is / en / dk

Fréttir og tilkynningar

Framboð til formanns og varaformanns KÍ

10. Júlí 2017

Kjörstjórn Kennarasambands Íslands hefur hafið undirbúning kosningar um nýjan formann og varaformann KÍ. Kjörtímabil sitjandi formanns og varaformanns rennur út í apríl 2018. Samkvæmt lögum KÍ kjósa félagsmenn sér formann og varaformann á fjögurra ára fresti.…

Einstaklingsstyrkur Vonarsjóðs hækkar um 80 þúsund krónur

05. Júlí 2017

Vakin er athygli á að einstaklingsstyrkur í Vonarsjóði FG og SÍ hækkar úr 220 þúsund í 300 þúsund krónur 1. september 2017. Á sama tíma mun ferðastyrkur, C-hluti, falla niður. Ekki er hægt að sækja um viðbót vegna áður afgreiddra umsókna. Þeir sem annað hvort…

Ýmsar leiðir færar til að bæta hljóðvist í skólum

04. Júlí 2017

Umbætur á húsnæði og aðbúnaði skiluðu bættri hljóðvist í þremur leikskólum. Breytt skipulag starfs í sömu leikskólum, svo sem er varðar matartíma, frjálsan leik og útivist, höfðu líka jákvæð áhrif á hljóðvist. Þetta er meðal þess sem kemur fram niðurstöðum…

Félagsdómur fellst á sjónarmið KÍ

27. Júní 2017

Félagsdómur hefur fallist á sjónarmið og túlkun Kennarasambands Íslands (KÍ) í máli gegn Menntaskóla Borgarfjarðar (MB). KÍ stefndi MB fyrir samningsbrot á grundvelli kjarasamnings aðila. Um var að ræða ákvæði í kjarasamningi sem fjallar um að styttri…

Forsætisráðherra gerð grein fyrir stöðu mála

27. Júní 2017

Fulltrúar Kennarasambandsins áttu fund með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í síðustu viku þar sem farið var yfir stöðuna á vinnumarkaði og komandi kjaraviðræður. Fundurinn var að frumkvæði forsætisráðherra, sem átti sambærilega fundi með öðrum aðilum…

Nýr fulltrúi FS í stjórn Vísindasjóðs

19. Júní 2017

Kolbrún Kolbeinsdóttir, skólastjóri Tæknimenntaskólans, hefur tekið sæti í stjórn Vísindasjóðs FF og FS. Kolbrún var kjörin í embættið á aðalfundi Félags stjórnenda í framhaldsskólum sem fram fór á Akureyri 8. júní síðastliðinn. Lilja S. Ólafsdóttir,…

Huga þarf að heilsusamlegra starfsumhverfi

19. Júní 2017

Ársfundur Félags stjórnenda leikskóla 2017 sendi frá sér ályktun þar sem rekstraraðilar leikskólanna og Samtök atvinnulífsins eru hvött til að huga vel að starfsumhverfi leikskólanna. Í ályktuninni segir meðal annars að nú sé lag til að setja hagsmuni barna…

Hljóðvist í skólabyggingum ófullnægjandi

16. Júní 2017

Um 62 prósent kennara og starfsfólks í grunn- og leikskólum upplifir hávaða í starfi. Sami hópur telur hljóðvist í skólabyggingum ófullnægjandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum úttektar Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna og Umhverfisstofnun…

Lokað klukkan 15 á föstudögum í sumar

15. Júní 2017

Kennarahúsinu verður lokað klukkan 15 á föstudögum í sumar. Gildir sú lokun til og með föstudeginum 11. ágúst næstkomandi. Þá er athygli félagsmanna vakin á því að sumarlokun Kennarahússins hefst mánudaginn 17. júlí og stendur venju samkvæmt í þrjár vikur.…

Formannsskipti í Félagi stjórnenda í framhaldsskólum

13. Júní 2017

Ingi Bogi Bogason, aðstoðarskólameistari í Borgarholtsskóla, hefur tekið við formennsku í Félagi stjórnenda í framhaldsskólum (FS). Fráfarandi formaður er Benedikt Barðason, aðstoðarskólameistari í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Aðalfundur FS fór fram í…

Breytingar á símatíma og afgreiðslu sjóða KÍ sumarið 2017

09. Júní 2017

Símatími þjónustufulltrúa í sjúkra-, orlofs og endurmenntunarsjóðum Kennarasambands Íslands verður frá klukkan 13 til 16 frá og með 12. júní til og með 14. júlí næstkomandi. Kennarahúsið er lokað frá klukkan 15 á föstudögum. Athugið að afgreiðslutími…

Kennarahúsið lokað í þrjá daga

26. Maí 2017

Kennarahúsið verður lokað miðvikudag, fimmtudag og föstudag í næstu viku (31. maí, 1. júní og 2. júní) vegna námsferðar starfsmanna. Skrifstofa Kennarasambandsins verður opnuð aftur á hefðbundnum tíma klukka níu að morgni þriðjudagsins 6.…

Pistlar

 • Gerum kröfu um styttri vinnuviku

  Íslendingar eru með fjórðu lengstu vinnuviku í Evrópu og hlutfall Íslendinga sem vinna meira en 50 stundir á viku er þriðja hæst í álfunni.…

 • Jafnréttiskennsla í leikskólum

  Jafnréttisnefnd KÍ sendi leikskólastjórum í upphafi árs 2017 hvatningu um að efla og styðja við kynjajafnréttisfræðslu í sínum skóla. Nefndin hvatti…

Skólavarðan

 • Íþróttabrautir framhaldsskólanna hafa jákvæð áhrif

  Íþróttabrautir til stúdentsprófs eru í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og Framhaldsskólanum á Laugum, og nú er verið að endurvekja íþrótta- og heilbrigðisbraut í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Skólavarðan ræddi við Petrúnu Björgu Jónsdóttur, í FG, Svövu Ýr Baldvinsdóttur, í FB, og Guðríði Guðjónsdóttur, í FÁ, um nám á íþróttabrautum.

 • Kennarar þurfa að vera áhugasamari um aðstæður á vinnustað

  Ásdís Ingólfsdóttir framhaldsskólakennari þekkir vel til vinnuumhverfismála kennara. Hún hefur verið formaður vinnuumhverfisnefndar KÍ síðustu tvö ár og átt sæti í nefndinni í nærfellt átta ár. Ásdís hefur um árabil kennt efnafræði og hagfræði í Kvennaskólanum í Reykjavík og nú er hún að bæta við sig kennslu í fjármálalæsi og frumkvöðlafræði.