is / en / dk

 
 
 
 
 
 
 

Fréttir og tilkynningar

Aðalfundur FF: Virðing, samstaða og fagleg orðræða

26. Apríl 2018

Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, setti aðalfund félagsins í morgun á Grand Hóteli Reykjavík. Hún rifjaði upp í máli sínu stöðuna fyrir fjórum árum þegar hún tók við sem formaður en á þeim tímapunkti voru félagsmenn í miðju…

Kynntu þér samþykktir þings KÍ

25. Apríl 2018

Samþykktir 7. Þings Kennarasambands Íslands ná yfir ýmis atriði er varða menntamál og er hér gerð grein fyrir þeim helstu. Þær má allar nálgast á vef KÍ. Samþykkt gegn markaðsvæðingu menntunar Menntun er á ábyrgð hins opinbera og opinberir fjármunir eiga að…

FF og FS kynna nýjan kjarasamning á fjórum fundum

24. Apríl 2018

Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum efna til fjögurra kynningarfunda á næstunni þar sem nýr kjarasamningur verður kynntur. Eins og kunnugt er var skrifað undir samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila…

Könnun á námsefni í skólum

23. Apríl 2018

Löngu tímabært er að ráðast í aðgerðir til að auka framboð á vönduðum og fjölbreyttum náms- og kennslugögnum. Þetta kom fram á málþingi á vegum skólamálaráðs KÍ um stöðu námsefnis í skólum. Ályktað var að gerð yrði úttekt á þörfum nemenda og kennara fyrir…

FF og FS hafa skrifað undir kjarasamning

22. Apríl 2018

Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum skrifuðu undir samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við ríkið skömmu fyrir miðnætti í gærkvöld. Skrifað var undir samninginn með fyrirvara um samþykki félagsmanna.…

KÍ fordæmir breytingar á lögum um lífeyrisréttindi

18. Apríl 2018

Kennarasamband Íslands fordæmir þau svik sem áttu sér stað á Alþingi Íslendinga þegar breytingar á lögum um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna voru samþykkt á Alþingi í desember 2016 í óþökk BHM, BSRB og KÍ sem og fjölda stéttarfélaga utan bandalaga.…

Baráttukveðjur til kollega í Danmörku

17. Apríl 2018

Kennarasamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir stuðningi við baráttu opinberra starfsmanna í Danmörku um hærri laun. Tíminn er að renna út en samningsaðilar hafa til miðnættis í kvöld að ná samningum. Náist ekki samkomulag skellur…

#metoo konur: Hlustum á konur, lögum samfélagið

17. Apríl 2018

Nauðsynlegt er að grípa til aðgerða til að fylgja eftir #metoo byltingunni og móta verður aðgerðaáætlun sem hægt verður að fylgja eftir gagnvart stjórnvöldum og fulltrúum atvinnurekenda, sem og innan stéttarfélaganna og heildarsamtaka launafólks. Þetta er…

KÍ styður kjarabaráttu ljósmæðra

17. Apríl 2018

Kennarasamband Íslands styður baráttu ljósmæðra fyrir hærri launum og bættum starfskjörum. Ályktun þessa efnis var samþykkt einróma á 7. Þingi Kennarasambands Íslands sem fram fór á Hilton Nordica í síðustu viku. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins hefur staðið…

Ný viðræðunefnd tekur við kjaraviðræðum FG

16. Apríl 2018

Samninganefnd Félags grunnskólakennara ætlar að verða við ósk nýkjörinnar samninganefndar, sem tekur formlega við á aðalfundi félagsins 18. maí næstkomandi, um að koma formlega að kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Núverandi samninganefnd…

Sjöunda þingi KÍ er lokið

13. Apríl 2018

Fjögurra daga þingi Kennarasambands Íslands lauk síðdegis í dag. Þingfulltrúar, sem voru úr öllum aðildarfélögum Kennarasambandsins, voru 250 talsins og var þingið það sjöunda frá stofnun KÍ. Undir lok þings var lýst kjöri nýs formanns og varaformanns KÍ,…

Ragnar Þór og Anna María nýir leiðtogar KÍ

13. Apríl 2018

Ragnar Þór Pétursson hefur tekið formennsku í KÍ og Anna María Gunnarsdóttir framhaldsskólakennari hefur tekið við embætti varaformanns KÍ. Björk Helle Larsen, formaður kjörstjórnar KÍ, lýsti kjöri Ragnars Þórs og Önnu Maríu á 7. Þingi Kennarasambands Íslands…

Pistlar

Það er erfitt að blómstra

„Það er erfitt að blómstra ef maður hefur ekki umhverfi.“ Þannig komst ung móðir að orði í rannsókn sem Sigrún Harðardóttir, lektor í félagsráðgjöf, kynnti í erindi á dögunum. Hin unga móðir var ein af fimm konum í svipaðri stöðu sem sögðu frá reynslu sinni…

Skólavarðan

  • Læsi er samvinnuverkefni heimila og skóla

    Læsi er langtímaverkefni og foreldrar gegna þar lykilhlutverki. Strax í fyrsta bekk er mikill munur á færni barna í læsi og líklegast er að sá munur muni frekar aukast en dragast saman. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi í Háskóla Íslands sem bar yfirskriftina Hvernig má styðja við læsi heima? og er hluti af fundarröðinni Best fyrir börnin. Á fundinum var greint frá áhugaverðum rannsóknum og gefnar ráðleggingar varðandi læsi barna og ungmenna.

  • STÍL: Þurfum að standa vörð um kennslu tungumála nú sem aldrei fyrr

    Starfsemi STÍL hefur verið fjölbreytt á síðasta starfsári en samtökin hafa miklar áhyggjur af stöðu tungumálanáms í skólum landsins. Aðalfundur STÍL verður haldinn 5. apríl næstkomandi.