Félag framhaldsskólakennara var stofnað árið 1999 og tók sama ár þátt í stofnun Kennarasambands Íslands. Formaður FF í dag er Guðríður Arnardóttir, en nánari upplýsingar um félagið má finna hér.
Helstu hlutverk Félags framhaldsskólakennara | |
Fara með málefni félagsmanna sem sinna kennslu eða ráðgjöf í framhaldsskólum. | |
Vera málsvari félagsmanna. | |
Gera kjarasamning fyrir félagið. | |
Efla faglega umræðu. | |
Halda fundi og námskeið fyrir trúnaðarmenn. |
KÍ tók til starfa í janúar árið 2000 en átta aðildarfélög eiga í dag aðild að því. Þau eru:
Félagsmenn eru nú rúmlega 10.000. Formaður KÍ er Þórður Á. Hjaltested (thordur@ki.is) og varaformaður Aðalheiður Steingrímsdóttir (adalheidur@ki.is).
Kjarasamningar framhaldsskólans eru tvískiptir:
Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum standa saman að samningagerð við ríki og einkaaðila og starfa saman í samstarfsnefndum. Á vef KÍ undir kjaramál eru hægt að finna mikið af upplýsingum, s.s. kjarasamninga, launatöflur, stofnanasamninga framhaldsskóla og fleira.