is / en / dk


Netfang stjórnar Félags framhaldsskólakennara er stjornff@ki.is.

 

AÐALMENN:

Baldvin Björgvinsson Fjölbrautaskólanum í Breiðholti bbj@fb.is

Guðjón H. Hauksson Formaður Félags framhaldsskólakennara gudjonh@ki.is

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Borgarholtsskóla hannabjorg@bhs.is

Helga Jóhanna Baldursdóttir Tækniskólanum hjb@tskoli.is

Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir ritari Menntaskólanum við Sund slilja@msund.is

 

VARAMENN:

Óli Njáll Ingólfsson 1. varamaður Verzlunarskóla Íslands oli@verslo.is

Simon Cramer Larsen 2. varamaður Fjölbrautaskóla Suðurnesja simon.cramer@fss.is

Guðjón Ragnar Jónasson 3. varamaður Menntaskólanum í Reykjavík gudjonr@mr.is

 

Fundargerðir stjórnar Félags framhaldsskólakennara má finna HÉR.

 


STEFNA OG ÁHERSLUR STJÓRNAR FF 2018-2022

Samþykkt 6. júní 2018, byggt á samþykktum aðalfundar 26.-27. apríl sama ár.
 

  • a.  Að bjóða upp á sérstaka fræðslu fyrir unga kennara og/eða nýliða. Kynna fyrir þeim starfsemi FF og KÍ.
  • b.  Að gefa út kynningarefni fyrir nýja kennara um félagsmál og kjaramál á eigin vegum og í samstarfi við Kennarasambandið.
  • c.  Að standa fyrir umfjöllun og umræðu um kennarastarfið og skólamál á eigin vegum og í samstarfi við Kennarasambandið.

Stefnt er að ráðstefnuhaldi í samstarfi við menntavísindasvið HÍ. Hvatt til greinaskrifa um kennarastarfið. Stjórn hyggst marka afstöðu til stórra mála eins og t.d. einkunnakerfis í grunnskólanum, samræmdra prófa, kennaranáms, einkavæðingar og menntunar fyrir alla.

Hvert þjóðfélag á að tryggja að það sé nægt framboð af góðum kennurum, skv. heimsmarkmiðum ESB. Stjórn vill tengja sig við þá umræðu út frá faglegu sjónarmiði. Alheimssamtök kennara eru á móti einkavæðingu, stjórn vill taka upp þann þráð, benda á helstu rök og vekja umræðu. Uppsagnir blasa við í skólum og það þarf að efla ímynd kennara og sjálfsmynd. Stjórn verður að sýna fordæmi, tala starfið upp og móta jákvæða orðræðu. Stjórn fylgist vel með skólamálaumræðu og miðli faglegu efni til félagsmanna.

  • d.  Að hafa með höndum fræðslu- og upplýsingamiðlun fyrir félagsfólk á eigin vegum og í samstarfi við Kennarasambandið.

Komið verði á skólamálaráðstefnu í samstarfi við menntavísindasvið HÍ. Á ráðstefnunni er áhersla á málstofur þar sem kennarar segja frá og sýna hvað þeir eru að gera.

 

Að formaður/erindrekar heimsæki félagsdeildir einu sinni á ári og haldi fundi með forystufólki deilda eða almenna félagsfundi eftir tilefnum og aðstæðum.

Að þétta raðir félagsmanna meðal annars með því að skipuleggja svæðafundi erindreka með forystufólki félagsdeilda um félagsmál og kjaramál til að efla tengsl milli deilda.
Auka samstarf milli skóla og stuðla að sameiginlegum fundi með VA, FAS og ME líkt og var á Akureyri í febrúar 2018. Kennarafélög hvött til að nýta aukið fjármagn til félagsdeilda, t.d. til svæðafunda.

 

Að styrkja félagsdeildir fjárhagslega og nýta fjármuni sem best.

Að gefa út fræðslu- og upplýsingaefni fyrir félagsdeildir.

Að hafa með höndum fræðslu fyrir trúnaðarmenn á eigin vegum og í samstarfi við Kennarasambandið, meðal annars að skipuleggja fræðslu fyrir nýja trúnaðarmenn.

Að bjóða upp á námskeið fyrir forystufólk félagsins um stjórnsýslurétt, upplýsingarétt, persónuvernd og almennt þau viðfangsefni sem geta styrkt forystufólk félagsins innan stofnananna.

Ákveðið að leggja áherslu á persónuvernd og jafnlaunavottun með fyrirlesurum frá háskólanum eða stjórnsýslustofnun.

 

Að félagið fylgi því eftir að unnið sé eftir jafnréttis- og eineltisáætlunum í framhaldsskólum og að félagsfólk verði meðvitað um þær og notkun þeirra.

Að félagið fylgi því eftir að í skólunum séu fyrir hendi skýrir verkferlar um meðferð mála sem varða áreitni, þ.m.t. kynferðislega áreitni, einelti og ofbeldi í starfi þannig að ljóst sé hvert skal leita með mál og hvernig þau eru unnin.

Að koma á laggirnar sérstökum stuðningi og farvegi innan FF og KÍ þar sem þolendur smættunar, kynbundins áreitis og ofbeldis geti leitað aðstoðar og fengið ráðgjöf og stuðning.

Jafnréttisnefnd vinnur að þessum málum með KÍ miðlægt.

Áréttað að stéttarfélagið stígur ekki inn í eineltismál.

Ráðgjöf og farvegur innan FF felst í að félagið sér til þess að mál séu í réttum farvegi og málsaðilar upplýstir í samráði við þolandann, þ.á.m. jafnréttisnefnd viðkomandi skóla.

 

Á tímabilinu 2018-2022 er lögð áhersla á eftirfarandi verkefni:

  • Að fjalla um siðareglur kennara og notkun þeirra í ræðu, riti og reynd.
  • Að standa fyrir markvissri umræðu um orðræðu kennara á samfélagsmiðlum. Að koma á uppbyggjandi farvegi fyrir gagnrýna umræðu innan félags.
  • Að standa fyrir kynningu á starfi framhaldsskólakennara og byggja upp jákvæða ímynd starfsins.
     

Stjórn gengur á undan með góðu fordæmi varðandi umræðu um fagþekkingu og skólamál.

Stjórnin verður meðvituð um siðareglurnar og vísar í þær í orðræðu sinni.

 

FF stuðli að eflingu faggreinafélaga og tryggi leiðir til að styrkja þau, til þess að þeirra starf geti haldið áfram.

Stjórn sendir bréf og beinir þeim tilmælum til mennta- og menningarmálaráðherra að taka umræðu um eflingu faggreinafélaga. Haft verður samráð við formenn faggreinafélaganna í skólamálanefnd áður og málið undirbúið vel. Á aðalfundi var ályktað sem svo um nám í framhaldsskólum:

„Aðalfundur Félags framhaldsskólakennara gagnrýnir mennta- og menningarmálaráðuneyti harðlega fyrir hvernig þrengt hefur verið að faggreinafélögum framhaldsskólakennara. Þau hafa dregið vagninn hvað varðar gæði, stefnumótun og starfsþróun í einstökum greinum þvert á öll skólastig. Faggreinafélögin mynda einnig kjarna skólamálastarfs Félags framhaldsskólakennara.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið er því eindregið hvatt til að styrkja faggreinafélög framhaldsskólakennara og hafa samvinnu við þau um ákvarðanir er varða einstakar greinar.“

 

 

 

Tengt efni