is / en / dk

Kennari desembermánaðar er Wolfgang Frosti Sahr þýskukennari við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hann segir frá fjölbreyttu starfi sínu og sýn á framhaldsskólakennarastarfið og er einkar eftirtektarvert að heyra það sem hann hefur að segja um tungumálanám og tungumálakennslu í íslenskum framhaldsskólum.  
Eftir nokkurt hlé lítur kennari mánaðarins aftur dagsins ljós. Að þessu sinni er það Arna Einarsdóttir líffræðikennari við Menntaskólann á Akureyri sem segir frá fjölbreyttu starfi sínu og sýn á kennarastarfið.
Þá er komið að kennara maímánaðar en hann heitir Þorbjörn Sigurbjörnsson og er kennari við Verzlunarskóla Íslands. Hann segir frá viðhorfum sínum til náms og kennslu í meðfylgjandi myndbandi.
Félag framhaldsskólakennara hefur valið kennara aprílmánaðar en það er Ágústa Jóhannsdóttir kennari á sjúkraliðabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Í myndbandinu segir Ágústa frá fjölbreyttu starfi sínu og sýn á kennarastarfið.
Félag framhaldsskólakennara hefur valið kennara febrúarmánaðar en hann heitir Þórður Kristinsson og kennir félagsvísindagreinar í Kvennaskólanum í Reykjavík.
Félag framhaldsskólakennara hefur ákveðið að velja einn kennara í hverjum mánuði sem kennara mánaðarins. Fyrsti kennarinn sem varð fyrir valinu er Ásta Pálmadóttir, stærðfræðikennari í Flensborgarskóla og er hún kennari janúarmánaðar.