is / en / dk

Aðalfundur 2018

Aðalfundur Félags framhaldsskólakennara fer fram 26. og 27. apríl 2018 á Grand Hótel Reykjavík. 

Fundargögn:

 

Eldri aðalfundir

Aukaaðalfundur 7. nóvember 2016


Samkvæmt ályktun sem samþykkt var á fulltrúafundi þann 9. september sl. verður haldinn aukaaðalfundur mánudaginn 7. nóvember nk. Aðeins eitt mál er að dagskrá en það er kosning í stjórn Vísindasjóð FF og FS.

Fundurinn verður haldinn í Borgarholtsskóla og hefst kl. 15:00. Boðið verður upp á veitingar í upphafi fundar.

Framboðsfrestur til stjórnar Vísindasjóðs rennur út á fundinum kl. 15:30. Kosningin stendur frá kl. 16:00-16:20 og formaður kjörstjórnar kynnir niðurstöður kosningar í lok fundar.
 

DAGSKRÁ

Kl. 15:00   Setning - kosning fundarstjóra og fundarritara.
Kl. 15:15   Framsaga - formaður FF gerir grein fyrir fundinum og skýrir stöðuna.
Kl. 15:30   Viðbrögð - fulltrúi FF í stjórn Vísindasjóðs.
Kl. 15:45   Kynning frambjóðenda.
Kl. 16:00   Kosning tveggja fulltrúa í stjórn Vísindasjóðs.
Kl. 16:20   Kosningu lýkur.
Kl. 17:00   Fundarlok.
 

GÖGN FYRIR FUND:

 

Aðalfundi Félags framhaldsskólakennara í mars 2014 síðastliðnum var frestað fram yfir 6. þing Kennarasambands Íslands, en ljóst var að lög KÍ myndu taka talsverðum breytingum og að í framhaldinu þyrfti að aðlaga lög FF. Framhaldsaðalfundur Félags framhaldsskólakennara var því haldinn föstudaginn 19. september í sal Fjölbrautarskólans í Breiðholti frá kl. 13 - 17. Þeir sömu fulltrúar og sátu aðalfund FF í vor voru boðaðir á framhaldsaðalfundinn.

 

Samþykktir framhaldsaðalfundar og fundargerð

 

Dagskrá:

Kl. 13:00 Mæting og afhending fundargagna.
Kl. 13:15 Fundur settur.
Kl. 13:45 Lagabreytingar til samræmis við breytt lög KÍ.
Kl. 14:30 Fjárhagsáætlun 2014-2018.
Kl. 14:50 Kosningar.
Kl. 15:00 Kaffi.
Kl. 15:30 Önnur mál:
                       - Karlagata 15.
                       - Vinna við vinnumat samkvæmt kjarasamningi.
                       - Framkvæmd kjarasamninga.
Kl. 16:50 Fundarslit.

 

Aðalfundur Félags framhaldsskólakennara var haldinn dagana 20. og 21. mars á Grand hóteli í Reykjavík.

Samþykktir

5-3  Samþykkt um nám í framhaldsskólum.

4-2  Samþykkt um samfellu í kjarasamningsgerð.

4-1  Samþykkt um stefnu FF í kjaramálum og kjarasamningum.

3-1  Samþykkt um stefnu í innra starfi og félagsmálum.

3-2  Samþykkt um tillögu til sjötta þings KÍ um fræðslu fyrir trúnaðarmenn.

3-3  Samþykkt um tillögu til sjötta þings KÍ um viðhorfskönnun á þjónustu og starfsemi.

Tillögur frá allsherjarnefnd um íbúð félagsins - vísað til framhaldsaðalfundar.

Tillögur frá allsherjarnefnd um fjárhagsáætlun FF 2014-2017 - vísað til framhaldsaðalfundar.

 

Tengt efni