is / en / dk

Fréttir og tilkynningar

Nýr fulltrúi FS í stjórn Vísindasjóðs

19. Júní 2017

Kolbrún Kolbeinsdóttir, skólastjóri Tæknimenntaskólans, hefur tekið sæti í stjórn Vísindasjóðs FF og FS. Kolbrún var kjörin í embættið á aðalfundi Félags stjórnenda í framhaldsskólum sem fram fór á Akureyri 8. júní síðastliðinn. Lilja S. Ólafsdóttir,…

Huga þarf að heilsusamlegra starfsumhverfi

19. Júní 2017

Ársfundur Félags stjórnenda leikskóla 2017 sendi frá sér ályktun þar sem rekstraraðilar leikskólanna og Samtök atvinnulífsins eru hvött til að huga vel að starfsumhverfi leikskólanna. Í ályktuninni segir meðal annars að nú sé lag til að setja hagsmuni barna…

Hljóðvist í skólabyggingum ófullnægjandi

16. Júní 2017

Um 62 prósent kennara og starfsfólks í grunn- og leikskólum upplifir hávaða í starfi. Sami hópur telur hljóðvist í skólabyggingum ófullnægjandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum úttektar Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna og Umhverfisstofnun…

Lokað klukkan 15 á föstudögum í sumar

15. Júní 2017

Kennarahúsinu verður lokað klukkan 15 á föstudögum í sumar. Gildir sú lokun til og með föstudeginum 11. ágúst næstkomandi. Þá er athygli félagsmanna vakin á því að sumarlokun Kennarahússins hefst mánudaginn 17. júlí og stendur venju samkvæmt í þrjár vikur.…

Formannsskipti í Félagi stjórnenda í framhaldsskólum

13. Júní 2017

Ingi Bogi Bogason, aðstoðarskólameistari í Borgarholtsskóla, hefur tekið við formennsku í Félagi stjórnenda í framhaldsskólum (FS). Fráfarandi formaður er Benedikt Barðason, aðstoðarskólameistari í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Aðalfundur FS fór fram í…

Breytingar á símatíma og afgreiðslu sjóða KÍ sumarið 2017

09. Júní 2017

Símatími þjónustufulltrúa í sjúkra-, orlofs og endurmenntunarsjóðum Kennarasambands Íslands verður frá klukkan 13 til 16 frá og með 12. júní til og með 14. júlí næstkomandi. Kennarahúsið er lokað frá klukkan 15 á föstudögum. Athugið að afgreiðslutími…

Kennarahúsið lokað í þrjá daga

26. Maí 2017

Kennarahúsið verður lokað miðvikudag, fimmtudag og föstudag í næstu viku (31. maí, 1. júní og 2. júní) vegna námsferðar starfsmanna. Skrifstofa Kennarasambandsins verður opnuð aftur á hefðbundnum tíma klukka níu að morgni þriðjudagsins 6.…

Kennarar í Tækniskólanum óánægðir með vinnubrögð

23. Maí 2017

Yfirgnæfandi meirihluti kennara í Tækniskólanum lýsir óánægju með þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð við fyrirhugaðan einkarekstur Fjölbrautaskólans við Ármúla með sameiningu við Tækniskólann þar sem ekkert samráð hefur verið haft við kennara og nemendur…

Yfirgangur sem er ráðamönnum ekki sæmandi

22. Maí 2017

Kennarafélag Fjölbrautaskólans í Breiðholti fordæmir áform mennta- og menningarmálaráðherra um sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans – skóla atvinnulífsins. Þetta kemur fram í ályktun sem félagið hefur sent frá sér. Vinnubrögðum ráðamanna er…

Lýsa andstöðu við að Tækniskólinn taki yfir starfsemi FÁ

22. Maí 2017

Fundur faggreinafélaga í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskólum og framhaldsskólum lýsir andstöðu við hugmyndir um að leggja Fjölbrautaskólann við Ármúla niður og að starfsemi hans verði tekin yfir af Tækniskólanum. Fundur faggreinafélaganna, sem var…

Niðurfelling styrkja til faggreinafélaga harðlega gagnrýnd

22. Maí 2017

Ákvörðun menntamálaráðuneytis, frá því í september 2015, um að fella einhliða niður styrki til sjálfstæðrar starfsemi faggreinafélaga kennara er harðlega gagnrýnd í ályktun sem fundur framkvæmdastjórnar skólamálaráðs KÍ og faggreinafélaga sendi frá sér 18.…

Könnun á einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi

17. Maí 2017

Niðurstöður könnunar á einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi meðal félagsmanna Kennarasambands Íslands liggja fyrir. Það var að frumkvæði vinnuumhverfisnefndar KÍ sem lagt var upp með könnunina í febrúar síðastliðnum. Hjördís Sigursteinsdóttir, aðjúnkt á…

Pistlar

Skólavarðan

  • Nýtt barn, nýr karakter, ný áskorun

    Aðalheiður Matthíasdóttir kenndi fyrst á fiðlu í Tónskóla Sigursveins fyrir meira en 30 árum. Nú hefur hún bráðum starfað þar samfellt í 25 ár. „Ég tel að það sé mjög mikilvægur grunnþáttur í lífi hvers manns, að finna gleðina í hvunndeginum og svo eru það náttúrulega þessi dásamlegu börn, maður er alltaf að fást við frumkraftinn," segir Aðalheiður.

  • Samskiptamiðlar og tungumálanám

    Eru samskiptamiðlar hentugir i kennslu? Reynir Þór Eggertsson skrifar um reynslu sína af vinnustofu sem hann sótti hjá Evrópskap nýmálasetrinu í Graz í Austurríki. Þar rannsakaði hann, ásamt Þórihildi Oddsdóttur, verkefni sem dönskukennarar í MK hafa unnið að og snýr að því að virkja samfélagsmiðla sem hluta af námsumhverfi nemenda.