninga fyrir félagsmenn sína, sbr. lög nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og lög nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Formaður félagsins er formaður samninganefndar en að öðru leyti skiptir samninganefndin með sér verkum.
Hlutverk samninganefndar er að:
18. gr. Skólamálanefnd
Félagið kýs á aðalfundi formann skólamálanefndar. Skólamálanefnd sinnir faglegum málefnum fyrir félagsmenn. Faggreinafélög kennara tilnefna 4 fulltrúa í skólamálnefnd og tvo til vara. Fulltrúar eru kosnir á sameiginlegum fundi formanna allra faggreinafélaga á framhaldsskólastigi á grundvelli skriflegra tilnefninga. Formaður skólamálanefndar stýrir þeirri kosningu. Leitast skal við að gæta jafnvægis milli faggreina og sviða við kosningu fulltrúa í skólamálanefnd.
Hlutverk skólamálanefndar er að:
Stjórn FF boðar til samráðsfundar með skólamálanefnd FF a.m.k. einu sinni á ári.
19. gr. Stjórn Vísindasjóðs
Á aðalfundi félagsins skal kjósa tvo fulltrúa í stjórn Vísindasjóðs og einn til vara skv. lögum félagsins.
Vísindasjóður er sameiginlegur sjóður félagsmanna Félags framhaldsskólakennara og félagsmanna Félags stjórnenda í framhaldsskólum og er tilgangur hans að stuðla að símenntun þeirra.
Fjárframlög til sjóðsins eru kjarasamningsbundin iðgjöld vinnuveitenda af launum félagsmanna.
Sjóðsstjórn er skipuð fulltrúum FF og FS sem skipta með sér verkum.
Hlutverk sjóðsstjórnar er að afgreiða styrki til félagsmanna skv. þeim úthlutunarreglum sem gilda hverju sinni. Vísindasjóður skal endurskoðaður árlega af endurskoðendum Kennarasambands Íslands og skal hann eiga sama lögheimili og Félag framhaldsskólakennara.
Sjóðsstjórn vinnur á grundvelli starfsreglna sjóðsins sem skulu hljóta staðfestingu stjórna FF og FS. Starfsreglum (verklagsreglum og úthlutunarreglum) er ekki unnt að breyta nema með samþykki stjórna FF og FS. Stjórn Vísindasjóðs er skylt að funda árlega með stjórnum FF og FS.
20. gr. Uppstilling til trúnaðarstarfa
Á aðalfundi félagsins skal kjósa þriggja manna uppstillingarnefnd og tvo til vara.
Hlutverk hennar er að leggja fram tillögur um frambjóðendur til kjörs formanns, meðstjórnenda, félagslegra skoðunarmanna reikninga, fulltrúa í samninganefnd, formanns skólamálanefndar, fulltrúa í kjörstjórn, uppstillingarnefnd, stjórn Vísindasjóðs og til annarra trúnaðarstarfa sem aðalfundur kýs, sbr. jafnframt 10. grein laga FF.
Áður en nefndin leggur fram tillögur um frambjóðendur skal liggja fyrir skrifleg staðfesting viðkomandi einstaklinga.
Uppstillingarnefnd starfar eftir reglum sem stjórn félagsins setur. Starfsreglur skulu kynntar á fulltrúafundi FF og fyrir félagsdeildum.
21. gr. Allsherjaratkvæðagreiðsla um kjarasamninga, boðun verkfalls o.fl.
Um kjarasamninga og boðun verkfalls skal fara fram leynileg, skrifleg/rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna, skv. lögum nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna, lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur og sbr. 15. gr. laga Kennarasambands Íslands. Kjörskrá skal miða við félagatal félagsins í þeim mánuði sem atkvæðagreiðsla fer fram.
Stjórn félagsins getur efnt til allsherjaratkvæðagreiðslu um önnur mikilvæg málefni sem eigi falla sérstaklega undir aðalfund.
22. gr. Lagabreytingar
Lögum þessum má breyta á aðalfundi félagsins enda hafi breytingarnar verið kynntar í fundarboði. Tillögur um lagabreytingar þurfa að hafa borist stjórn 4 vikum fyrir aðalfund og skulu þær kynntar aðalfundarfulltrúum eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund. Til þess að breyting nái fram að ganga verður hún að hljóta samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða. Breytingar á lögunum koma til framkvæmda þegar stjórn Kennarasambands Íslands hefur staðfest þær.
23. gr. Gildistaka
Lög þessi öðlast gildi þegar stjórn KÍ hefur staðfest þau.
Lögin þannig samþykkt á aðalfundir FF 27. apríl 2018.
Lög Félags framhaldsskólakennara voru fyrst samþykkt á stofnfundi félagsins 12. nóvember 1999.
Hér er hægt að nálgast lög Félags framhaldsskólakennara á pdf.