is / en / dk

Laus orlofshús næstu helgi:

0
 

Fréttir og tilkynningar

Skólinn okkar – 2. þáttur: Staða flóttabarna í skólum

20. Feb. 2017

Staða flóttbarna í íslensku skólakerfi verður til umfjöllunar í öðrum þætti Skólans okkar sem sýndur verður á Hringbraut annað kvöld, þriðjudaginn 21. febrúar, klukkan 20.30. Skólinn er afar mikilvægur þessum börnum, sérstaklega þegar kemur að því að læra…

Skólastjórar og skólameistarar ræddu samræmdan vitnisburð

20. Feb. 2017

Um eitt hundrað manns sóttu samræðufund Skólastjórafélags Íslands (SÍ), Skólameistara Íslands (SMÍ) og Menntamálastofnunar á Grand hóteli Reykjavík í dag. Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður SÍ, og Steinn Jóhannsson, formaður SMÍ, settu fundinn og lýstu…

Kennarahúsið lokað þriðjudaginn 21. febrúar

20. Feb. 2017

Kennarahúsið verður lokað þriðjudaginn 21. febrúar 2017 vegna starfsdags starfsfólks. Skrifstofan verður opnuð á hefðbundnum tíma, klukkan níu, miðvikudaginn 22. febrúar.

Góð þátttaka í forsíðmyndakeppninni

13. Feb. 2017

Rétt rúmlega eitt hundrað ljósmyndir bárust í samkeppni um forsíðu Ferðablaðsins 2017. Frestur til að skila inn ljósmyndum rann út 10. febrúar síðastliðinn. Þetta er í fjórða skipti sem Orlofssjóður KÍ efnir til keppni af þessu tagi og nú sem fyrr hefur…

Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt

10. Feb. 2017

Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið samþykkt í atkvæðagreiðslu. Miðlunartillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Á kjörskrá voru…

Könnun á einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi

09. Feb. 2017

Vinnuumhverfisnefnd KÍ hefur sett af stað könnun á einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustað meðal félagsmanna Kennarasambands Íslands. Ný reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum…

Skólinn okkar – fyrsti þátturinn fer í loftið á þriðjudag

08. Feb. 2017

Skólinn okkar, átta þátta sjónvarpsröð um skóla- og menntamál, hefur göngu sína á sjónvarpsstöðinni Hringbraut þriðjudaginn 14. febrúar næstkomandi klukkan 20.30. Komið verður víða við í Skólanum okkar og lögð er áhersla á að fjalla á líflegan og faglegan…

PISA í hnotskurn – fjórir opnir fundir

08. Feb. 2017

PISA í hnotskurn – Staða íslenskra nemenda í alþjóðlegum samanburði er heiti á fundaröð sem hefur göngu sína þann 9. febrúar og lýkur 2. mars næstkomandi. Haldnir verða alls fjórir fundir á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og Menntamálastofnunar þar…

Framtíðarstarfið hlaut Orðsporið 2017

06. Feb. 2017

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Orðsporið 2017 – hvatningarverðlaun við hátíðlega athöfn í leikskólanum Hofi við Gullteig í dag. Það var Framtíðarstarfið – átaksverkefni um eflingu leikskólastigsins sem hlaut verðlaunin. Framtíðarstarfinu var…

Málstofuröð um rannsóknir í framhaldsskólum

03. Feb. 2017

Rannsóknir í framhaldsskólum verða til umræðu í umfangsmikilli málstofuröð sem hefur göngu sína 7. febrúar og lýkur 4. apríl næstkomandi. Haldnar verða níu málstofur á vegum námsbrautar í kennslu í framhaldsskólum og Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs.…

Opnað fyrir umsóknir í Sprotasjóð

01. Feb. 2017

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla vegna skólaársins 2017-18. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi. Í 4 gr. reglugerðar nr. 242/2009 um Sprotasjóð…

Miðlunartillaga í kjaradeilu kennara og stjórnenda í tónlistarskólum

31. Jan. 2017

Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Kennarasambands Íslands vegna Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kjarasamningur tónlistarkennara rann út þann 31. október 2015 og var málinu vísað…

Pistlar

Skólavarðan

  • Saga af skólastarfi í Vínarborg

    Jóna Benediktsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Grunnskóla Ísafjarðar, kynnti sér skólastarf í Vínarborg í Austurríki. Hún segir ýmislegt megi læra af austurrísku kollegunum. Eitt af því er mikill stuðningur við nemendur á yngsta stigi en að sama skapi er skólakerfið ytra erfitt börnum sem eru skapandi og vijla fara sína eigin leiðir. Umhyggja og tillitsemi eru í hávegum höfð.

  • Kallað eftir erindum um náttúrufræðimenntun

    Forráðamenn Málþings um náttúrufræðimenntun kalla eftir erindum, kynningum og hugmyndum að básum og málstofum.